Fréttablaðið - 26.01.2011, Page 4
26. janúar 2011 MIÐVIKUDAGUR4
ÁKVÖRÐUN HÆSTARÉTTAR: Stjórnlagaþingskosningar ógildar
Óðinn Sigþórsson, bóndi í
Einarsnesi við Borgarnes, er einn
kærendanna. Óðinn er formaður
Landssambands veiðifélaga og
varaformaður
Landssamtaka
landeigenda á
Íslandi. Hann
segist aldrei
mundu hafa
lagt fram kær-
una ef hann
hefði talið að
allt hefði farið
fram lögum
samkvæmt.
„Ég er alveg
sáttur við þessa niðurstöðu. Ég tel
að hún sé eðlileg afleiðing af því
hvernig staðið var að þessu,“ segir
Óðinn. „Það er auðvitað algjört
grundvallaratriði þegar menn ætla
að endurskoða stjórnarskrána að
staðið sé að því með þeim hætti
að það sé hafið yfir allan vafa að
lögum sé fylgt.“
GRUNDVALLAR -
ATRIÐI AÐ
LÖGUM SÉ FYLGT
ÓÐINN
SIGÞÓRSSON
Þorgrímur S. Þorgrímsson,
vélvirkja- og rennismíðameistari
í Neskaupstað, er einn kærenda
kosninganna. Hann situr í stjórn
Sjálfstæðisfélags Norðfjarðar. Þor-
grímur vildi lítið tjá sig um málið
við Fréttablaðið að öðru leyti en
því að hann væri ánægður með
úrskurð Hæstaréttar.
„Ég er hæstánægður með
þetta. Maður fer auðvitað ekki
í mál nema til þess að vinna
það,“ segir Þorgrímur. Hann vísar
þá á lögfræðinga sína. Gísli M.
Auðbergsson, lögfræðingur hjá
lögmannsstofunni Réttvísi, var
einn lögfræðinga Þorgríms sem
unnu að málinu. Hann segir dóm
Hæstaréttar vera í algjöru sam-
ræmi við þær kærur sem lagðar
voru fram.
„Annmarkarnir voru það alvar-
legir að það var í raun ekki hægt
að líta framhjá þeim,“ segir Gísli.
„Við sáum aldrei fyrir okkur að
það hefði verið hægt að komast
hjá því að ógilda kosninguna.“
Hann segir það hafa verið rætt
meðal samstarfsmanna sinna að
fyrirkomulag kosninganna hefði
verið í ólagi. „Eins og ég skildi
þetta fannst mönnum þetta vera
meingallað,“ segir Gísli. „Hvort
það væri hægt að hafa þessar
kosningar eitthvað óvandaðri en
aðrar.“
MAÐUR FER EKKI Í
MÁL NEMA TIL AÐ
VINNA
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
13°
3°
1°
-1°
1°
1°
-1°
-1°
20°
6°
12°
4°
21°
-10°
4°
17°
-5°
Á MORGUN
5-10 m/s.
FÖSTUDAGUR
8-15 m/s.
5
5
5
5
6
6
7
8
8
4
2
8
9
6
5
8
6
7
8
4
5
4
4
5
2
6
4 1
-2
-10
3
VÆTUSAMT
VESTRA Það verður
heldur úrkomu-
samt um vestan-
vert landið næstu
daga og líklega
um helgina einn-
ig. Svipað veður
á morgun en fer
hægt kólnandi og á
föstudag má búast
við ákveðinni vest-
anátt með slyddu-
éljum eða éljum.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
Kosningarnar sem fram fóru til
stjórnlagaþings 27. nóvember síð-
astliðinn eru ógildar samkvæmt
ákvörðun Hæstaréttar frá því í
gær.
Þrír kærðu kosninguna til
Hæstaréttar, tveir kjósend-
ur og einn frambjóðandi. Töldu
þeir nokkur atriði í framkvæmd
hennar brjóta í bága við lög.
Í kjölfarið kallaði Hæstiréttur
eftir sjónarmiðum allra aðila
að málinu, kærenda, landskjör-
stjórnar, innanríkisráðuneytisins
og þeirra sem náðu kjöri á þing-
ið, málflutningur fór fram fyrir
dómnum og farið var í vettvangs-
göngu í Laugardalshöll þar sem
talningin fór fram.
Niðurstaðan er sú að Hæsti-
réttur fellst á flest rök kærenda.
Ógildingin byggir á sex atrið-
um sem dómurinn flokkar í ann-
marka og verulega annmarka.
Þeir verulegu lúta að rekjanleika
atkvæðaseðla til kjósenda og því
að frambjóðendur hafi ekki haft
fulltrúa til að gæta réttar síns á
talningarstað.
Stjórnlagaþingskosningin var
frábrugðin hefðbundnum kosn-
ingum á Íslandi að mörgu leyti.
Um var að ræða persónukjör með
522 frambjóðendum, auðkennis-
númer frambjóðenda voru rituð á
kjörseðla en ekki nöfn, velja mátti
fjölda frambjóðenda og talið var
rafrænt. Þetta rekur Hæstiréttur
í niðurstöðu sinni.
„Það fellur í hlut löggjafans að
setja skýrar og ótvíræðar reglur
um framkvæmd opinberra kosn-
inga þar sem tekið er réttmætt
tillit til aðstæðna sem leiða af sér-
stöku eðli þeirra. Það var á hinn
bóginn ekki á færi stjórnvalda að
víkja frá skýrum fyrirmælum
laga um framkvæmd þeirra
vegna fjölda frambjóðenda eða
nýs verklags sem hentugt þótti
vegna rafrænnar talningar
atkvæða.“
Ákvörðunina tóku Hæstaréttar-
dómararnir Garðar Gíslason,
Árni Kolbeinsson, Gunnlaugur
Claessen, Jón Steinar Gunnlaugs-
son, Páll Hreinsson og Viðar Már
Matthíasson. stigur@frettabladid.is
Sex ágallar á kosningunni
Hæstiréttur féllst á flest rök þriggja manna sem kærðu kosningarnar til stjórnlagaþings og úrskurðaði þær
ógildar. Alvarlegustu ágallarnir lúta að rekjanleika kjörseðla og skorti á eftirlitsmönnum á talningarstað.
Rekjanleg atkvæði
Kjörseðlar voru númeraðir, þeim
dreift til kjördeilda í samfelldri núm-
eraröð og eftir að kosningu lauk var
unnt að rekja úr hvaða kjördeild þeir
komu. Þá voru kjósendum afhentir
seðlarnir í númeraröð. Hæstiréttur
segir auk þess að alkunna sé að sú
aðferð sé oft viðhöfð á kjörstað að
stemma af fjölda kjósenda með því
að skrá niður nöfn þeirra í þeirri röð
sem þeir koma. Þetta tvennt gerði
það að verkum að það var „í reynd
afar auðvelt að færa upplýsingar
samhliða nöfnum kjósenda þannig
að rekja mætti til númera seðla sem
þeir höfðu fengið,“ að því er segir í
ákvörðuninni. Þetta brjóti í bága við
ákvæði um kosningaleynd.
Niðurstaða:
Verulegur annmarki á kosningunni.
Óviðunandi kjörklefar
Sextíu sentímetra há pappaspjöld
sem aðgreindu kjósendur uppfylltu
það ekki að geta talist kjörklefar í
skilningi laga og vörnuðu því ekki
með fullnægjandi hætti að menn
gætu séð á kjörseðla annarra.
Niðurstaða:
Annmarki á kosningunni.
Bannað að brjóta saman
Í almennum kosningalögum, sem
vísað er til í lögum um stjórnlaga-
þing, er kveðið á um að kjósandi
skuli brjóta kjörseðilinn saman til
að tryggja leynd um atkvæðið. „Ekki
er í [lögum um stjórnlagaþing] vikið
berum orðum frá þessari reglu svo
einfalt sem það hefði verið ef vilji
hefði staðið til þess við setningu lag-
anna,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar.
Niðurstaða:
Annmarki á kosningunni.
Tveir dómaranna, Garðar Gíslason
og Viðar Már Matthíasson, lýstu sig
ósammála þessari niðurstöðu. Í
kosningalögum sé kveðið á um að
kjósandi skuli brjóta kjörseðil „í sama
brot og hann var í þegar hann tók
við honum“. Í lögum um stjórnlaga-
þing sé hins vegar sérákvæði um
prentun kjörseðla og þar sé ekki gert
ráð fyrir að nokkurt brot skuli vera á
seðlinum.
Ólæstir kjörkassar
Kjörkassarnir uppfylltu ekki skilyrði
laga um að hægt væri að læsa þeim.
„Þá voru kjörkassarnir þeirrar gerðar
að unnt var án mikillar fyrirhafnar að
taka þá í sundur og komast í kjör-
seðla.“ Þetta þykir Hæstarétti til þess
fallið að draga úr öryggi og leynd
kosninganna.
Niðurstaða:
Annmarki á kosningunni.
Talning ekki opin
Landskjörstjórn bar lögum samkvæmt
að leyfa aðgang að talningarstað eftir
því sem húsrúm leyfði og svo fremi
sem reglu væri haldið uppi. Hún
ákvað hins vegar að gera það ekki.
Niðurstaða:
Annmarki á kosningunni
Engir umboðsmenn frambjóðenda
Lögum samkvæmt mega framboð
að jafnaði hafa tvo umboðsmenn
viðstadda talningu, til dæmis í þing-
kosningum. Það lagaákvæði gilti ekki
um þessa kosningu. Hins vegar telur
Hæstiréttur að í þeirri stöðu hefði
landskjörstjórn átt að líta til annars
ákvæðis í kosningalögum sem kveður
á um að séu umboðsmenn ekki
viðstaddir skuli kveðja valinkunna
menn úr sömu stjórnmálasamtökum,
ef unnt er, til að gæta réttar af hendi
listans. „Á grundvelli þessa ákvæð-
is bar landskjörstjórn, að breyttu
breytanda, að kveðja valinkunna
menn til að gæta réttar frambjóðenda
við talningu atkvæða eftir því sem
framkvæmanlegt var með hliðsjón af
rafrænni talningu og öðrum atriðum.“
Þetta telur Hæstiréttur sérstaklega
mikilvægt atriði í ljósi þess að vafi var
um hvernig skilja bæri skrift kjósenda
á 13 til 15 prósentum kjörseðla. „Það
haggar í engu þessari niðurstöðu þótt
fulltrúi innanríkisráðuneytisins, dr.
James Gilmour, hafi fylgst sérstaklega
með talningunni,“ segir Hæstiréttur.
Niðurstaða:
Verulegur annmarki á kosningunni.
Tveir verulegir annmarkar og fjórir minni
KOSNINGIN Meðal annmarka á framkvæmd kosningarinnar voru pappaspjöld sem
aðgreindu kjósendur. Hæstiréttur telur þau ekki geta talist kjörklefar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Skafti Harðarson, rekstrarstjóri hjá
Húsasmiðjunni og frambjóðandi til
stjórnlagaþings, lagði einnig fram
kæru til Hæstaréttar. Skafti bauð
sig fram til
stjórnlagaþings
undir þeim
formerkjum
að þingið og
þau útgjöld
sem því fylgdu
væru fásinna.
Hann segist
afskaplega
ánægður með
niðurstöðuna
en tekur fram að hann sé hins vegar
ekki ánægður með það hversu mikl-
um tíma og peningum sé búið að
eyða í kosningar sem hann telur að
hafi verið fyrir neðan allar hellur.
„Fyrir hönd íslenskra skattgreið-
enda er þetta dapur dagur,“ segir
Skafti. „Ég bauð mig fram undir
þeim formerkjum að þetta væri
óþarft og tengdist hruni ekki á nokk-
urn hátt.“ Hann telur að betra sé að
hafa eytt tímanum og peningunum
í stjórnlagaþing sem hugsanlega
aldrei verði en að halda áfram eins
og ekkert hafi í skorist. „Það eru
engin rök að lög megi brjóta til þess
að spara okkur pening. Það væri nú
einhver fáránlegasta röksemd fyrir
fasisma sem ég hef heyrt.“
DAPUR DAGUR
FYRIR SKATTGREIÐ-
ENDUR
SKAFTI
HARÐARSON
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is