Fréttablaðið - 20.01.2011, Side 50

Fréttablaðið - 20.01.2011, Side 50
34 20. janúar 2011 FIMMTUDAGUR Vátryggingafélag Íslands hf. | Ármúla 3 | 108 Reykjavík | Sími 560 5000 | vis.is Baráttukveðjur frá VÍS! Strákarnir okkar eru svo skemmtilega ólíkir og okkur þykir óskaplega vænt um þá alla. VÍS er stoltur styrktaraðili íslenska landsliðsins á HM í Svíþjóð. HM 2011 Íþróttamaður ársins, Alexander Petersson, hefur farið algjörlega á kostum með íslenska landsliðinu á HM. Skorað frábær mörk, tekið af skarið, staðið vakt- ina í vörninni með eindæmum vel og stolið fjölda bolta. „Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu hérna. Ég reyni að gefa allt sem ég á. Það geri ég allt- af. Það hefur bara gengið vel.“ Þetta hefur einnig verið tíðinda- mikið mót fyrir hann að því leyti að hann hefur gengið frá samn- ingi við Rhein-Neckar Löwen, sem hann reyndar spilar ekki með fyrr en eftir eitt og hálft ár. Hann fer því ekki strax frá Berlin. „Það er svolítið skrítið að semja við félag sem maður fer ekki til fyrr en eftir langan tíma. Það er samt mjög gott að vera öruggur með góðan samning næstu fjögur árin. Það veitir ákveðið öryggi sem er gott að hafa,“ sagði Alexander, sem hefur farið mikinn með Berl- in í þýska handboltanum í vetur og telur sig hafa unnið fyrir góðum samningi hjá Löwen. Held að það séu flestir sammála honum um það. „Ég er mjög ánægður með samn- inginn. Þetta er alvöru samning- ur og ég er búinn að vinna fyrir honum lengi. Ég get því ekki annað en brosað,“ sagði Alexander en for- ráðamenn Berlin sögðust ekki hafa getað keppt við peninga Jespers Nielsen, eiganda Löwen. Það vakti nokkra athygli að Dagur Sigurðsson, þjálfari Berlin, vandaði Alexander ekki kveðjurn- ar í viðtali við Stöð 2 þegar frétt- irnar bárust af nýja samningnum. Hann gaf jafnvel í skyn að Alex- ander myndi eyða næstu 18 mán- uðum í stúkunni. „Ég var líka í viðræðum við Berlin og þeir vissu vel af samn- ingaviðræðunum við Löwen. Dagur vissi líka af þeim. Auðvitað finnst þeim leiðinlegt að missa mig en svona er þetta. Ég talaði við Dag eftir Austurríkisleikinn og hann sagðist hafa verið með gálgahúm- or í viðtalinu. Það stæði því ekki til að setja mig í stúkuna næsta eina og hálfa árið,“ sagði Alexander og bætti við að það hefði nánast verið búið að ganga frá þessum samn- ingi áður en hann kom til Svíþjóð- ar með landsliðinu. Í dag er lokaleikur íslenska liðs- ins í riðlakeppninni og í raun má líta á þann leik sem leik í milliriðli. Bæði Ísland og Noregur eru komin áfram og það lið sem vinnur tekur með sér stigin úr leiknum í milli- riðilinn. „Við fengum alvöruleik gegn Austurríki og þetta verður örugg- lega líka hörkuleikur. Við erum í góðri stöðu og við getum vel lagt Norðmenn. Það væri vissulega mjög gott að fara með fjögur stig í milliriðilinn. Við erum enn að hugsa bara um einn leik í einu,“ sagði Alexander, sem er sáttur við leik liðs- ins hingað til og sérstak- lega varnarleikinn. „Það er erfitt að eiga við þessa vörn hjá okkur. Það er mikil vinnsla og við erum aðeins þreyttir sem stöndum mest í vörninni. Sverre og Diddi fá reyndar að hvíla í sókninni þannig að þeir geta ekki kvartað yfir þreytu,“ sagði Alex- ander léttur. Ég reyni að gefa allt sem ég á Alexander Petersson hefur verið besti maður Íslands á HM hingað til. Það gengur mikið á í hans lífi þessa dagana enda búinn að semja við nýtt félag. Hann býst ekki við að enda í stúkunni vegna félagaskiptanna. FÓRNAR ÖLLU Í VARNARLEIKINN Alexander Petersson hefur spilað frábærlega í vörn og sókn með íslenska handboltalandsliðinu á HM í Svíþjóð. Hér sést hann í baráttu við Austurríkismann í sigurleiknum í fyrrakvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Henry Birgir Gunnarsson og Valgarður Gíslason fjalla um HM í Svíþjóð henry@frettabladid.is - valgard.gislason@365.is HM 2011 Dagarnir eru langir hjá Guðmundi Guðmundssyni og þjálf- arateyminu hans í Svíþjóð. Hann undirbjó lið sitt af kostgæfni í gær fyrir leikinn gegn Noreg í dag. Það var myndbandsfundur, æfing og svo annar fundur. „Það verða þrír myndbandsfund- ir fyrir þennan leik og við erum aðallega að fara yfir okkar sóknar- leik. Við þurfum að bæta hann. Hann er of hikandi og við erum að taka of mikla áhættu í sóknarleikn- um. Við erum að gefa slakar send- ingar sem okkur er refsað fyrir. Það er allt of dýrt að fá öll þessi hraðaupphlaup á okkur. Það býr meira í okkur en við sýndum gegn Austurríki og stefnan er að laga það fyrir Noregsleikinn,“ sagði Guðmundur en hann segir alltaf þurfa að gera ákveðnar áherslu- breytingar fyrir hvern leik. „Það sem við þurfum að var- ast hjá Norðmönnum er samvinna Borge Lund og Bjarte Myrhol í sókninni. Við þurfum að bregðast rétt við leikkerfunum þeirra og svo eru þeir með hættuleg hraða- upphlaup sem þeir munu klár- lega reyna að keyra þétt í bakið á okkur þar sem við skiptum tveim- ur mönnum úr sókn í vörn,“ sagði Guðmundur sem ætti að eiga ein- hver svör enda þjálfar hann bæði Lund og Myrhol. „Það eru veikleikar í þeirra varnarleik og við ætlum að nýta okkur þá. Við munum koma með tvo til þrjá nýja hluti í okkar sóknar leik. Norðmenn hafa reynst okkur erfiðir síðustu ár og því myndi ég segja að það væri helm- ingsmöguleiki á sigri.“ - hbg Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir Norðmenn vera afar hættulega andstæðinga: Verðum að nýta okkur þeirra veikleika SNORRI STEINN Hvetur hér félaga sína í íslensku vörninni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HANDBOLTI Íslendingar geta náð einstökum árangri í sögu sinni á HM vinni þeir Norðmenn í kvöld. Það yrði þá í fyrsta sinn sem strákarnir okkar vinna fyrstu fimm leiki sína á heimsmeistara- móti. Íslenska liðið jafnaði metið með sigri á Austurríki í fyrra- kvöld en Ísland vann einnig fjóra fyrstu leiki sína á HM í Portúgal 2003 þegar liðið var einnig undir stjórn Guðmundar Guðmunds- sonar. Íslenska liðið tapaði 29-34 fyrir Þýskalandi í fimmta leikn- um fyrir sjö árum og endaði í 7. sæti. Ísland tapaði ekki í fyrstu sex leikjum sínum á HM í Kumamoto 1997 en gerði þá jafntefli við Alsír í leik tvö. - óój Ísland á HM í handbolta: Hefur aldrei unnið fyrstu 5 ARNÓR Hefur skorað 17 mörk í síðustu tveim leikjum við Noreg. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HM 2011 Norðmenn hafa verið án stórskyttunnar Kristians Kjell- ing í síðustu tveim leikjum og það hefur ekki leynt sér að þeir hafa saknað hans mikið. Hann hefur verið veikur en það mátti sjá í gær að hann er á batavegi og Norðmenn stefna á að tefla honum fram í leiknum. Það eru ekki góð tíðindi fyrir Ísland enda er Kjelling mikil skytta sem erfitt getur verið að ráða við. Svo þarf Ísland líka að hafa góðar gætur á Kjetil Strand sem skaut liðið í kaf með 19 mörkum á EM í Sviss 2006. – hbg Kristian Kjelling hjá Noregi: Spilar í dag KRISTIAN KJELLING Skoraði 6 mörk á moti Íslandi á EM 2010. MYND/AFP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.