Fréttablaðið - 24.01.2011, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 24.01.2011, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 24. janúar 2011 3 „Við vorum harðákveðnar í að opna á Þorláksmessu og á Þorláksmessu- kvöld myndaðist hér sama yndis- lega jólastemningin og þegar fólk skrapp í kaupfélagið fram undir miðnætti til að kasta jólakveðju á náungann,“ segir Þóranna Lilja Snorradóttir, kennari og annar eig- enda Kaffi Steins, sem opnað hefur verið í gamla kaupfélagshúsinu við Fjarðabraut. „Eftir að hafa horft á þetta virðu- lega hús standa autt og ónotað, með ferðamenn bankandi á hurðirnar og kíkjandi á glugga, var ekki annað hægt en að láta drauminn um kaffi- hús rætast. Hér hefur vantað gott kaffihús, en til Stöðvarfjarðar koma árlega yfir 30 þúsund ferðamenn til að skoða Steinasafn Petru. Því hefur lengi gerjast í heimamönn- um að tefja ferðafólk aðeins lengur, enda skemmtileg miðbæjarstemn- ing og margt að skoða eins Gallerí Snærós, Salthúsmarkaðinn, veit- ingahús og nú Kaffi Stein,“ segir Þóranna Lilja, sem rekur kaffihús- ið með samkennara sínum, Jóhönnu Margréti Agnars dóttur. Á Stöðvarfirði búa um 240 manns. Eftir að Fáskrúðsfjarðargöng voru tekin í notkun 2005 er bærinn sá eini í Fjarðabyggð sem ekið er í gegnum. „Hér er því mikil lausatraffík árið um kring og æ fleiri kjósa að stöðva á Stöðvarfirði, fá sér hressingu og hlaða batteríin áður en lengra er haldið. Hér er yndislegt andrúms- loft og töfrandi náttúra, og mikið sem heimafólk fagnar kaffihús- inu og að geta sest inn í huggulegt umhverfi yfir alvöru kaffi og heima- bökuðu meðlæti af öllum sortum,“ segir Selfyssingurinn Þóranna Lilja, sem giftist Stöðfirðingi fyrir tuttugu árum. „Mér þótti strax gott að vera hér því ég er fyrir litla bæi. Hann hefur þó minnkað enn meir síðan ég kom, við séð á eftir mörgum og Stöðfirð- ingar fengið sinn skerf af kreppu í gegnum tíðina. Við erum þó enn með trillukarla og strandveiði á sumrin, en stærstu vinnustaðirnir eru Raf- lagnir Austurlands og grunnskól- inn.“ Kaffi Steinn rúmar 40 manns í sæti en auk þess er veislusalur fyrir 150 manns í gamla búðarrými kaup- félagsins. „Lagersvæðinu ætlum við að breyta í gistirými og opna fimmtán herbergi strax í vor. Víst er þetta mikil útgerð og margir dást að okkur fyrir þorið, en allir sáttir og þakklátir fyrir að sjá gamla kaupfé- lagshúsið lifna við,“ segir Þóranna Lilja brött. Kaffi Steinn er opinn alla daga frá klukkan 11 til 22, en lengur um helgar og til 18 á sunnudögum. „Það er strax nóg að gera og við hlökkum til enn meiri gestagangs með hækk- andi sól. Í sumar verður heimalög- uð súpa í hádeginu og fullt af holl- um kosti fyrir gesti og gangandi, en við bjóðum einnig frábæra aðstöðu þegar spennandi viðburðir eru á skjánum, eins og nú þegar strákarn- ir okkar eiga hug og hjörtu lands- manna.“ thordis@frettabladid.is Kaffistopp á Stöðvarfirði Á Þorláksmessu var kaffihúsið Kaffi Steinn opnað í gamla kaupfélagshúsinu á Stöðvarfirði. Þar má njóta nýbakaðra hnallþóra, brauðs og ilmandi kaffiveiga í austfirskri náttúruparadís sem á engan sinn líka. Stöðvarfjörður er dásamlega fagur og upplífgandi fyrir sál og líkama að dvelja þar brot úr degi eða í lengri tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þóranna og Jóhanna eru báðar annálaðir sælkerakokkar og þekktar fyrir unaðslegan bakstur og veitingar, en á Kaffi Steini er margt í munn að fá. Hér rennur kaffisopinn ofan í veitinga- konurnar og kennarana Þórönnu Lilju og Jóhönnu Margréti á Kaffi Steini. POKADAGAR BYRJA Í DAG KL. 14 AUSTURSTRÆTI 8-10 • SÍMI 534 0005 Einfallt, tvö verð 10.000 þúsund millipokinn og 15.000 stærri þú troðfyllir hann af fatnaði bæði herra og dömu … Allt leyfilegt! teg. 4500 - í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 6.990,-og fæst í hvítu, húðlitu og svörtu. Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18. Lau. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vertu vinur Smoothing 4500 MINIMIZER NÝKOMINN AFTUR !

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.