Fréttablaðið - 24.01.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.01.2011, Blaðsíða 2
2 24. janúar 2011 MÁNUDAGUR EVRÓPUMÁL Samninganefnd Íslands kynnir íslenskt landbúnaðarkerfi og sérstöðu þess fyrir samninganefnd ESB á rýnifundi í Brussel í dag. Þar verður ESB tilkynnt að ekki verði ráðist í efnislegar breytingar á íslenska kerfinu vegna aðildar- ferlisins, fyrr en þjóðin hefur sam- þykkt aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu, samkvæmt heimildum úr stjórnar- ráðinu. Það að aðlögun hefjist ekki strax er í takt við bréf utanríkisráðherra til Bændasamtakanna í nóvember, en þau hafa svarað bréfinu með því að þar með telji þau staðfest að aðlögun að landbúnaðarstefnu ESB sé ekki á dagskrá. Bændasamtök- in fóru í sama bréfi fram á að þessi afstaða Íslendinga yrði sérstaklega kynnt fyrir ESB og virðist utanríkis- ráðherra ætla að verða við því. Á fundinum ættu svör landbúnað- arráðuneytis við spurningum ESB að verða lögð fram, en rætt hefur verið um meinta „ritskoðun“ utan- ríkisráðuneytis á þessum svörum, sem fjalla um byggðastefnu ESB og um hvenær ný landbúnaðarstofn- un yrði sett á laggirnar, samkvæmt kröfum ESB. Heimildir herma að landbúnaðaráðuneyti hafi sagt í svörum sínum að ekki verði ráðist í þessi verkefni fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu og eftir að öll aðildarríki ESB hafa samþykkt aðild Íslands. Ráðuneytið mun síðar hafa fallist á að breyta svar- inu þannig að miðað verði við þjóð- aratkvæðagreiðsluna eina. Svörin við tveimur fyrrgreindu spurningum verða lögð fram munn- lega, ólíkt hinum spurningunum, segir heimildarmaður. Í herbúð- um landbúnaðarráðherra ríkir því ákveðin tortryggni um hvort þau verði yfirleitt lögð fram, enda er þar talið að yfirlýsing um engar breyt- ingar geti virkað „mjög stuðandi“ fyrir aðildarferlið. Talið er að fulltrúi Bændasamtak- anna muni fylgjast með rýnifundin- um á morgun í gegnum fjarskipta- búnað utanríkisráðuneytis. - kóþ Í BRUSSEL Samninganefnd Íslands kynn- ir íslenskan landbúnað fyrir viðsemjend- um sínum í Brussel í dag. NORDICPHOTOS/AFP Maðurinn sem lést á Eyja- fjarðarbraut fimmtudaginn 20. janúar hét Gísli Ólafur Ólafsson, til heimilis að Vættagili 21 á Akureyri. Gísli var 49 ára og lætur eftir sig eigin- konu, fjögur börn á aldrinum 8 til 28 ára og eitt barnabarn. Gísli lést eftir að hann varð fyrir fólksbifreið þegar hann var að skokka á Eyjafjarðar- braut. Hann var fluttur með sjúkrabíl á Sjúkrahúsið á Akureyri en úrskurðaður lát- inn þegar þangað var komið. Lést í slysi við Akureyri EFNAHAGSMÁL Ögmundur Jónas- son innanríkisráðherra segir það samkomulag sem náðst hefur við Breta og Hollend- inga í Icesave- málinu mun betra en það sem náðist fyrir rúmu ári. Hann reikn- ar að óbreyttu með að styðja samkomulagið. „Það er fagn- aðaratriði að við skulum ekki hafa látið glepjast til að ganga að því samkomulagi sem var á borðinu fyrir um ári,“ segir Ögmundur. Farið verður yfir samkomu- lagið á Alþingi, en Ögmundur segir að nema fram komi efnis- atriði sem hann hafi ekki orðið var við hingað til reikni hann með að styðja samkomulagið. - bj Ögmundur sáttur við Icesave: Reiknar með að styðja samning ÖGMUNDUR JÓNASSON TÆKNI Vefsíðan Thjod.is varð fyrir tölvuárás í á laugardag. Á síð- unni mátti finna viðtöl við fjölda ólíkra einstakl- inga sem svara því hvers vegna Ísland ætti að ganga í Evrópu- sambandið. Lá hún þá alfarið niðri í kjölfarið. Kolfinna Baldvinsdóttir, ein af forsvars- mönnum síð- unnar, segir málið hafa litið illa út í fyrstu, en farið hafi betur en á horfðist. „Líklega er hægt að ná öllum gögnunum aftur,“ segir hún. „Maður veltir því fyrir sér hvaða hagsmunir séu að baki hjá þeim sem gera svona lagað.“ Árásin kom frá GreenGeeks, hýsingar fyrirtæki í Bandaríkjunum. - sv Hakkarar réðust á ESB-síðu: Þjóð.is varð fyrir tölvuárás DUBLIN, AP Írski Græningjaflokk- urinn hætti í gær stuðningi við ríkisstjórn Brian Cowen forsætis- ráðherra. Úrsögn flokksins úr ríkis- stjórn eykur enn þrýsting á Cowen að segja af sér embætti en hann hefur boðað að kosningar skuli fara fram hinn 11. mars næstkomandi. Ríkisstjórn Cowen hefur eftir helgina ekki lengur stuðning meiri- hluta þingmanna, auk þess sem ein- ungis sjö af fimmtán ráðuneytum eru nú mönnuð. Búist er við því að stjórnarandstaðan knýi fram að kosningar fari fram strax í næsta mánuði. John Gormley, leiðtogi Græn- ingja, segir að flokkurinn muni styðja fjárlagafrumvarp sem þingið fjallar nú um en telji sig nú að öðru leyti til stjórnarandstöðunnar. Alþjóðlega fjármálakreppan sem hófst árið 2008 hefur leikið írska hagkerfið grátt og hefur ríkis stjórn Cowens neyðst til að grípa til sárs- aukafullra aðhaldsaðgerða í ríkis- fjármálum. Vinsældir Cowens og flokks hans, Fianna Fáil, eru nú í sögulegu lágmarki en Cowen sagði í síðustu viku af sér sem formaður flokksins. Hann sagði við það tilefni að flokkurinn þyrfti á nýrri forystu að halda fyrir kosningabaráttu, hann sjálfur væri of umdeildur. - mþl Forsætisráðherra Íra hefur boðað til kosninga í mars næstkomandi: Írska stjórnin á brauðfótum COWEN KVEÐUR Ríkisstjórn Brian Cowen hefur misst meirihluta sinn á írska þinginu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ísland kynnir ESB afstöðu sína til landbúnaðarmála á fundi í Brussel í dag: Engin aðlögun fyrir samþykkt UMHVERFISMÁL Sveitarstjórn Skaftár hrepps hefur í samstarfi við rekstaraðila sorporkustöðvar- innar á Kirkjubæjarklaustri ákveðið að hætta sorpbrennslu á skólatíma. Íbúar á Kirkjubæjar- klaustri lýsa ánægju sinni með ákvörðunina en vilji er til að ganga lengra og loka sorp- brennslunni endanlega. Fréttablaðið greindi frá því 14. janúar að sorpbrennslan á staðn- um, íþróttahúsið, sundlaugin, og grunnskólinn stæðu vegg í vegg. Aðeins eru um tuttugu metrar frá reykháf sorpbrennslunnar að sundlauginni, sama fjarlægð er í leiksvæðið við skólann og í loft- inntak loftræstikerfisins fyrir samstæðuna. Mælingar á díox- íni árið 2007 sýndu að eitrið var 95-falt yfir viðmiðunarmörkum í útblæstri brennslunnar og önnur mengun hefur jafnframt mælst of mikil samkvæmt takmörkun- um í starfsleyfi. Eygló Kristjánsdóttir, sveitar- stjóri Skaftárhrepps, segir í bréfi til Fréttablaðsins að Gámafélagið, sem rekur sorp- brennsluna, hafi verið beðinn um að athuga hvort mögulegt væri að seinka brennslu á daginn og var fallist á það. „Þannig vorum við að reyna að koma til móts við áhyggjur fólks og ekki síst að láta börnin njóta vafans á meðan við bíðum eftir nánari niðurstöðum úr mælingum á útblæstri stöðvar- innar. Okkur finnst við ekki geta lokað stöðinni eins og staðan er núna, en viljum gjarnan gera það sem við getum til að koma til móts við áhyggjur samborg- ara okkar og nágranna,“ segir Eygló, sem sendi foreldrum og öðrum íbúum á Klaustri bréf þessa efnis á fimmtudag. Oddur Bjarni Thorarensen, byggingaverkfræðingur á Kirkju- bæjarklaustri, ákvað að halda börnunum sínum heima vegna mengunar frá sorpbrennslunni, eins og Fréttablaðið sagði frá 14. janúar. Hann hefur ákveðið að senda börnin aftur í skólann vegna ákvörðunar um að hætta brennslu á skólatíma en fer ekki í grafgöt- ur með þá skoðun sína að það dugi skammt. Staðsetning sorpbrennsl- unnar sé engan veginn viðunandi og hún þurfi að fara. Kjartan Kjartansson, skóla- stjóri í Kirkjubæjarskóla, fagnar ákvörðuninni. Spurður hvort sorp- brennslan hafi ekki verið þyrnir í augum kennara og starfsfólks segir Kjartan að hann hafi verið í sambandi við Umhverfisstofn- un og sóttvarnalækni og verið sannfærður um það af embættis- mönnum að mengunin væri undir hættumörkum. Hann hafi ekki haft forsendur til að rengja það en fagni því heils hugar að börn- in á Klaustri séu látin njóta vaf- ans um hvort umhverfi þeirra sé heilsusamlegt. svavar@frettabladid.is Brenna ekki sorp á skólatíma á Klaustri Sorpbrennslu á Klaustri verður hætt á skólatíma vegna umræðu um mengun. „Börnin eiga að njóta vafans,“ segir sveitarstjóri. Íbúar fagna ákvörðuninni sem jákvæðu skrefi en sætta sig ekki við neitt annað en að sorpbrennslan fari. SORPORKUSTÖÐIN Á KLAUSTRI Sorpbrennslan er samvaxin skóla, sundlaug og íþróttahúsi og er staðsetningin afar umdeild meðal íbúa á Klaustri. Myndin er tekin við opnun stöðvarinnar og í baksýn er skólinn. MYND/SIGURÐUR HJÁLMARSSON ALÞINGI Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, seg- ist oft hafa tengt tölvu sína með sama hætti og tölvuna sem fannst í tómri skrifstofu í skrifstofuhús- næði Alþingis í fyrra. Hún segir umræð- urnar um málið hjákátlegar. Í tilkynningu á vefsíðu sinni í gær segist Margrét lítið vit hafa á njósnum, en sé þó viss um að það hljóti að vera til árangursríkari aðferð en að tengja tóma tölvu við net þingsins. Hún fer fram á afsök- unarbeiðni vegna ásakana um að tölvan tengist Hreyfingunni. - sv Þingmaður um njósnatölvu: Umræðurnar eru hjákátlegar „Sigríður, var þetta frumsýn- ingarhelgi dauðans?“ „Nei, þetta var heldur frumsýningar- helgi lífsins.“ Sigríður Lára Sigurjónsdóttir er höfundur leikritsins Helgi dauðans sem frumsýnt var á laugardag. Leikhópurinn Hugleikur setur upp verkið, sem sýnt er í húsnæði hópsins að Eyjarslóð. MARGRÉT TRYGGVADÓTTIR KOLFINNA BALDVINSDÓTTIR STJÓRNSÝSLA Mervyn King, banka- stjóri Englandsbanka, vísar á bug fullyrðingum Árna M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, og Davíðs Oddssonar, fyrrverandi seðlabankastjóra, á þá leið að King hafi sagt við Davíð að bresk stjórnvöld myndu ekki gera kröfu um greiðslu vegna Icesave. Breska blaðið Guardian greindi frá þessu í gærkvöldi. Að auki var haft eftir talsmanni King að hann hefði mánuðum saman hvatt Íslendinga til að minnka banka- kerfið hér á landi árið 2008. - mþl Tjáði sig ekki um Icesave: Neitar orðum Árna og Davíðs SPURNING DAGSINS KONUNGUR ÞORRANS Í 48 ÁR GÓÐIR LANDSMENN, ÞORRINN NÁLGAST! Hann hefst 21. janúar – Munið að panta tímanlega Sími 553 7737 I www.mulakaffi.is ÚTVEGUM VEISLUSA LI FYRIR ÞOR RABLÓT Vid blótum enn og aftur! OKKAR LANDSFRÆGU HJÓNABAKKAR OG ÞORRATROG HENTA VEL FYRIR STÓRA OG SMÁA HÓPA A N T O N & B E R G U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.