Fréttablaðið - 26.01.2011, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 26. janúar 2011 13
Heilnæm safahreinsun
Bættu heilsuna á lífrænan hátt
Nú getur þú fengið sérpakkaðar umbúðir af lífrænum og
næringarríkum söfum á sértilboði í næstu matvörubúð.
Yggdrasils safarnir eru framleiddir undir ströngustu
gæðastöðlum í lífrænni ræktun.
Safarnir henta vel til safahreinsunar eða einfaldlega sem
hollur safi til drykkjar.
Engin kemísk rotvarnar ,efni
litarefni eða sætuefni.
Engar erfðabreyttar afurðir.
Ekki úr þykkni.
lífrænt.00% 1
Náðu þér
í kassa!
Fyrsti maðurinn sem sigraði
Everest án súrefnis.
66°NORÐUR og Félag Íslenskra
Fjallalækna bjóða þér á
fyrirlestur um háfjallagöngur
í kvöld, kl. 20:00
í Háskólabíó.
Allir velkomnir.
Ókeypis aðgangur.
Nánari upplýsingar
á www.66north.is
Peter
Habeler
Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi
eða fengið sendan daglegan tölvupóst
með blaði dagsins. Nánari
upplýsingar á: visir.is/dreifing
FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU
AF NETINU
Ferlegt klúður
Auðvitað er þetta ferlegt
klúður.
Það ber samt að hafa eftirfar-
andi í huga:
Hæstiréttur dæmdi ekki stjórn-
lagaþingið ógilt á nokkurn hátt.
Hæstiréttur amaðist ekkert við
lögunum sem sett höfðu verið
um stjórnlagaþing.
Það var því algjörlega rangt
hjá Ólöfu Nordal þegar hún
trommaði upp í pontu á þingi
og sagði að Hæstiréttur hefði
sýnt fram á að lögin sjálf um
stjórnlagaþingið væru svo
broguð að engu tali tæki.
Það er algjörlega rangt.
Hæstiréttur dæmdi kosninguna
ógilda, vegna þess að hún var
ekki í samræmi við lög um
Alþingiskosningar.
Og það er dálítið annað.
[...]
Í öðru lagi er svo líka mikilvægt
að hafa í huga að þrátt fyrir
þessa annmarka, þá kvartaði
enginn á kjördag.
Ekkert svindl var í gangi, enginn
var að njósna (eins og í þá
góðu gömlu daga íhaldsins),
enginn beið tjón af.
Skafti Harðarson hefði ekki
fengið fleiri atkvæði þó hann
hefði fengið að brjóta saman
kjörseðilinn sinn, held ég.
dv.is/blogg/tresmidja
Illugi Jökulsson
Ísland á tímamótum
og á réttri leið!
Við áramótin 2010–2011 er Ísland á tímamótum
í margvíslegum skilningi.
Fjárlögin fyrir árið 2011
marka þáttaskil í glímunni við
ríkisfjármálin og framvindu
þeirrar áætlunar sem unnið
er eftir til að gera hin opin-
beru fjármál sem fyrst sjálf-
bær á nýjan leik. Á því sviði
hefur óumdeilanlega náðst
mikill árangur, útkoman bæði
árin 2009 og 2010 er betri en
áætlanir og fjárlög gerðu ráð
fyrir og með fjárlögum árs-
ins 2011 næst sá árangur sem
að var stefnt að frumjöfnuð-
ur á rekstrargrunni verður
jákvæður svo nemur nálægt
1% af þjóðarframleiðslu. Nei-
kvæður heildarjöfnuður upp á
um eða innan við 2,5% verður
sömuleiðis með því betra sem
stefnt er að meðal OECD-ríkja,
sem mörg hver glíma við erfið-
leika í efnahags- og ríkisfjár-
málum. Þetta skipar Íslandi
á bekk með aðeins u.þ.b. 8
OECD-löndum sem stefna að
jákvæðum frumjöfnuði sam-
kvæmt fjárlögum sínum á
árinu. Fjárlögin 2011 og fyrri
ráðstafanir ríkisstjórnarinn-
ar innihalda vissulega erfið-
ar aðgerðir, en þó er óumdeilt
að þær hafa verið útfærðar á
þann hátt að reynt er að verja
hið norræna velferðarsamfé-
lag eins og kostur er og hlífa
hinum tekjulægri. Ísland hefur
farið sína eigin leið en engu að
síður náð þeim árangri sem að
var stefnt. Það er skoðun und-
irritaðs að ábyrg og sjálfbær
opinber fjármál eigi að vera
kjarninn í stefnu allra félags-
lega þenkjandi stjórnvalda. Án
sjálfbærra opinberra fjármála
verður velferðin ekki tryggð til
frambúðar.
Sá árangur sem náðst hefur
við að innleiða efnahagslegan
stöðugleika skapar mikilvægar
forsendur fyrir áframhaldandi
endurreisn og uppbyggingu
Íslands í kjölfar fjármála-
áfallsins sem hér varð í október
2008. Verðbólga er nú komin
inn fyrir viðmiðunarmörk
Seðlabanka Íslands (2,5%),
vextir hafa lækkað skarpt og
eru nú komnir á viðunandi ról,
gengi krónunnar hefur styrkst
um ein 12% á síðasta ári og
helst stöðugt, atvinnuleysi er
minna en spáð var og skuldir
ríkissjóðs hafa náð hámarki og
stöðvast við mun lægra hlutfall
landsframleiðslu en áður var
talið (heildarskuldir um 84%
en hreinar skuldir um 43%, án
Icesave).
Að baki er árangursrík IV.
endurskoðun efnahagsáætlun-
ar íslenskra stjórnvalda í sam-
starfi við Alþjóðagjaldeyris-
sjóðinn og með stuðningi hinna
Norðurlandríkjanna fjögurra,
Póllands og Færeyja. Þessi
endurskoðun markar einnig
tímamót og með henni opnast
aðgangur að síðasta hluta gjald-
eyrislána sem Ísland getur nú
tekið eftir þörfum til að byggja
áfram upp gjaldeyrisvaraforða
og búa í haginn fyrir framtíð-
ina. Að áfallalausu lýkur sam-
starfinu við AGS síðsumars
(í ágúst). Að frátöldum þeim
töfum sem urðu á framkvæmd
efnahagsáætlunarinnar af
utanaðkomandi orsökum eru
allar forsendur til að áætlunin
verði talin dæmi um vel heppn-
aða aðgerð. Ísland hefur lagað
áætlunina að sínum aðstæðum
og pólitísku áherslum og AGS
getur notað árangurinn sem
skrautfjöður í hattinn og til að
bæta sinn orðstír.
Þegar staða Íslands nú er
metin er hún á flestan hátt
betri en menn gátu gert sér
vonir um fyrir tveimur árum.
Áhættuálagið á Ísland hefur
lækkað jafnt og þétt og við
erum löngu horfin af lista yfir
þær þjóðir sem mest hætta er
á að ekki ráði við skuldbinding-
ar sínar. Landið er ekki lengur
nefnt í því sambandi. Áfram-
haldandi og jákvæð þróun
næstu mánuði gerir raunhæft
að ætla að Íslandi opnist
almennt aðgangur að alþjóð-
legum fjármálamörkuðum
innan skamms. Viðsnúningur
er orðinn í hagkerfinu og hag-
vöxtur hafinn en óvissan um
hve kraftmikill hann verður er
að nokkru bundin því hvernig
tekst að örva fjárfestingar á
komandi mánuðum og misser-
um. Í þeim efnum eru horfur þó
batnandi, útlit er fyrir mikinn
vöxt í ferðaþjónustu, ýmsum
tækni- og þekkingargreinum og
hinum skapandi geira. Almennt
er útflutnings- og samkeppn-
isstarfsemin kraftmikil, eins
og sést á metafgangi af vöru-
og þjónustuviðskiptum. Góðar
horfur eru á að á næstu vikum
og mánuðum verði teknar end-
anlegar ákvarðanir um nokkur
lítil og meðalstór fjárfestingar-
verkefni sem breikka grund-
völl atvinnulífsins og auka
fjölbreytni, einkum á sviði
grænnar orkunýtingar.
Ísland er á réttri leið þótt
vissulega bíði stjórnvalda
að glíma áfram við mörg
krefjandi verkefni.
Efnahagsmál
Steingrímur J.
Sigfússon
fjármálaráðherra
Þegar staða Íslands nú er metin er hún
á flestan hátt betri en menn gátu gert
sér vonir um fyrir tveimur árum.