Fréttablaðið - 24.01.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 24.01.2011, Blaðsíða 18
 24. janúar 2011 MÁNUDAGUR2 MEIRA ÚRVAL - LÆGRA VERÐ AF ÖLLUM INNRÉTTINGUM 25% AFSLÁTTUR w w w .fr ifo rm .is EINNIG ÚRVAL RAFTÆKJA Á FRÁBÆRU VERÐI PRÓTÍNBOMBUR! Samkvæmt skýrslu Matís er harðfiskur hollari en áður var talið. Langhollasti þorramaturinn. Fæst í Bónus H R E I N Í S L E N S K F Æ Ð U B Ó T „Í nýju bókinni verða upp- skriftir að sparilegri flíkum sem henta íslensku sumri, peysur, kjólar og sjöl,“ útskýrir Patrick, sem lærði að prjóna sem barn af móður sinni. „Mamma kenndi systrum mínum að prjóna og ég lærði það þá líka. Ég byrjaði þó ekki að ráði fyrr en ég flutti hingað til Íslands frá Svíþjóð árið 2001. Rússneska heklinu, sem er hálfgerð blanda af hekli og prjóni, kynntist ég svo í prjónakaffi hjá Nálinni á Lauga- veginum en langamma mín, sem var mikil hannyrðakona, „prjón- aði“ með einni nál sem mér fannst mjög skrítið sem krakki en nú geri ég það sjálfur.“ Þegar það berst í tal að óvenjulegt sé að karlmenn sökkvi sér ofan í hannyrðir eins og prjónaskap segir Patrick hlæjandi að hann hafi þó verið með nokkrum körlum í prjóna- kaffi. Það geti verið að rúss- neska heklið höfði til karla þar sem það sé grófara en venjulegt prjón. Patrick segist hafa fallið fyrir íslenska lopanum, bæði vegna þess hve litaúrvalið sé fjölbreytt og eins vegna þess hve lopinn sé ódýr hér miðað við í heimalandi hans. Honum fellur sjaldan verk úr hendi og er duglegur að hekla á fjölskyldu og vini. „Ég hef heklað jakka á mömmu og sjal á systur mínar og mágkonur. Oft hekla ég sýnis- horn af nýrri uppskrift í litlum stærðum og þá gef ég flíkina einhverjum sem hún passar. Rússneska heklið er ekki sein- legra en venjulegt prjón, sér- staklega ekki þegar ég er að hekla eitthvað nýtt og með mörg- um litum. Í ullarteppinu eru svo margir litir að ég verð alltaf glaður þegar ég breiði það á mig. Sérstaklega er gott að nota það ef ég ligg veikur, litirnir hressa mig við.“ Patrick kennir rússneskt hekl á námskeiðum á vegum Heimilis- iðnaðarfélags Íslands. heida@frettabladid.is Straujárn til forna voru gerð úr smíðajárni. Járnplat- an var flöt með handfangi og var platan hituð í eldi. Rafmagnsstraujárnið var fundið upp árið 1882. Patrick fellur sjaldan verk úr hendi og situr við hannyrðir hverja lausa stund. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Létt og sumarlegt sjal sem Patrick heklaði á mágkonu sína. MYND/PATRICK HASSEL ZEIN Patrick féll meðal annars fyrir litunum í íslenskum lopa. Fjólublátt sjal með rússnesku hekli eftir Patrick. Björg í bú er fyrirtæki sem vinnur meðal annars að matarhönn- un, en síðast sendi það frá sér kjötbretti fyrir jól. „Innblásturinn fengum við af gömlu nautaskrokksmynd- inni sem hékk gjarnan fyrir ofan kjötborðið í verslunum hér áður fyrr, þessari sem sýnir hvernig á að sneiða skrokkinn niður,“ segir Edda Jóna Gylfadóttir, einn þeirra þriggja vöruhönnuða sem standa að baki Björg í bú, og bætir við að brettið endurspegli í raun myndina. „Línurnar á brettinu minna á þær sem eru á teikningunni og drekka að auki safann úr kjötinu í sig þegar það er sneitt niður.“ Brettið fæst meðal annars í Epal, Kirsuberjatrénu og Mýrinni í Kringlunni. Niðurskorinn nautaskrokkur innblástur BJÖRG Í BÚ SENDI FRÁ SÉR NÝJA OG SKEMMTILEGA VÖRU FYRIR JÓL. Mislyndissófinn eða Moodycouch heitir þessi sófi eftir unga þýska hönnuðinn Hanna Emelie Ern- sting. Áklæði sófans er mun stærra en sófinn og því hægt að móta það eftir hug notand- ans hverju sinni. dezeen.com Framhald af forsíðu M YN D /P AT R IC K H A SS IL -Z EI N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.