Fréttablaðið - 24.01.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.01.2011, Blaðsíða 8
8 24. janúar 2011 MÁNUDAGUR Frummælendur Halldór Hermannsson, skipstjóri, Ísafirði Guðmundur Gunnarsson, formaður RAFÍS Landinn: ESB og fólkið í landinu Hádegisfundur Evrópuvaktar Samfylkingarinnar á Kaffi Sólon þriðjudaginn 25. janúar kl. 12–13. xs.isAllir velkomnir Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is FJÖLNOTAPAPPÍR25 afsláttur í janúar með 25% afslætti 2.996kr5x500 blöð A4 3.995kr FRÉTTASKÝRING Er stóriðjufyrirtækjum treystandi til að gera eigin mengunarmælingar? Félagið Umhverfisvaktin við Hval- fjörð skorar á Umhverfisstofnun að endurskoða starfsleyfi stóriðju- fyrirtækjanna á Grundartanga. „Þetta er með það fyrir augum að færa ábyrgð á framkvæmd mengunar mælinga frá stóriðju- fyrirtækjunum til óháðra opinberra aðila,“ segir í yfirlýsingu. Félagið telur að mælingarnar séu ekki trúverð- ugar „ef hinn mengandi aðili“ sér sjálfur um þær. Stefán Gísla- son, umhverfis- stjórnunarfræðingur hjá Umís ehf. Environice, telur ekki auðvelt að breyta fyrirkomulaginu. Hins vegar þyrfti að gera meiri kröfur um framkvæmdina og bæta eftir litið, þar með talið skoðun á niður stöðum mælinga og viðbrögð ef um frávik er að ræða. „Opinberar eftirlits- stofnanir eiga að mínu mati að vera mun ákveðnari en þær eru varðandi kröfur um framkvæmd mælinga, duglegri við að koma í óundirbúið eftirlit til að geta staðið menn að verki ef rangt er mælt, meðal ann- ars með stikkprufum – og að síðustu miklu harðari í horn að taka ef skil- yrðum er ekki fullnægt.“ Stefán segir að mengunar- mælingar séu í eðli sínu svipað- ar bókhaldi fyrirtækja. „Fyrir- tækjunum er skylt, samkvæmt lögum, reglugerðum eða ákvæðum í starfsleyfum, að halda bókhald um ákveðna þætti og skila því til eftirlitsaðila, hvort sem hann heitir Heilbrigðiseftirlit, Umhverfisstofn- un eða Ríkisskattstjóri. Mikið af þessum bókhaldsgögnum verður til með þeim hætti, að eðlilegast og ein- faldast er að haldið sé utan um þau innan fyrirtækisins. Öðrum þáttum er auðveldara að úthýsa, til dæmis mælingum á flúor í gróðri eða bein- um dýra,“ segir Stefán. Í tilviki iðjuveranna á Grundar- tanga, og þá Norðuráls þegar rætt er um flúor, sér utanaðkomandi aðili um mengunarmælingar. Sá er þó ekki alveg óháður iðjuverinu því fyrirtækið greiðir fyrir mæl- ingarnar eins og hverja aðra verk- takavinnu. Hins vegar fer greining sýna gjarnan fram hjá óháðri opin- berri stofnun hérlendis eða erlendis, á kostnað iðjuversins. „Ég hygg að aðalrökin fyrir því fyrirkomulagi sem viðhaft er varð- andi mengunarmælingar frá meng- andi starfsemi, þar með talið frá iðjuverum á Grundartanga, séu þau að með þessu sé ábyrgð á fram- kvæmd og fjármögnun tryggð, og tengd með besta mögulega hætti. Ég treysti þessum fyrirtækjum til að sjá um þessi mál, að því tilskildu að regluverkið og eftirlitsaðilar veiti það aðhald sem þeim ber að veita.“ svavar@frettabladid.is Eftirlit með mengun talið vera óskilvirkt Umhverfisvaktin við Hvalfjörð efast um að stóriðjunni sé treystandi til að gera eigin mengunarmælingar. Sérfræðingur telur hins vegar að fyrirtækjunum sé treystandi en eftirlitsstofnanir megi gera meiri kröfur og bæta eftirlit sitt. STEFÁN GÍSLASON GRUNDARTANGI Umhverfisvaktin við Hvalfjörð efast um að stóriðjufyrirtækjum sé sjálfum treystandi fyrir mengunarmælingum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SAMFÉLAGSMÁL Misskipting milli íslenskra barna er í minna lagi í samanburði við önnur OECD- lönd að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá Unicef, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Þar er Ísland í næstefsta hópi ásamt Noregi, Svíþjóð og Írlandi, en í efsta hópnum eru Danmörk, Finnland, Holland og Sviss. Skýrslan ber yfirskriftina „Börn skilin útundan“ og er mark- miðið með henni að varpa ljósi á misskiptingu í heilbrigði, mennt- un og efnislegri velferð. Jöfnuður mælist verulegur að flestu leyti meðal íslenskra barna, en í samanburði við önnur lönd má sjá neikvæðari útkomu í sjálfsmati barna á eigin heilsu auk þess sem neysla þeirra á ávöxtum og grænmeti lækkar stöðu þeirra. „Aðaláherslan er á að greina hvar þau börn eru sem hafa það verst,“ segir Stefán Ingi Stefáns- son, framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi, og segir skýrsluna mikil- vægt greiningartæki. Hann segir þó að þetta sé fyrsta skýrslan af þessari tegund. „Þess vegna sjáum við ekki enn neina þróun, en þetta er mikilvægt sem fyrsta skrefið til að greina mismunun milli barna.“ - þj Ný skýrsla frá Unicef varpar ljósi á stöðu barna í löndum OECD: Greinir misrétti milli barna TÍMAMÓTASKÝRSLA Stefán Ingi Stefánsson fer yfir skýrsluna með gestum málþings þar sem niðurstöður hennar voru ræddar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SAMGÖNGUMÁL Ekki er ástæða til að gera breyt- ingar á umferðarljósum við Snorrabraut, þar sem banaslys varð skömmu fyrir jól. Þetta er niðurstaða athugunar Reykjavíkurborgar. Stefán Agnar Finnsson, deildarstjóri á umhverfis- og samgöngusviði borgarinnar, segir að sérfræðingar hafi verið fengnir til að athuga ljósin eftir banaslysið í desember. Þá var ekið á gangandi vegfaranda sem lést. „Niðurstaðan var að þarna væri ekkert óeðli- legt,“ segir hann. Hins vegar sé málið rann- sakað af rannsóknarnefnd umferðarslysa og ef þaðan berist athugasemdir vegna ljósanna verði það skoðað. Þá hafi verið ákveðið að láta gönguljós af stað sjálfkrafa allan sólarhring- inn, svo ekki þurfi að ýta á takka. Starfsmenn í Draumalandi, frístunda- heimili Austurbæjarskóla, hafa kvartað yfir gönguljósunum bæði við lögreglu og borgina. „Við förum með tíu til tuttugu krakka fjóra daga vikunnar þarna yfir,“ segir Andrés Úlfur Helguson, verkefnastjóri Draumalands. Farið er með börnin yfir götuna á gæsluvöll sem er hluti af aðstöðu frístundaheimilis- ins. Andrés segir börnin aldrei komast alla leið yfir götuna á grænu gönguljósi. Hann segir umferðaræðina yfir Snorrabrautina hafa verið foreldrum áhyggjuefni, enda eigi mörg börn sem sæki Austurbæjarskóla heima í Norðurmýrinni. Þeim sé fylgt yfir götuna á leið sinni heim úr Draumalandi vegna þessa. - þeb Reykjavíkurborg lét rannsaka ljósin eftir að banaslys varð við Snorrabraut í desember: Umferðarljósunum verður ekki breytt SNORRABRAUT Umferðarljósin við Snorrabraut og Bergþórugötu voru skoðuð í kjölfar banaslyssins í desember en ekki þykir ástæða til að breyta þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 1 Hvað heitir Selurinn í Vest- mannaeyjum sem spáir fyrir um úrslit í HM í handbolta? 2 Hvað heitir danski stórleikarinn sem leikur í sjónvarpsþáttaröðinni Pressu? 3 Íslenskur jarðfræðingur var á dögunum sæmdur doktorsnafnbót í heiðursskyni við Háskóla Íslands. Hvað heitir hann? SVÖR Varað við umferð hreindýra Vegagerðin og Náttúrustofa Austur- lands vilja vara vegfarendur sem leið eiga um Austurland við mikilli umferð hreindýra, sérstaklega á Fagradal. Hætta á árekstrum við hreindýr er mest í skammdeginu og þegar hálka og skafrenningur gera aðstæður erfiðar. AUSTURLAND Hnífamaður handtekinn Lögreglan handtók mann sem var vopnaður hnífi í miðborginni í fyrri- nótt. Maðurinn hafði gengið um og sveiflað hnífnum. Var vegfarendum brugðið yfir athæfinu. Maðurinn var að sögn lögreglu í annarlegu ástandi og gat ekki skýrt hegðun sína. Hann fékk að gista í fangaklefa. Þá fékk lögreglan fjölda tilkynninga um líkamsárásir, hávaða og eignaspjöll. Enginn hafði þó verið handtekinn í gær vegna þess. LÖGREGLUFRÉTTIR 1. golli 2. Bjarnie Henriksen 3. Dr. Haraldur Sigurðsson SJÁVARÚTVEGUR Stóraukið magn makrílafla Íslands á síðasta ári fór í frystingu miðað við árið 2009. Í skýrslu sjávarútvegsráðuneyt- isins kemur fram að 60 prósent af þeim 110.000 tonnum sem veidd- ust voru fryst en 40 prósent fóru í bræðslu. Til samanburðar fóru 80 prósent af aflanum árið 2009 í bræðslu. Þessi þróun er í samræmi við sameiginlega stefnu stjórnvalda og Landssambands íslenskra útgerðarmanna um að hærra hlut- fall aflans fari til manneldis og segir í skýrslunni að vonir séu bundnar við að hlutfallið verði enn hærra á komandi árum. Ráðuneytið ákvað á dögunum að makrílkvóti ársins í íslenskri lög- sögu yrði 147.000 tonn, en það er í óþökk Noregs og ESB. - þj Skýrsla um makrílveiðar: Hærra hlutfall til manneldis VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.