Fréttablaðið - 26.01.2011, Page 30
22 26. janúar 2011 MIÐVIKUDAGUR
Tilnefningar til Óskarsverð-
launa voru kunngjörðar í
gær. Fátt kom á óvart í vali
bandarísku akademíunnar
og raunar var allt eftir bók-
inni. The King‘s Speech
leiðir kapphlaupið með tólf
tilnefningar en True Grit
fylgir fast á eftir með tíu.
The Social Network er til-
nefnd til átta.
Það voru grínistinn Mo‘Nique
og Tom Sherack, forseti Aka-
demíunnar, sem tilkynntu helstu
tilnefningarnar en Mo‘Nique
hlaut sem kunnugt er Óskar-
inn fyrir bestan leik í aukahlut-
verki kvenna í fyrra. Og það þótti
því við hæfi að hefja leik í þeim
flokki fyrst. Amy Adams reynd-
ist vera fyrsta nafnið sem dregið
var upp úr hatti Akademíunnar
en hún er tilnefnd fyrir leik sinn í
hnefaleikamyndinni The Fighter.
Melissa Leo var sömuleiðis til-
nefnd í þessum flokki fyrir leik
sinn í sömu mynd en þær stöll-
ur munu berjast við Helenu
Bonham Carter úr The King‘s
Speech, Jacki Weaver úr Anim-
al Kingdom og Hailee Steinfield
sem þykir fara á kostum í True
Grit. Aukaleikararnir í karla-
flokki fylgdu á eftir en þar þykir
Christian Bale úr títtnefndri The
Fighter sigurstranglegastur. John
Hawkes úr Winter‘s Bone, Jeremy
Renner úr The Town, Mark Ruff-
alo úr The Kids Are All Right og
Geoffrey Rush úr King‘s Speech
eru einnig tilnefndir.
En mesta spennan var eðli-
lega fyrir aðalhlutverkin. Þar
kom kannski einna helst á óvart
að Javier Bardem skyldi vera
tilnefndur fyrir Biutiful og að
kynnir Óskarsverðlaunanna í ár,
James Franco, gæti verið í mikilli
gleðivímu þegar hátíðin er á enda
því hann er tilnefndur til Óskars-
verðlauna fyrir leik sinn í 127
Hours. Annað var nokkuð fyrir-
séð; Jeff Bridges hefur fengið
glimrandi dóma fyrir kúreka-
myndina True Grit, Jesse Eis-
enberg þykir frábær sem Mark
Zuckerberg í The Social Network
og Colin Firth er ekkert síðri sem
Georg VI. í The King‘s Speech.
Í leikkvennaflokknum var búið
að gera ráð fyrir nafni Natalie
Portman fyrir Black Swan og
Nicole Kidman í Rabbit Hole.
Þær tvær eru taldar sigurstrang-
legastar þótt Jennifer Lawrence
úr Winter‘s Bone, Annette Ben-
ing úr The Kids Are All Right
og Michelle Williams úr Blue
Valentine gætu veitt þeim harða
samkeppni.
Líkt og í fyrra voru tíu myndir
tilnefndar í flokknum besta mynd-
in. Toy Story 3 er eina teiknimyndin
í þeim flokki en auk hennar munu
Black Swan, The Fighter, Inception,
The Kids Are All Right, The King‘s
Speech, 127 Hours, The Social Net-
work, True Grit og Winter‘s Bone
keppa um styttuna góðu sem verð-
ur afhent hinn 27. febrúar í Kodak-
höllinni. freyrgigja@frettabladid.is
Ekkert óvænt á Óskarnum
SIGURSTRANGLEG Þau Mo‘Nique og Tom Sherack fyrir framan þær tíu myndir sem
þykja bestar í ár að mati bandarísku akademíunnar. The King‘s Speech leiðir kapp-
hlaupið með tólf tilnefningar en fast á hæla henni fylgir True Grit með tíu og The
Social Network er tilnefnd til átta. NORDICPHOTOS/GETTY
Spjallþáttakonan Oprah Winfrey
hefur uppgötvað að hún á hálf-
systur. Sú er frá Milwaukee og
var ættleidd fyrir tæpum fimmtíu
árum, þegar Oprah var átta ára.
Þá bjó Oprah með föður sínum og
vissi ekki að móðir hennar hefði
verið ófrísk. Oprah kynnti syst-
ur sína, Patriciu, í þætti sínum
fyrir skömmu og sagði áhorfend-
um frá þrjósku sinni við leitina að
sameiginlegri móður þeirra. „Þetta
er kraftaverk allra kraftaverka,“
sagði Oprah þegar hún kynnti syst-
ur sína fyrir áhorfendum á tilfinn-
ingaþrungnu augnabliki.
Oprah Winfrey á hálfsystur
OPRAH WINFREY Spjallþáttakonan á
hálfsystur sem var ættleidd fyrir 48
árum.
Jónsi, oftast kenndur við
Sigur Rós, var ekki tilnefnd-
ur til Óskarsverðlauna
fyrir lagið sitt Sticks and
Stones sem hljómar undir
í teiknimyndinni How to
Train Your Dragon. Jónsi
var talinn nokkuð líklegur
af tónlistarspekingum en
hlaut ekki náð fyrir augum
dómefndarinnar. Strákarnir
í Sigur Rós koma þó við
sögu í Óskarnum þótt þeir
séu ekki tilnefndir því lag þeirra Festival hljómar undir í lokakafla myndar-
innar 127 Hours sem er tilnefnd til nokkurra verðlauna, meðal annars sem
besta myndin. Þá er How To Train Your Dragon tilnefnd sem besta teikni-
myndin.
SIGUR RÓS OG ÓSKARINN
VINSÆLA
STA
MYND V
ERALDAR
TVÆR VI
KUR Í RÖ
Ð!
NÁNARI UPPL. Á AF.IS OG MIDI.IS
-H.S, MBL-K.G, FBL
SMÁRABÍÓ Nánar á Miði.is
Nánar á Miði.isBORGARBÍÓ
THE GREEN HORNET 3D kl. 8 - 10.10
BURLESQUE kl. 8
ALFA OG ÓMEGA 3D kl. 6
THE TOURIST kl. 10.10
GAURAGANGUR KL. 6
12
L
L
12
7
Nánar á Miði.is
THE GREEN HORNET 3D kl. 5.25 - 8 - 10.35
THE GREEN HORNET 3D LÚXUS kl. 5.20 - 8 - 10.35
BURLESQUE kl. 8 - 10.35
ALFA OG ÓMEGA 3D kl. 3.30
THE TOURIST kl. 5.40 - 8 - 10.20
GULLIVER´S TRAVELS 3D kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10
GAURAGANGUR KL. 5.50
MEGAMIND 3D ÍSL. TAL KL. 3.40
NARNIA 3 3D KL. 3.30
12
12
L
L
12
L
7
L
7
BURLESQUE KL. 10.30
GAURAGANGUR KL. 5.50 - 8
LÍFSLÖNGUN kl. 10.10 Enskur texti
BARA HÚSMÓÐIR kl. 8 Enskur texti
HVÍTAR LYGAR kl. 10 Íslenskur texti
ÆVINTÝRI ADÉLE BLANC-SEC kl. 6 Íslenskur texti
LAFMÓÐUR KL. 8 Enskur texti
LEYNDARMÁL KL. 10 Enskur texti
EINS OG HINIR KL. 6 Enskur texti
STÚLKAN Í LESTINNI KL. 6 Enskur texti
L
7
L
L
L
L
L
L
L
L
HÁSKÓLABÍÓGLERAUGU SELD SÉR
5%
5%
/haskolabio/smarabio
- bara lúxus
Sími: 553 2075
THE GREEN HORNET 3D 8 og 10.20 16
ÆVINTÝRALEGUR FLÓTTI 3D 6 L
SAW 3D - ÓTEXTUÐ 8 og 10 12
LITTLE FOCKERS 6, 8 og 10 L
ALFA OG ÓMEGA 3D - ISL TAL 6 L
3D gleraugu seld sér
3D gleraugu seld sér
3D gleraugu seld sér
3D gleraugu seld sér
TRYGGIÐ YKKUR MIÐA Á
WWW.SAMBIO.IS
„hláturvöðvarnir munu halda
veislu í einn og hálfan tíma“
- Politiken
V I P
14
14
L
L
L
L
L
L
L
1010
14
12
12
12
12
12
12
TANGLED-3D ísl tal kl. 5:50
YOU AGAIN kl. 8
ROKLAND kl. 10:10
KLOVN kl. 5:50 - 8 - 10:10
KLOVN - THE MOVIE kl. 5:50 - 8 - 10:20
KLOVN - THE MOVIE kl. 8 - 10:20
ÆVINTÝRALEGUR FLÓTTI-3D ísl. Tali kl. 5:50
ROKLAND kl. 5:40 - 8 - 10:20
YOU AGAIN kl. 5:50 - 8 - 10:20
HEREAFTER kl. 5:30 - 8 - 10:40
HARRY POTTER kl. 8
LIFE AS WE KNOW IT kl. 10:40
L
L
L
L
14KLOVN - THE MOVIE kl. 5:50 - 9 - 10:10
ÆVINTÝRALEGUR FLÓTTI-3D M/ ísl. Tali kl. 6:20
TANGLED-3D (Ótextuð) M/ Ensku kl. 8
YOU AGAIN kl. 8 - 10:20
MEGAMIND M/ ísl. Tali kl. 5:50
VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG!
FRÁBÆR TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
„skemmtileg fyndin og
spennandi“
- BOXOFFICE MAGAZINE
GREEN HORNET-3D kl. 5.20 - 8 og 10.40
KLOVN: THE MOVIE kl. 5.30 - 8 og 10.15
ROKLAND kl. 8 og 10.30
TANGLED-3D ísl. Tali kl. 5.30
GUILIVERS TRAVEL-3D kl. 5.30
HEREAFTER kl. 8
TRON: LEGACY-3D kl. 10.40
SPENNANDI ÆVINTÝRI SEM FÆR
ÞIG TIL AÐ GRENJA ÚR HLÁTRI.
SETH ROGEN JAY CHOU CHRISTOPH WALTZ CAMERON DIAZ
LÖGIN ERU BROTIN
ÞEIM TIL BJARGAR
sýnd í
– Lifið heil
Lægra
verð
í Lyfju
www.lyfja.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
Y
F
5
30
11
1
2/
11
15% afsláttur af öllum Nicorette vörum í janúar
Nicorette
Fruitmint
2mg 210 stk.
4.975 kr.
4.229 kr.
Nicorette
Freshmint
2mg 210 stk.
5.670 kr.
4.819 kr.