Fréttablaðið - 24.01.2011, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 24.01.2011, Blaðsíða 36
20 24. janúar 2011 MÁNUDAGUR BAKÞANKAR Þórunnar Elísabetar Bogadóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. sæti, 6. úr hófi, 8. skordýr, 9. flan, 11. mjöður, 12. frétt, 14. ólögl. inn- fluttningur, 16. sjó, 17. því næst, 18. veitt eftirför, 20. frá, 21. svikull. LÓÐRÉTT 1. grasþökur, 3. hvort, 4. kasta, 5. sunna, 7. lánsamur, 10. er, 13. háð, 15. hrósa, 16. gras, 19. nesoddi. LAUSN LÁRÉTT: 2. sess, 6. of, 8. fló, 9. ras, 11. öl, 12. fregn, 14. smygl, 16. sæ, 17. svo, 18. elt, 20. af, 21. flár. LÓÐRÉTT: 1. torf, 3. ef, 4. slöngva, 5. sól, 7. farsæll, 10. sem, 13. gys, 15. lofa, 16. sef, 19. tá. Þetta er fínn staður fyrir innrás. Ég var að skoða þetta á Google Earth... Hæ! Erfiður dagur? Þetta var algjör geðveiki! Ég vil helst ekki tala um það. Ég er að útbúa mat- inn, hann er alveg að verða klár! Æ takk kærlega! Ég hef enga orku til að hræra í pott- um núna. Það skil ég vel. Geturðu lagt á borðið? Sjálf- sagt mál! Þessi svipur boðar bara vandræði! Hvað við „Bann- að að renna sér á gólfinu“ skildirðu ekki? Þetta var slys. Pantaðu í síma 565 600 0 eða á w ww.som i.is Frí heim sending * TORTILLA VEISLUBAKKI EÐALBAKKI LÚXUSBAKKI DESERTBAKKI GAMLI GÓÐI TORTILLA OSTABAKKI 30 bitar 30 bitar 20 bitar 20 bitar 20 bitar 50 bitar Fyrir 10 manns Aðeins 1.900 kr. ÁVAXTABAKKI Fyrir 10 manns ÁVAXTABAKKI Hver samlokubakki er hæfilegur fyrir fjóra eða fimm. *Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar. FERSKT & ÞÆGILEGT Hringdu núna í síma 907 1020 og þú styrkir HM liðið okkar um 2.000 kr. TÖKUM HÖNDUM SAMAN OG STYÐJUM STRÁKANA OKKAR TIL SIGURS! Þegar stórmót í handbolta eru á næsta leyti eða standa yfir segi ég hverjum sem heyra vill að ég hafi sko farið á leik á heimsmeistaramóti. Svo mæli ég sterk- lega með því við sama fólk að það drífi sig að gera slíkt hið sama ef það hefur tæki- færi til. ÞETTA er ekki eintómt mont í mér, heldur vil ég bara í alvöru að fólk upplifi þetta. Ég held bara að ég hafi aldrei reynt þjóðarstoltið jafn vel á eigin skinni og í íþróttahöll í Þýskalandi, þar sem Ísland marði sigur á Slóvenum og komst þannig í átta liða úrslit. Hópar af Íslendingum sem þekktust ekki neitt öskruðu, hopp- uðu, klöppuðu og fögnuðu hverju ein- asta marki eins og sigur á sjálfu mót- inu væri í höfn. Eða að minnsta kosti sigur í leiknum. Þess vegna sam- gleðst ég konunum í heimaprjónuðu Íslandspeysunum og nöktu líkams- máluðu körlunum á pöllunum afskap- lega mikið. SAMT sem áður myndi ég ekki teljast með mestu aðdáendum handbolta eða íslenska karlalands- liðsins í handbolta. Á milli stórmóta gæti mér ekki verið meira sama, nema um þá sem ég þekki sem spila þessa íþrótt. En á meðan blessuðum mótunum stendur fer þjóðarskapið víst eftir úrslitum á mótinu – en ekki veðrinu eins og venjulega. Og nú ber svo við að dýr um allt land eru látin taka þátt í þessu með misgáfulegum kúnstum. Ekki nóg með það heldur fer bensínverðið eftir markafjölda liðsins. Ekki er nú öll vitleysan eins. EN HVAÐ um það. Við sameinumst í ást okkar á Íslandi og hötumst tímabundið við aðrar þjóðir – við þolum hvorki Þjóðverja, Serba né Spánverja í dag. Við sveiflumst samviskusamlega með þessu og sem betur fer höfðum við fengið að vera glöð óslitið í langan tíma áður en niðursveiflan kom á laugardag. ÍSLENDINGAR eru nú sjóaðir í þessum handboltamálum og við vitum að strák- arnir okkar eiga það til að tapa leikjum sem hefðu kannski átt að vinnast en stíga svo upp þegar þess gerist þörf. Þess vegna höldum við öll ró okkar í dag þó að selur- inn Golli í Vestmannaeyjum segi að jafn- tefli verði niðurstaðan. Í DAG getum við látið eins og við séum öll á pöllunum þó að við séum bara heima í stofu. Öskrum, hoppum, klöppum og fögn- um hverju einasta marki eins og titillinn sé í höfn. Í blíðu og stríðu og allt það. Íslandi allt!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.