Fréttablaðið - 24.01.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 24.01.2011, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 KÖNNUN Nærri tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja að aðildarviðræðum við Evrópusam- bandið verði lokið og samningur lagður í þjóðaratkvæðagreiðslu, samkvæmt skoðanakönnun Frétta- blaðsins. Rúmur þriðjungur vill að umsóknin verði dregin til baka. Heldur hefur fjölgað í hópi þeirra sem vilja ljúka viðræðum við ESB frá því Fréttablaðið kann- aði síðast afstöðu fólks í september í fyrra. Nú vilja 65,4 prósent ljúka við- ræðunum en 64,2 prósent voru þeirrar skoðunar í september. Um 34,6 prósent vilja draga umsókn- ina til baka, samanborið við 35,8 prósent í september í fyrra. Í könnuninni sem gerð var í sept- ember virtist sem talsverður við- snúningur hafi orðið þegar niður- stöðurnar voru bornar saman við könnun sem MMR gerði fyrir vef- síðuna Andríki í júní í fyrra. Samkvæmt könnun MMR vildu þá 57,6 prósent landsmanna draga aðildarumsóknina til baka. Könn- un Fréttablaðsins í september mældi mikla breytingu á afstöðu fólks. Afstaðan virðist lítið hafa breyst síðan. Aukinn stuðningur er meðal stuðningsmanna allra flokka við að ljúka aðildarviðræðunum. Aðeins meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins vildu fleiri draga umsóknina til baka en ljúka viðræðunum. Um 50,9 prósent vildu stöðva viðræðurnar en 49,1 prósent ljúka viðræðunum. Stuðningur við að ljúka við- ræðunum er mestur innan Sam- fylkingar innar. Innan samstarfs- flokksins í ríkisstjórn, Vinstri grænna, vilja nú 67,2 ljúka við- ræðunum, 3,6 prósentustigum fleiri en í september. - bj / sjá síðu 4 Mánudagur skoðun 14 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Fasteignir.is Rannsakar psoriasis Jenna Huld Eysteinsdóttir rannsakar psoriasismeðferð í Bláa lóninu. tímamót 16 veðrið í dag 24. janúar 2011 119. tölublað 11. árgangur H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Tveir af þremur vilja halda ESB-umsóknarferli áfram Rúmur þriðjungur landsmanna vill draga aðildarumsókn að ESB til baka og hætta viðræðum samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Stuðningur við að ljúka viðræðunum eykst hjá stuðningsmönnum VG. VINNUMARKAÐUR Nokkur dæmi eru um það að konur hafi misst vinn- una eftir að hafa tilkynnt að þær væru barnshafandi á Facebook- síðum sínum áður en þær tilkynntu vinnuveitendum sínum það form- lega. Vinnuveitendurnir hafi í kjöl- farið sagt þeim upp störfum. „Ef uppsögnin á sér stað á undan formlegri tilkynningu er nánast ómögulegt að sýna fram á að upp- sögn sé með óeðli legum hætti,“ segir Elías Magnússon, forstöðu- maður kjarasviðs VR. Þar hafa komið upp nokkur mál af þessu tagi. Ólöglegt er að segja upp barnshaf- andi konum en í þessum málum er erfitt að sanna að vinnuveitendur hafi haft vitneskju um málið. „Það er búið að eyðileggja málið áður en það kemur til okkar. Þetta eru þannig mál að viðkomandi er í mjög erfiðri stöðu.“ Ekkert þessara mála hefur verið formlega skoðað hjá stéttarfélaginu, að sögn Elíasar. Harpa Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjaramála hjá Eflingu, segir að mál af þessu tagi hafi einnig komið á borð stéttarfélagsins. „Eins og þessu var lýst var atvinnurekanda kunnugt um að viðkomandi starfs- maður væri orðinn barnshafandi og með þá vitneskju er honum óheimilt að segja honum upp.“ Harpa segir að einnig beri meira á því að fólk setji ósæmilegar athuga- semdir í tengslum við vinnu sína á Facebook og sé sagt upp í kjölfarið. „Almennt hvetjum við félagsmenn okkar til þess að fjalla ekki um vinnu sína á Facebook.“ Elías tekur í sama streng og segir Facebook mjög varasamt og fólk skuli alltaf hugsa sig vel um áður en færslur séu sett- ar þar inn. - þeb Könnun Fréttablaðsins 19. janúar 2011 Vilja draga til baka Vilja ljúka viðræðum 34,6%65,4% Afstaða til ESB-viðræðna ÁFRAM HLÝTT Í dag hvessir er líður á daginn, einkum NV- og V-til. Búast má við súld með köflum víða S- og V-lands en austantil verður nokkuð bjart og úrkomulítið. VEÐUR 4 7 4 4 3 3 Fulltrúar stéttarfélaganna vara fólk við að fjalla um vinnu sína á samskiptasíðum: Barnshafandi konum sagt upp eftir stöðufærslur á Facebook Almennt hvetjum við félagsmenn okkar til þess að fjalla ekki um vinnu sína á Facebook. HARPA ÓLAFSDÓTTIR SVIÐSSTJÓRI HJÁ EFLINGU ELDSVOÐI Mikill eldur kom upp í Gufunesbryggju um klukkan 18 í gær. Tvær deildir slökkvi- liðsins voru sendar á staðinn og var slökkvistarfi að mestu lokið á tíunda tímanum í gærkvöldi. Hafnsögubáturinn Magni var kallaður á vettvang og var vatni sprautað úr vatnsdælum bátsins á logandi bryggjuna. Um tíma var óttast að eldurinn logaði undir bryggjunni og var slökkviliðsmaður í flotgalla send- ur á bát undir bryggjuna til að meta stöðuna. Talið er að kvikn- að hafi í út frá rafmagni. Gufunesbryggjan þjónaði Áburðarverksmiðjunni á Gufunesi og var byggð árið 1954. Allri efnaframleiðslu var hætt árið 2001 en verksmiðjan hefur starfsleyfi til 2019. Gert er ráð fyrir íbúðarbyggð og landfylling- um út í sjó á þessu svæði í fram- tíðinni. Flutningaskip lagðist síðast að Gufunesbryggju árið 2006. - sv Gufunesbryggja logaði: 57 ára bryggja eldi að bráð BARIST VIÐ ELDINN Mikill eldur braust út á Gufunesbryggju um klukkan 18 í gær. Tvær deildir slökkviliðsins voru kallaðar út og fengu þær aðstoð hafnsögubátsins Magna við slökkvistarfið, sem gekk að greiðlega og var að mestu lokið á tíunda tímanum í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Á ferðalagi um Evrópu Hljómsveitin Bloodgroup ferðast nú um Evrópu og lék fyrir tvö þúsund námsmenn í Portúgal. fólk 30 24. janúar 2011 MÁNUDAGUR Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Járn & Gler hf. - Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin. - 104 Reykjavík S:58 58 908 - www.jarngler.is Strigi á blindramma - Ný sending á góðu verði 20% kynningarafsláttur á nýrri tegund út janúar. 40% afsláttur á eldri tegund á meðan birgðir endast. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐANMEIRI SKEMMTUNMeiri Vísir Patrick Hassel Zein heklaði hlýtt ullarteppi úr afgöngum: Embætti umboðsmanns skuldara heldur úti heimasíðu þar sem einstaklingar sem eiga í skulda- og greiðsluerfiðleikum geta fundið hagnýtan fróðleik. Þar er meðal annars að finna góð ráð til að semja við kröfuhafa og neysluviðmið eftir fjölskyldustærð. Sjá nánar á www.ums.is Heklað á rússneska vísu É g er alltaf með eitthvað í hönd-unum þegar ég á lausa stund, ef ekki að prjóna eða hekla þá að búa til ný munstur,” segir Patrick Hassel Zein, hugbúnaðarsérfræðingur og forritari, en hann heklaði litríkt ullarteppi úr afgöngum í hjáverkum og gaf síðast-liðið sumar út hannyrðabókina, Rússneskt hekl á íslensku. Nú er hann með aðra bók í smíðum sem kemur út í haust. 2 FASTEIGNIR.IS 24. JANÚAR 2011 4. TBL. Fasteignasalan Torg kynnir mikið endurnýjað einbýlishús við Efstalund í Garðabæ. H úsið, sem er 195,5 fer-metrar að heildarstærð, er á einni hæð, þar af 45 fermetra bílskúr. Það var mikið endurnýjað árið 2006, en þá var meðal annars skipt um gólfefni, fataskápa og gluggakistur. Einnig var gestasnyrting endurnýjuð og skipt um allar rafmagns- innstungur í húsinu. Í sumar var húsið málað, sem og gluggar og þak hússins. Í húsinu að Efstalundi eru fjögur svefnherbergi. Komið er inn í flísalagða forstofu með inn- byggðum skápum, og er endur- nýjað gestasalerni inn af forstofu. Úr forstofunni er annars vegar gengið inn í stofu og hins vegar eldhús með rúmgóðri innréttingu, eldavél með bæði hellum og gasi, efri og neðri ká flí gólf, með baðkari, sturtuaðstöðu og innréttingu. Hjónaherbergi er Stásslegt einbýli með grónum garði Húsið við Efstalund er mikið endurnýjað og stendur á góðum útsýnisstað. heimili@heimili.is Sími 530 6500 Bogi Pétursson lögg. fasteignasali Finnbogi Hilmarsson lögg. fasteignasali Andri Sigurðsson lögg. leigumiðlari Getum alltaf á okkur blómum bætt – Óskum eftir fleiri eignum á söluskrá. Viltu vita hvers virði eignin þín er í dag? Pantaðu frítt söluverðmat án skuldbindinga. Hringdu núna 699 5008 Hannes Steindórsson Sölufulltrúi hannes@remax.is Sími: 699 5008 Þórarinn Jónsson hdl. lögg. Fasteignasali Innan Hringbrautar, Hofsvallagötu, Sólvallagötu og Ljósvallagötu Óska til kaups litla íbúð 65-75 fm á 1 eða 2 hæð á þ t ð Úrslitaleikur í dag Strákarnir verða að vinna Spánverja á HM í handbolta í dag ætli þeir sér í undanúrslitin. sport 26

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.