Fréttablaðið - 24.01.2011, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 24.01.2011, Blaðsíða 14
14 24. janúar 2011 MÁNUDAGUR Viðfangsefni jafnaðarmanna um allan heim er að tryggja jafnrétti kynslóðanna til auð- lindanýtingar, afnema órétt og ójöfnuð og virða mannréttindi. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna stendur núna frammi fyrir sögulegu tækifæri til að afnema þann órétt og ójöfn- uð sem hlotist hefur af núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Í 28 ár hafa byggðir landsins liðið fyrir afleiðingar fiskveiði- stjórnunarkerfis sem upphaflega var sett á til bráðabirgða og átti að endurskoðast fáum árum síðar. Síðan hafa aflaheimildir safnast á fárra hendur , útgerðarfyrir- tæki stækkað, sameinast og fært út kvíar með sókn á erlend mið og markaði. Fiski sem veiddur er í íslenskri lögsögu er í auknum mæli landað í erlendum höfnum þaðan sem hann fer inn í erlendar fiskvinnslustöðvar og skapar þar bæði verðmæti og atvinnu. Hér heima hafa byggðirnar misst frá sér veiðiheimildir, fiskvinnslufyrirtækjum fækkar og byggðarlögin sem áður byggðu atvinnu- og verðmæta- sköpun á útgerð og fiskvinnslu, standa margar eftir eins og fiður- lausir fuglar: Samfélög í sárum sérhagsmuna gæslunnar. Arður- inn hefur að mestu runnið inn í útgerðina sjálfa, sem á sama tíma hefur skuldsett greinina upp í rjáfur. Á sama tíma hefur tangarhaldið á sjálfri auðlindinni harðnað. Kvótahafarnir, sem upphaflega fengu veiðiheimildir sínar fyrir ekkert, hafa gerst lénsherrar í kerfi þar sem enginn nýliði á sér innkomu von, nema gerast leiguliði forréttindahópsins sem fyrstur fékk gæðunum úthlutað. Kerfið sem upphaflega átti í orði kveðnu að stuðla að sjálf- bærri nýtingu fiskistofna og verðmætasköpun varð með tím- anum uppspretta gífurlegrar verðmætasóunar á hafi úti með brottkast og hráefnissóun, sér- hagsmunagæslu, misréttis, stétta- skiptingar innan greinarinnar og byggðaröskunnar. Mörg þús- und störf hafa farið forgörðum í nafni rekstrarhagræðingar og hagkvæmni innan greinarinnar. Sérhagsmunirnir fengu byr undir vængi á kostnað samfélagslegra gilda. Þetta er óréttlætið sem jafnaðar menn vilja leiðrétta. Og við erum svo sanngjörn að við viljum gefa stórútgerðinni rúman aðlögunartíma, allt að tuttugu árum. En þó að krafan sé hófsöm og sanngjörn – eða kannski einmitt vegna þess – þá verður ekki frá henni vikið. Við getum ekki vikið frá þeim sanngjörnu markmiðum að tryggja varanlegt eignarhald og fullt forræði þjóðarinnar yfir auðlindum hafsins: Að taka þjóð- hagslega hagkvæmni fram yfir sérhagsmuni, tryggja sjálfbæra nýtingu fiskistofnanna; koma á jafnræði við úthlutun veiðiheim- ilda og þar með atvinnufrelsi í samræmi við álit mannréttinda- nefndar SÞ. Með heilbrigðum leikreglum og gagnsæi í kerfinu vilja íslenskir jafnaðarmenn efla atvinnulíf og bæta lífsafkomu fólks í byggðum landsins, og eyða um leið hinni margumtöluðu óvissu í sjávar- útveginum til framtíðar. Þetta eru markmiðin sem máli skipta. Hugtök og nafngiftir á útfærsluleiðum – fyrning, inn- köllun/endurúthlutun, samnings- leið, tilboðsleið – skipta litlu máli ef við náum því sem að er stefnt. Ef ég væri skapari nýs fisk- veiðistjórnunarkerfis þá myndu mínar forsendur líta svona út: 1) Hið skýra ákvæði fiskveiði- stjórnunarlaga um að fiskveiði- auðlindin sé sameign íslensku þjóðarinnar og að nýting hennar myndi ekki eignarrétt yrði fest í stjórnarskrá. 2) Nýting og umgengni okkar við fiskveiðiauðlindina héldist í hendur við aðra auðlindanýtingu með tímabundnum afnotarétti og sjálfbærri nýtingu. 3) Allar aflaheimildir yrðu inn- kallaðar í auðlindasjóð og þær leigðar þaðan á grundvelli leigu- samnings þar sem kveðið er á um réttindi og skyldur leigutakans (útgerðarinnar) og leigusalans (auðlindasjóðsins/ríkisins). 4) Leigugjaldið yrði árleg greiðsla (ekki eingreiðsla fyrir langtímasamning). Þar með væri hægt að endurskoða samningana ef ekki er staðið við skilmála og bregðast við breyttum forsend- um. Leiguverð aflaheimilda ætti sér stað með uppboði/verðtilboð- um samkvæmt nánari útfærsl- um. 5) Tekjunum sem rynnu í auð- lindasjóðinn yrði varið til sam- félagslegra verkefna á borð við atvinnueflingu, rannsóknir í sjávar útvegi og eflingu byggða. 6) Til greina kæmi að núver- andi kvótahafar fengju við fyrstu úthlutun forleigurétt að umtals- verðum hluta aflaheimildanna – en því aðeins að veiðiheimildirn- ar verði innkallaðar allar á einu bretti og á forsendum skýrra skil- mála í leigusamningi um tíma- bundna nýtingu. 7) Í hinu nýja kerfi þarf að gæta vel að byggðasjónarmiðum og nýliðunarmöguleikum. Ég tel að samhliða því þurfi að gefa hand- færaveiðar frjálsar við strendur landsins. 8) Leiguúthlutun aflaheimilda miðist við magn en ekki hlutdeild. Við fyrstu úthlutun mætti miða við leyfilegt aflamagn yfirstand- andi fiskveiðiárs. Viðbótarveiði- heimildir, t.d. vegna stækkunar fiskistofna, rynnu þá beint í auð- lindasjóðinn en ekki til útgerðar á grundvelli hlutdeildarkerfis. Með þessu næðist margvís- legur ávinningur: Samræmi við aðra auðlindanýtingu og betri umgengni um auðlindina. Þjóð- in sjálf nyti arðs af auðlind sinni. Tekjur rynnu í ríkissjóð. Rekstrar- öryggi útgerðar yrði tryggara, fjárfestingarþörf minni og áætl- anagerð auðveldari. Leiguliða- kerfi stórútgerðarinnar yrði úr sögunni, kvótabraskið sömuleiðis. Skuldsetning í sjávarútvegi myndi minnka. Atvinnuöryggið ykist í byggðum landsins og minni hætta yrði á byggðaröskun. Skerpt yrði á réttindum og skyldum hjá bæði útgerð og hinu opinbera gagnvart auðlindanýtingunni. Möguleikar myndu aukast á nýliðun og jafn- ræði. Verðmyndun aflaheimilda yrði eðlileg. Þetta er að mínu mati mikilvæg- asta verkefnið í atvinnumálum, byggðamálum og til lengri tíma í efnahagsmálum þjóðarinnar. E ndu rsko ð u n f i sk veið i - stjórnunar kerfisins er hluti af endurreisn samfélagsins. Íslenskir jafnaðar menn geta ekki staðið hjá við uppbyggingu atvinnuveganna og ofurselt þá tilviljanakenndum markaðslögmálum. Nógu lengi hefur sú vegferð staðið og afleið- ingar hennar of dýru verði keypt- ar. Lærum af sögunni. Látum ekki sögulegt tækifæri renna okkur úr greipum. Eitt af þeim verkum sem unnin eru í lok hvers árs er frágang- ur fjárhagsáætlana sveitarfélaga. Á þessu var ekki undantekning á liðnu ári. Það sem einkenndi þessi vinnu nú var annars vegar svartsýni og hins vegar sjálfumgleði. Svartsýni um afkomu ársins 2011 en um leið sjálfumgleði sveitarstjórnarmanna sem mér virðast upp til hópa full- vissir um að allt hafi verið í stak- asta lagi varðandi stjórnsýslu á sveitarstjórnarstiginu undan farin ár. Kæruleysi í fjármálastjórn Það þarf ekki að skyggnast langt undir yfirborðið til að sjá að margt fór úrskeiðis við fjármálastjórnina hjá sveitarstjórnum þessa lands á síðasta kjörtímabili. Allmörg dæmi eru um sveitarstjóra- eða bæjarstjóraskipti og eins má nefna borgarstjóraskipti. Í engu þessara tilfella virtist það skipta nokkru máli hvort einn, tveir eða jafn- vel þrír væru á launaskrá vegna sama starfs á sama tíma. Mála- myndagjörningar í starfsmanna- málum sem leiddu til margra mán- aða launagreiðslna í hverju tilviki þóttu ekki tiltökumál. Sala á eign- um sveitarfélaga og óhagstæðir leigusamningar í kjölfarið, jafn- vel leigusamningar þar sem leigan var gengistryggð, litu dagsins ljós. Skipulagning nýrra lóða á suðvestur- horninu með tilheyrandi kostnaði, svo mikils fjölda að á þeim hefði mátt byggja hús fyrir margfalt fleiri en líklegt var að sæktust eftir húsnæði. Lóðir fyrir verslunar- og skrifstofuhúsnæði sem engin þörf var fyrir. Það sem hér er talið upp er aðeins það sem flaug í gegnum huga mér þegar ég setti þessi orð á blað, margt er sjálfsagt ótalið í þessum efnum. Þrátt fyrir þetta nefna sveitar- stjórnarmenn aldrei einu orði að eitthvað sé að á þeirra vettvangi, hvað þá að þeir hafi gert mistök. Þess í stað klifa þeir á því að ríkið beri ábyrgð á slæmri stöðu sveitar- félaga og með lagasetningu hafi ríkið rétt hlut sinn á kostnað sveitar- félaganna. Í einhverjum tilfellum kann þetta að vera rétt. Það er hins vegar mín skoðun að meginástæðan sé sú að sveitar félögin hafa oftar en ekki látið plata sig í samningum við ríkið. Dæmið sem ég þekki best er þegar rekst- ur grunnskóla var fluttur frá ríki til sveitar félaga árið 1996. Þá tóku sveitar- félögin verkefnið yfir fyrir tekjustofna sem ljóst var að gátu aldrei staðið undir kostnaði við það. Samkvæmt útreikningum Kennara- sambands Íslands á þeim tíma fengu sveitarfélögin einungis rúmlega 60% af því fjármagni sem þurfti til að standa undir rekstri skóla. Það sem verra er, sveitarfélögin vildu ekki meira og mótmæltu harðlega öllum rökum KÍ í þá veru að verk- efninu fylgdu ekki nægir tekjustofn- ar. Þessi staðreynd hefur allar götur síðan leitt það af sér að mörg sveit- arfélög hafa átt í erfiðleikum með að reka skólana. Nú bitnar þetta líka á leik- og tónlistarskólum þar sem sveitar sjóðir eru hvorki hólfaðir niður eftir skólastigum né öðru. Tilviljanakenndur niðurskurður – óraunhæfar kröfur Fjöldi skóla á öllum skólastigum hefur verið lagður niður eða þeir sameinaðir öðrum. Samrekstur leik-, grunn- og tónlistarskóla fær- ist stöðugt í vöxt og oftar en ekki er aðeins horft á fjárhagsleg áhrif en ekki fagleg. Hrikalegur afleik- ur sveitarfélaga við flutning grunn- skólans kemur niður á miklu fleiri þáttum í þjónustu sveitarfélaga en grunnskólanum einum eins og áður var nefnt. Nú er svo komið að flest ef ekki öll sveitarfélög kvarta undan fjárhagslegri byrði af rekstri skóla. Forysta Sambands íslenskra sveitarfélaga krefst þess að lögum verði breytt þannig að hægt sé að skerða þjónustu við nemendur í grunn skólum enn frekar en orðið er. Engin lög vernda hins vegar nemendur leik- og tónlistarskóla og því er hægara um vik að skera niður þar – enda óspart gert. Það væri gott fyrir sveitarstjórnar- menn að leiða hugann að því að börn og unglingar á skólaaldri eru verð- mætasta eign hvers samfélags. Framtíð hvers samfélags bygg- ir á því að þessi verðmæta eign sé varðveitt og að henni hlúð. Frekari skerðing á þjónustu er í senn aðför að einstaklingunum og viðkomandi samfélagi. Staðreyndir málsins eru þær að skerðing á náms- framboði til barna og unglinga kemur til með að hafa áhrif langt inn í framtíðina. Það er marg- sannað að það er mun fljótlegra að rífa mennta- kerfið niður en að byggja það upp aftur. Um það vitnar best reynslan frá árinu 1992 þegar viku- legum kennslustundum var síðast fækkað. Stöðugar kröfur um frekari niðurfærslu launa leik-, grunn- og tónlistarskólakennara með öllum mögulegum og ómögulegum ráðum eru kaldar kveðjur til stéttar sem unnið hefur vinnuna sína af sam- viskusemi við erfiðar aðstæður. Áhugaleysi og lítilsvirðing, hvar er siðferðið? Stéttar sem hefur í ofanálag verið samningslaus í eitt og hálft ár vegna þess að sveitarfélögin hafa neitað að koma til móts við kröfur um lítilsháttar lagfæringu allra lægstu launa. Þessi sama stétt hefur misst allar yfirvinnu tekjur en um leið tekið á sig stöðugt aukið vinnuálag, enda ber hún hag barna og unglinga fyrir brjósti og er til- búin að ganga langt til að verja hagsmuni þeirra. Gleymum því heldur ekki að kennarar hafa tekið á sig og munu taka á sig miklar gjaldskrárhækkanir sveitar félaga á næstu mánuðum. Það er því vægt til orða tekið þegar sagt er að sveitar stjórnarmenn sýni hags- munum nemenda áhugaleysi og starfsfólki skólanna lítilsvirðingu með framgöngu sinni. Mér hefur þótt það svolítið merki- legt að hlusta á sveitarstjórnarmenn lýsa áhuga sínum á því að yfirtaka málefni fatlaðra eins og raunin varð um áramótin. Sveitarfélög sem ráða ekki við lögbundin verkefni sín virðast telja það mikilvægast að fá fleiri verkefni til að fást við. Nokk- uð sérkennileg staðreynd. Ég hef ekki kynnt mér samning ríkis og sveitarfélaga vegna þessara mála en vona innilega að hann sé betur ígrundaður en samningurinn vegna grunnskólans forðum daga. Ég held hins vegar að full ástæða sé fyrir þá sem að þeim málum vinna að vera vel á verði. Sporin hræða í þessum efnum. Íslenskir jafnaðar- menn geta ekki staðið hjá við uppbygg- ingu atvinnuveganna og ofurselt þá tilviljana- kenndum markaðs- lögmálum. Nógu lengi hefur sú vegferð staðið og afleiðingar hennar of dýru verði keyptar. – Lifið heil Lægra verð í Lyfju www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 30 11 1 2/ 11 15% afsláttur af öllum Nicorette vörum í janúar Nicorette Fruitmint 2mg 210 stk. 4.975 kr. 4.229 kr. Nicorette Freshmint 2mg 210 stk. 5.670 kr. 4.819 kr. Stundin er runnin upp Sjávarútvegur Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður Samfylkingarinnar Sveitarstjórnir að ganga af göflum? Sveitarstjórnir Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambands Íslands Ennþá virðist sá misskilningur vera fyrir hendi að orkuauð- lindir þjóðarinnar séu að ein- hverju leyti í einkaeigu. Það er rangt og var sérstaklega tryggt í löggjöf árið 2008. Umræðan um orkuauðlindirnar á hins vegar að snúast um nýtingu þeirra. Ég tel ekki sjálfgefið að opinberir aðilar sjái um nýtingu á orkuauðlind- um eða öðrum auðlindum eins og til dæmis auðlindum sjávar. Það væri óskynsamlegt að stofna Útgerðarfélag Ríkisins sem sæi um þorskveiðar í Faxaflóa, og því er það ekki sjálfgefið að best væri að opinberir aðilar sjái um að bora eftir jarðgufu við Svarts- engi. Miklu betri leið til að tryggja almannahagsmuni er að stytta lengd nýtingarsamninga við einka- aðila niður í 35 ár í stað 65 ára, og að tryggja að þjóðin fái góðan arð af nýtingu auðlindanna. Þannig á að nálgast samningaviðræður við HS Orku en alls ekki að fara í eignarnám. Það er nefnilega svo að eignarhald orkuvinnslunnar eitt og sér tryggir hvorki að arður af auðlindunum renni til þjóðarinn- ar, né að fylgt sé orkunýtingar- stefnu með almannahagsmuni að leiðarljósi. Þá er líka ósvarað hvort æskilegt sé að skattgreiðendur skuli bera áhættu af fjárfestingu í orkuvinnslu fyrir stöku stóriðju- verkefni. Lykilatriðið á að vera þetta: Við eigum að tryggja þjóðinni eðlileg- an arð af nýtingu auðlindanna og ef einkaaðilar sjá um nýtinguna eru þeir einungis með tímabund- inn nýtingarrétt til 35 ára. Slík- ar reglur eiga að gilda hvort sem um er að ræða jarðgufu, vatnsfall eða fisk í sjó. Þannig eigi að gilda sömu reglur um orkuauðlindir og auðlindir sjávar. Auðlindir og eignarnám Auðlindir Magnús Orri Schram alþingismaður Samfylkingarinnar Sveitarfélög- in hafa oftar en ekki látið plata sig í samningum við ríkið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.