Fréttablaðið - 26.01.2011, Page 6
26. janúar 2011 MIÐVIKUDAGUR6
ÁKVÖRÐUN HÆSTARÉTTAR: Stjórnlagaþingskosningar ógildar
Vilt þú lækka
yfirdráttinn og fá
endur greiðslu vaxta?
Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 444 7000
eða kynntu þér lækkun yfirdráttar og endur greiðslu
vaxta á arionbanki.is.
Við tökum vel á móti þér.
Árangur þinn er okkar takmark Endurgreiðsla vaxta vegna yfirdráttar
Ómar Ragnarsson segist hafa búið sig
undir að dómur Hæstaréttar færi á hvorn
veginn sem var.
Ómar segir þá þrjá kosti sem forsætis-
ráðherra tiltók á þingi í gær hafa sína galla.
Verði hætt við allt séu Íslendingar komnir
á sama stað og hefur verið frá 1944
þegar fyrsta stjórnarskrárnefndin
var skipuð. Annar kosturinn sé að
halda aftur kosningar með þeim
kostnaði sem því fylgi, og sá
þriðji sá að Alþingi skipi þá 25, sem náðu
kjöri, í stjórnarskrárnefnd.
„Það er framkvæmanlegt því að stjórn-
skipulagslega séð stóð stjórnlagaþingið á
sama stað í stjórnkerfinu og hver önnur ráð-
gefandi nefnd. En ég á eftir að sjá að það
verði nokkur friður um það fyrirkomulag.“
Ómar segist þó fyrst og fremst vona að
kosningarnar fari fram. Ekki megi missa
sjónar á markmiðinu, sem sé að búa til
nútímalega stjórnarskrá. - þj
Ekki má missa sjónar á markmiðinu
Deilir ekki við
dómarann
„Maður
deilir ekki við
dómarann
þó að maður
sé honum
ósammála
innanbrjósts.
Nú bíður
maður eftir því
sem stjórnvöld
hafa að segja
um málið.
Mér finnst mikilvægt að svona
stjórnlagaþing verði haldið með
einhverju móti. Hvort ég verð með
í því er þó önnur saga.“
Skiptir mestu að
halda þingið
„Stærstu
vonbrigðin
væru ef
stjórnlagaþing-
ið yrði ekki
haldið. Það
skiptir mestu
máli. Hvort ég
kemst þangað
eða ekki er
aukaatriði;
aðalatriðið er
að stjórnlagaþingið verði haldið
fyrr en síðar. Stjórnvöld verða með
einum eða öðrum hætti að ákveða
hvað verður gert í framhaldinu.“
Þjóðin fái tækifæri
til að breyta
„Það er mjög
mikilvægt
að þjóðin fái
tækifæri til að
breyta sínu
samfélagi, en
hvort sem það
verður á þessu
stjórnlagaþingi
þar sem ég
á sæti eða
ekki verður að
koma í ljós.“
Kemur á óvart
„Þetta kemur
á óvart. Hins
vegar hef ég
verið með
báða fætur
á jörðinni og
bíð nú eftir
viðbrögðum frá
stjórnvöldum.
Ég bíð og sé
hvað næsti sól-
arhringur ber í
skauti sér.“
DÖGG
HARÐARDÓTTIR
ÁSTRÓS GUNN-
LAUGSDÓTTIR
ÞORKELL
HELGASON
GUÐMUNDUR
GUNNARSSON
ÓMAR
RAGNARSSON
FYRRI DÆMI UM
ÓGILDAR KOSNINGAR
Sex sinnum á rúmum 30 árum hafa sveitar-
stjórnarkosningar verið ógiltar á Íslandi. Engin
fordæmi eru hins vegar fyrir því að almennar
kosningar séu ógiltar.
Geithellnahreppur 1978
Of þunnur pappír í kjörseðlum
Nauteyrarhreppur 1990
Yfirlýsing frá einum frambjóðanda lá frammi í
kjörklefa
Hólmavík 1994
Ákvæðum laga um framboðsfrest ekki fylgt
Stykkishólmur 1994
Ákvæðum laga um framboðsfrest ekki fylgt
Borgarbyggð 2002
Ágallar á framkvæmd kosninga vegna utan-
kjörfundaratkvæða. (Í þessu tilfelli var Óðinn
Sigþórsson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæð-
isflokks, andvígur ógildingunni og kærði til
héraðsdóms sem sneri við ákvörðun ráðuneyt-
isins. Kosningin var þó endurtekin, um hálfu
ári eftir fyrri kosninguna, að gengnum dómi í
Hæstarétti. Óðinn er einn af þeim sem kærðu
stjórnlagaþingskosninguna að þessu sinni)
Reykhólahreppur 2010
Ágallar á framkvæmd kosninga vegna kynning-
ar á kosningum
„Það er alveg óráðið hver okkar
verkefni verða næstu dagana,“ segir
Þorsteinn Fr. Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri undirbúningsnefnd-
ar stjórnlagsþingsins. Hann hefur
starfað að undirbúningi þingsins
síðan í ágúst. Nú vinna fimm manns
fyrir þingið og eru störf þeirra í
uppnámi.
Þorsteinn segir niðurstöðu Hæsta-
réttar vonbrigði. Til stóð að ráða tólf
manns til starfa fyrir þingið á næst-
unni og höfðu umsækjendur verið kallaðir í
viðtöl, að sögn Þorsteins. Ekki hafði þó verið
gengið frá neinni ráðningu.
Fulltrúar á stjórnlagaþingi áttu að byrja
að þiggja laun 15. febrúar, þegar til stóð að
þingið hæfist. Spurður hvort hið
opinbera hafi með einhverjum hætti
skuldbundið sig gagnvart fulltrúun-
um, jafnvel þótt ekki verði af þing-
inu, segist Þorsteinn ekki geta svar-
að því. Það sé lagalegt úrlausnarefni.
Stjórnlagaþing átti að kosta í heild-
ina á sjötta hundrað milljónir. „Ég
geri mér ekki grein fyrir hvar kostn-
aðurinn liggur eða hver kostnað-
urinn yrði ef þingið yrði blásið af,“
segir Þorsteinn. „En auðvitað yrðu
það einhverjar milljónir, sem eðlilegt er
því við erum langt komin með að undirbúa
þingið.“ Sá undirbúningur muni hins vegar
að mestu nýtast ef ákveðið verður að kjósa
aftur og þinga seinna. - sh
Uppnám hjá starfsmönnum
ÞORSTEINN FR.
SIGURÐSSON
Ekki er einhugur meðal lagapróf-
essoranna Eiríks Tómassonar
og Sigurðar Líndal um ákvörðun
Hæstaréttar um að ógilda kosning-
arnar til stjórnlagaþings.
Skiptar skoðanir eru þeirra á
milli varðandi hversu nákvæmlega
eigi að fylgja lagabókstafnum.
Eiríkur segist, í samtali við
Fréttablaðið, setja spurningar-
merki við ákvörðun Hæstaréttar
um að ógilda kosningarnar og hefði
viljað sjá traustari rökstuðning.
„Þrátt fyrir ágalla tel ég ekki
efni til að ógilda kosninguna.
Ég byggi það á því að í lögum
um kosningar til Alþingis. Þar
er meginreglan sú að kosningar
skulu ekki ógildar þrátt fyrir að
ágallar hafi verið á þeim, nema
ætla megi að þeir ágallar hafi haft
áhrif á úrslit kosninganna. Þannig
finnst mér að Hæstiréttur hefði
kannski þurft að rökstyðja betur
af hverju hann kemst að þessari
niðurstöðu þrátt fyrir tilvist þessa
ákvæðis.“
Með því segist Eiríkur ekki vera
að taka efnislega afstöðu til máls-
ins, en hann bætir því við að það
góða við þennan úrskurð sé að
hann marki þá stefnu að héðan í
frá verði aðstandendur kosninga
að vanda til verka í hvívetna.
Sigurður Líndal sagðist í gær-
kvöldi ekki hafa lesið ályktun
Hæstaréttar en lagði áherslu á að
ætíð verði að fara nákvæmlega
eftir lögum.
„Í svona tilfellum verður að fara
eftir lögunum í þeirra strangasta
skilningi. Þarna á það við, því ef
það er farið að slaka á þeim þá
vitum við ekki hvar við endum.
Álitamálin verða endalaus og við
endum í ógöngum.“
Sigurður segir að þótt fram-
haldið sé óvíst, sé misráðið að líta
framhjá þessu áliti Hæstaréttar.
„Ef Alþingi ákveður að kjósa
þessa 25 einstaklinga [í stjórnar-
skrárnefnd] er verið að sniðganga
lögin, og fara í kringum lögin. Það
kann að vera formlega löglegt en
þarna sýnist mér verið að snið-
ganga lög. Það hlýtur að rýra það
traust, sem fulltrúar á þinginu
verða að njóta. Þetta stjórnlaga-
þing verður að vera hafið yfir allan
vafa og enginn blettur á því.“
thorgils@frettabladid.is,
jonab@frettabladid.is
Ekki einhuga
um túlkun
Lagaprófessorar eru ekki einhuga um túlkun niður-
stöðu Hæstaréttar. Eiríkur Tómasson vill skýrari rök
fyrir ógildingu en Sigurður Líndal varar við því að
sömu fulltrúarnir verði skipaðir framhjá Hæstarétti.
FULLTRÚAR FUNDA Vongóðir stjórnlagaþingmenn hittust og réðu ráðum sínum í
húsnæði stjórnlagaþings við Ofanleiti seint í gærkvöldi. Ekki var að sjá annað en að
vel lægi á viðstöddum. Hér mæta Þorvaldur Gylfason og Arnfríður Guðmundsdóttir á
fundinn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL