Fréttablaðið - 24.01.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.01.2011, Blaðsíða 6
6 24. janúar 2011 MÁNUDAGUR ® ALÞINGI Dæmi eru um að læknar hafi ráðlagt ungum stúlkum að verða barnshafandi til að losna við legslímuflakk. Þetta kemur fram í greinargerð með þingsályktun þar sem lagt er til að ráðist verði í fræðsluátak um sjúkdóminn. Eygló Harðardóttir, þingmaður Fram- sóknarflokks, er flutningsmaður þingsályktunartillögunnar. Legslímuflakk er krónískur sjúkdómur sem orsakast af því að frumur úr innra lagi legsins finn- ast á öðrum stöðum í kviðarhol- inu en legholinu. Sjúkdómurinn er meðfæddur og virðist að verulegu leyti háður erfð- um. Einkennin eru mikill sárs- auki við blæð- ingar, sársauki við egglos, verk- ir í kviðarholi á milli blæðinga, verkir við sam- farir, þvaglát og hægðir, ófrjó- semi og erfið- leikar á meðgöngu og við fæðingu. Talið er að um tvö til fimm pró- sent íslenskra kvenna þjáist af leg slímuflakki. Af því leiðir að á hverjum tíma eiga nokkur hundruð konur í vanda vegna sjúkdómsins. Fram kemur í greinargerðinni að ranghugmyndir hafi lengi verið ríkjandi um legslímuflakk og upp- lýsingagjöf villandi. Í framhaldi fullyrðingar um ráðleggingar lækna um þungun er á það bent að meðganga, líkt og hormónameðferð, geti dregið tímabundið úr einkenn- um en lækni ekki sjúkdóminn. Þá segir að heilbrigðisstarfsfólk skorti upplýsingar og þekkingu á legslímuflakki og er lagt til að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir fræðslu um sjúkdóminn. - bþs Læknar hafa ráðlagt konum að verða barnshafandi til að losna við sjúkdóm: Ranghugmyndir um legslímuflakk EYGLÓ HARÐARDÓTTIR VIÐSKIPTI Pósthúsið í Garðabæ fékk í byrjun árs vottun sam- kvæmt ISO 9001:2008. Staðallinn tekur til stjórnunar á gæðum og verkferlum, stjórn rekstrar, mannauðs, samskipta við birgja og þjónustustigs. Til dæmis felst í honum að starfs- menn séu virkir þátttakendur í umbótaferlum, deili þekkingu sín á milli og ræði vandamál sín hindrunarlaust. Haft er eftir Hannesi A. Hannes syni, framkvæmdastjóra Pósthússins, að vottunin og ferlið í kringum hana sé eðlilegt fram- hald af því starfi sem unnið hafi verið innan fyrirtækisins. - jab Pósthúsið fær gæðavottun: Deila þekkingu sín á milli FARIÐ MEÐ PÓST Pósthúsið hefur fengið gæðavottun sem tekur til ýmissa þátta í rekstri. SLYS Líðan dansarans Steve Lorenz, sem lenti í alvarlegu slysi á æfingu Íslenska dansflokksins á föstudag, er óbreytt. Honum er enn haldið sofandi í öndunarvél. Slysið varð með þeim hætti að við spunaæfingu á sirkustengdu dansverki var einn dansarinn að nota band sem fyrir slysni hertist að hálsi Steve. Í kjölfarið missti hann meðvitund og þurfti öndun- araðstoð í framhaldi. „Þetta er mjög óvanalegt dansslys, en þetta sirkustengda dansverk skýrir það,“ segir Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins. „Honum er haldið sofandi til að takmarka skaða vegna súrefnisskorts. Þetta eru mjög færir læknar og það er bara verið að útiloka allt eins og reglur segja til um.“ Steve var fluttur á gjörgæsludeild Landspítal- ans, þar sem honum er haldið sofandi á gjörgæslu- deild. Steve er frá Þýskalandi og er fastráðinn dansari í Íslenska dansflokknum. Hann er búsettur hér á landi ásamt íslenskri sambýliskonu sinni, sem er einnig fastráðinn dansari í dansflokknum. Sýningu á Ofviðrinu var frestað vegna slyssins, en ekki er fyrirhugað að fresta fleiri sýningum. Nýr dansari mun leysa Steve af tímabundið. - sv Alvarlegt slys á æfingu á sirkustengdu atriði Íslenska dansflokksins á föstudag: Enn haldið sofandi í öndunarvél STEVE LORENZ Steve gekk til liðs við Íslenska dansflokkinn árið 2002 og var fastráðinn árið 2003. Unnusta hans er einnig fastráðinn dansari við flokkinn. MYND/CARINA MUSK-ANDERSEN HEILBRIGÐISMÁL Ástand konunnar sem lögð var inn á gjörgæsludeild Landspítalans með svínaflensu fyrir helgi er svipað og það var fyrir helgi, samkvæmt upplýsing- um frá lækni á gjörgæsludeild. Ástand hennar er stöðugt en hún er ennþá alvarlega veik. Samkvæmt upplýsingum á vef Landlæknis var konan með und- irliggjandi áhættuþætti sem auka líkur á alvarlegum veikindum af völdum inflúensunnar. Hún var hins vegar við góða heilsu áður en hún smitaðist af inflúensunni. - jhh Alvarlegt tilvik svínaflensu: Konan er enn alvarlega veik FRÉTTASKÝRING Hver er afstaða samtaka sem tengd eru atvinnulíf- inu til fyrirhugaðrar uppstokkunar á ráðuneytum? Mikil andstaða er við það innan samtaka sem tengd eru atvinnulífinu að auðlindamál verði flutt yfir í umhverfisráðuneytið við fyrirhug- aða uppstokkun á ráðuneytum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var þessi andstaða látin skýrt í ljós á fyrsta fundinum í samráðsferli stjórnvalda og átta samtaka atvinnurekenda á föstudag. Fundar- menn sem Fréttablaðið ræddi við voru flestir á því að búið væri að ákveða stóru drættina í sameiningarmálunum, en enn væri möguleiki að hafa áhrif á útfærslu. Samkvæmt samstarfsyfirlýsingu ríkis- stjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna stendur til að sameina iðnaðarráðu- neytið, landbúnaðarráðuneytið og sjávar- útvegsráðuneytið í eitt ráðuneyti; atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytið. Samhliða því áforma stjórnvöld að færa auðlindamál, sem nú heyra undir iðnaðar- ráðuneytið, til umhverfisráðuneytisins. Í því felst meðal annars að ákvarðanir um nýtingu verði teknar í umhverfisráðuneyt- inu, og að stofnanir á borð við Hafrannsókna- stofnun og Matís muni heyra undir það ráðuneyti í stað tilvonandi atvinnuvega- ráðuneytis. Á fundinn á föstudag mættu fulltrúar Samtaka atvinnulífsins, Landssambands íslenskra útvegsmanna, Bændasamtaka Íslands og Samtaka iðnaðarins auk annarra samtaka sem tengjast atvinnulífinu. Mikill vilji var til þess meðal fundar- manna að taka þátt í samráðsferli, og verður næsti fundur væntanlega haldinn í dag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins virtust fundarmenn sammála í andstöðu sinni við að auðlindamálin yrðu færð undir umhverfisráðuneytið. Skiptar skoð- anir voru hins vegar um sameiningu sjávarútvegs-, landbúnaðar- og iðnaðar- ráðuneytis í eitt ráðuneyti. Vilja ekki auðlindamálin yfir í umhverfisráðuneytið Skiptar skoðanir eru innan samtaka sem tengd eru atvinnulífinu um sameiningu ráðuneyta í atvinnuvega- ráðuneyti. Almenn andstaða virðist vera í atvinnulífinu um færslu auðlindamála til umhverfisráðuneytis. HAFRANNSÓKNIR Verði auðlindamál færð til umhverfisráðuneytisins munu stofnanir á borð við Hafrannsókna- stofnun Íslands og Matís flytjast þangað. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHLEM Frekari uppstokkun á ráðuneyt- um er ekki brýnasta verkefnið sem ríkisstjórnin stendur frammi fyrir, segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Ögmundur vill forgangsraða öðruvísi í starfi stjórnvalda og bíða með umræður um samein- ingu ráðuneyta í eitt atvinnu- vegaráðuneyti, þótt hann styðji flutning auðlindamála til umhverfisráðuneytisins. Kenningar hafa verið uppi um að forystumenn ríkisstjórnarinn- ar vilji fara í sameiningu ráðu- neytanna sem fyrst þar sem þar með muni Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, hverfa úr ríkisstjórn. Hann hefur að mati margra samráðherra verið óþægur ljár í þúfu við aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Ögmundur segist ekki vilja dæma um hvort fyrirhugaðri uppstokkun á ráðuneytum sé beint gegn Jóni. „En því er ekki að neita að í huga margra er tenging þarna á milli, við verðum að horfa raunsætt á það.“ Hann segir ljóst að miklar deilur séu um Evrópumálin innan Vinstri grænna. Tengist uppstokkun ráðuneyta inn í þau mál eigi að stíga varlega til jarðar. Ekki brýnasta verkefni ríkisstjórnarinnar Bændasamtökin og útvegsmenn eru alfarið á móti sameiningu þessara ráðu- neyta. Skiptar skoðanir eru innan aðildar- félaga Samtaka atvinnulífsins og hafa samtökin sem slík ekki myndað sér skoðun. Innan annarra samtaka úr atvinnulífinu er almennt stuðningur við slíka sameiningu. brjann@frettabladid.is Hefur þú verið bólusett(ur) við svínaflensu? Já 53,9% Nei 46,1% SPURNING DAGSINS Í DAG Tekur þú mark á spádómum dýra um úrslit íþróttaleikja? Segðu þína skoðun á visi.is SPIL Einn heppinn lottóspilari var með allar tölur réttar í lottó- útdrætti kvöldsins og er rúmum 17,2 milljónum króna ríkari fyrir vikið. Vinningsmiðinn var seldur í Tvistinum í Vestmannaeyjum. Þá var einn með fjórar tölur réttar auk bónustölunnar. Sá miði var seldur í Kaupvangi á Egils- stöðum. Hann fær tæpar 292 þús- und krónur í sinn hlut. - jhh Vann 17 milljónir í Lottó: Var með allar tölur réttar KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.