Fréttablaðið - 24.01.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 24.01.2011, Blaðsíða 34
 24. janúar 2011 MÁNUDAGUR18 BORGARTÚNI 12-14 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 1111 - MYNDSENDIR 411 3071 Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík. Vatnsstígur 4, Laugavegur 33, 33A og 33B og Laugavegur 35, breyting á deiliskipulagi. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Frakkastígsreits, reits 1.172.1 sem markast af Laugavegi, Vatnsstíg, Hverfisgötu og Frakkastíg. Breytingin felst í að gert er ráð fyrir verndun timburhúsa að Laugavegi 33 og 35 og steinhúss að Laugavegi 33B sem snýr gluggahlið að Vatnsstíg (hús með steyptu þaki). Gert verður ráð fyrir að rífa steypta viðbyggingu austan við timburhúsið Laugaveg 33 sem verður fært til austurs sem því nemur. Við Vatnsstíg verður opið svæði til almenningsnota en tilgangur með flutningi hússins er aðallega að tengja þetta svæði betur Laugaveginum. Lóðirnar Laugavegur 33 og 35 verða sameinaðar í eina lóð. Heildarbyggingarmagn á lóðunum er nánast óbreytt, en minnkar þó talsvert ofanjarðar. Aðaluppbyggingin verður bakatil á lóðunum meðan byggingarmagni er haldið í lágmarki næst götu. Eins og í gildandi deiliskipulagi er áfram gert ráð fyrir að húsin að Vatnsstíg 4 og Laugavegi 33A (stendur við Vatnsstíg) víki fyrir nýbyggingu. Samkvæmt deiliskipulagstillögunni skal nýbygging þessi taka mið af hlutföllum húsa andspænis henni við Vatnsstíg og um leið að styrkja götumyndina. Mögulegt verður að gera bílakjallara með aðkomu frá Vatnsstíg. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillagan liggur frammi í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 24. janúar 2011 til og með 7. mars 2011. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs eigi síðar en 7. mars 2011. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 24. janúar 2011 Skipulagsstjóri Reykjavíkur Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið BORGARTÚNI 12-14 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 1111 - MYNDSENDIR 411 3071 Íbúafundur Breyting á aðal- og deiliskipulagi fyrir Vísindagarða HÍ Samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. í skipulagslögum nr. 123/2010 skal kynna skipulagstillögur og forsendur þeirra fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum, á almennum fundi eða á annan fullnægjandi hátt. Þriðjudaginn 25. janúar verður því haldinn kynningar- og samráðsfundur með öllum þeim sem áhuga hafa á breytingum á aðalskipulagi og gerð nýs deiliskipulags á lóð Vísindagarða Háskóla Íslands austan Oddagötu. Fundurinn verður haldinn í stofu 102 á Háskólatorgi og hefst hann kl. 16:45 Fulltrúar frá skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar og skipulagsráðgjafar munu kynna forsendur og markmið þeirrar deiliskipulagstillögu sem unnið er að. Að lokinni kynningu verða umræður um tillögurnar, spurningum svarað og fundarmönnum gefinn kostur á að koma með athugasemdir og ábendingar. Í kjölfar fundarins verður lögð lokahönd á deiliskipulagstillöguna sem lögð verður fram í skipulagsráði og borgarráði til að taka ákvörðun um formlega kynningu. Skipulagsstjórinn í Reykjavík. Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið TilkynningarTilkynningar FORSÍÐA VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MÁ BJÓÐA YKKUR MEIRI VÍSI? m.visir.is Fáðu Vísi í símannog iPad! Meiri Vísir. Úrval afþreyingar, frétta og myndskeiða í margfalt betri upplausn en áður og með góðu aðgengi fyrir allar tölvur og farsíma. Horfðu, hlustaðu og fylgstu með öllu því sem gerist, hvar og hvenær sem er á Vísi. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á nýjum Vísi. Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku. www.frettabladid.is | 512 5000 Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á visir.is eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU GÓÐAR FRÉTTIR FYRIR VESTUR- LAND Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 31 stað á Vesturlandi og 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing. Vesturland Fjöldi lausasölustaða á Vesturlandi Bónus, Akranesi Krónan, Akranesi N1 verslun, Akranesi Olís, Akranesi Samkaup Strax, Akranesi Bónus, Borgarnesi Olís, Borgarnesi Samkaup, Hyrnunni, Borgarnesi Samkaup Úrval, Borgarnesi Munaðarnes, Borgarnesi Samkaup Strax, Bifröst Verslunin Baulan, Borgarfirði Hönnubúð, Reykholti, Borgarfirði Bónus, Stykkishólmi Olís, Stykkishólmi Hrannarbúðin, Grundarfirði Samkaup Úrval, Grundarfirði N1 verslun, Ólafsvík Olís, Ólafsvík Hraðbúð N1, Hellissandi Shell/Vélsmiðja Árna Jóns, Hellissandi Samkaup Strax, Búðardal Bónus, Ísafirði Hamraborg, Ísafirði N1 þjónustustöð, Ísafirði Samkaup Úrval, Ísafirði Olís, Bolungarvík Samkaup Úrval, Bolungarvík Skeljungur, Bolungarvík N1 Flateyri N1 Þingeyri Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU Auglýsingasími

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.