Fréttablaðið - 24.01.2011, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 24.01.2011, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 24. janúar 2011 11 - vélar Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0000 · www.aflvelar.is - sala - varahlutir - þjónusta SKAKKI SÚKKULAÐITURNINN Mirco Della, ítalskur súkkulaðimeistari, vand- ar sig við að búa til líkan af Skakka turninum í Písa fyrir sýningu í Hong Kong. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Forsvarsmenn fjármála- fyrirtækisins Stefnis hafa ekki lokið fjármögnun á kaupum á 52,4 prósenta hlut Seðlabankans í Sjóvá. Kaupverð hlutarins nemur 4,9 milljörðum króna. Viðræður eru hafnar við helstu viðskiptavini fjármálafyrirtækisins. Gert er ráð fyrir því að þær muni standa yfir næstu vikurnar. Gangi allt eftir mun eignar- hlutur Stefnis í Sjóvá heyra undir sjóðinn SF1 og verða engar aðrar eignir í honum. Ekki stendur til að kaupa meira í tryggingafélaginu. Gert er ráð fyrir því að kaupin verði innsigluð á vordögum. Líf- eyrissjóðir eru að mestu viðskipta- vinir Stefnis auk fagfjárfesta. Sjóvá var sett í söluferli í jan- úar í fyrra og var SF1 hluti af hópi fjárfesta sem lagði tilboð í félagið í fyrra. Hópurinn sagði sig frá ferlinu í lok nóvember og tóku forsvarsmenn SF1 upp þráðinn í desember síðastliðnum, að sögn Sigþórs Jónssonar, forstöðumanns Stefnis. Fram kom í tilkynningu frá Seðlabankanum í gær að miðað við kaupverðið næmi heildarverðmæti Sjóvár 9,4 milljörðum króna. Það er 2,2 milljörðum minna en ríkissjóð- ur lagði til tryggingafélagsins til að forða því frá þroti vorið 2009. - jab AÐALSTÖÐVAR SJÓVÁR Viðræður standa yfir um fjármögnun kaupa á helmings- hlut í Sjóvá. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Viðræður við væntanlega eigendur tryggingafélagsins Sjóvár eru ekki hafnar: Stefnt á að klára kaupin í vor SÓMALÍA Sjórán náðu nýjum hæðum á nýliðnu ári en þá voru 53 skip og áhafnir þeirra tekin yfir af sjóræningjum. Í gögnum Alþjóða siglingamálastofnunar- innar kemur fram að 49 sjórán voru úti fyrir ströndum Sómalíu. Alþjóðlegur floti herskipa kom í veg fyrir að enn fleiri skip væru tekin af sómalískum sjóræn- ingjum sem hafa haldið hafsvæð- inu í herkví um árabil. Um borð í skipunum voru tólf hundruð sjómenn og létu átta þeirra lífið. Kostnaðurinn vegna sjórána við Sómalíu er talinn vera hátt í 200 milljarðar króna. Sá kostnaður er vegna lausnargjalds, hækkandi tryggingargjalda, öryggisbúnað- ar og gæslu. Eins er afar kostn- aðarsamt að forðast sjórán með breyttum siglingaleiðum. - shá Ríflega 50 skipum rænt: Aldrei fleiri sjó- rán en 2010 RÆNT Maran Centaurus gefur hugmynd um þau skip sem rænt er við Sómalíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NÁTTÚRA Súlubyggðin í Eldey er nú sýnileg öllum sem vilja fylgj- ast með henni á vefnum eldey.is. Myndavélum hefur verið komið fyrir í eynni og hægt er að fylgj- ast með fuglunum dag og nótt. Eldey er um 77 metra hár klettadrangur suðvestan við Reykjanes. Á Wikipediu segir að súlubyggðin í Eldey sé ein sú stærsta í heim, með 14 til 18 þús- und pör sem verpa þar ár hvert. - jhh Myndavélar settar upp í Eldey: Súlur á netinu MENNTAMÁL Háskólinn í Reykja- vík brautskráði á laugardag alls 286 nemendur. Heldur fleiri karl- ar en konur útskrifuðust, 160 karlar en 126 konur. Grunnnámi luku 139 en meist- aranámi 82. Þá voru brautskráðir 39 nemendur með diplómagráðu á meistarastigi og 26 með almenna diplómagráðu. Alls útskrifuðust 93 úr tækni- og verkfræðideild, 82 úr viðskiptadeild, 44 úr kennslu- og lýðheilsudeild, 39 úr lagadeild og 28 úr tölvunarfræði- deild. - mþl Nemar útskrifaðir frá HR: Tæplega 300 brautskráðir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.