Fréttablaðið - 26.01.2011, Page 34
26 26. janúar 2011 MIÐVIKUDAGUR
MILLIRIÐILL 1
Þýskaland - Noregur 25-35
Spánn - Ungverjaland 30-24
Frakkland - Ísland 34-28
LOKASTAÐAN
Frakkland 5 4 1 0 160-129 9
Spánn 5 4 1 0 147-127 9
Ísland 5 2 0 3 137-141 4
Ungverjaland 5 2 0 3 127-147 4
Noregur 5 1 0 4 133-142 2
Þýskaland 5 1 0 4 124-142 2
MILLIRIÐILL 2
Króatía - Pólland 28-24
Serbía - Argentína 26-25
Danmörk - Svíþjóð 27-24
LOKASTAÐAN
Danmörk 5 5 0 0 155-131 10
Svíþjóð 5 3 0 2 127-124 6
Króatía 5 2 1 2 142-129 5
Pólland 5 2 0 3 123-129 4
Serbía 5 1 1 3 127-139 3
Argentína 5 1 0 4 117-139 2
NÆSTU LEIKIR
10./11. sæti: Þýskal. - Argent. fim. kl. 17.00
9./10. sæti: Noregur - Serbía fim. kl. 19.30
7./8. sæti: Ungverjal. - Pólland fös. 17.00
5./6. sæti: Ísland - Króatía fös. kl. 19.30
Undanúrslit: Svíþjóð - Frakkland föstudag
Undanúrslit: Danmörk - Spánn föstudag
ÚRSLIT - HM 2011
Henry Birgir
Gunnarsson
og Valgarður
Gíslason
fjalla um HM í Svíþjóð
henry@frettabladid.is - valgard.gislason@365.is
saltdreifarar
Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ.
Sími 480-0000 · www.aflvelar.is
- sala
- varahlutir
- þjónusta
G æ ð i H r e i n l e i k i V i r k n i
G
Ú
S
T
A
V
S
S
O
N
B
J
Ö
R
G
V
I
N
P
Á
L
L
„NOW eru klárlega fæðubótarefni í landsl iðsklassa
fyrir al la íþróttamenn. Mæli sterklega með þessum
vörum fyrir þá sem leita eftir styrk, úthaldi og
snerpu -þær virka vel fyrir mig.“
NOW virkar vel fyrir mig!
NOW - Fullkomin l ína af íþróttafæðubótarefnum
– fáanleg í verslunum um allt land
HM 2010 Heims, Evrópu- og
ólympíu meistarar Frakka unnu
næsta þægilegan sigur, 34-28, á
Íslandi í gær. Þetta var lokaleik-
ur milliriðilsins og strákarnir
eiga því aðeins eftir að spila einn
leik á HM í Svíþjóð.
Leikurinn skipti í raun engu
máli fyrir Ísland því fyrir leik
varð ljóst að Ísland myndi hafna
í þriðja sæti riðilsins og spila við
Króatíu um fimmta sætið á mót-
inu. Engu að síður höfðu leikmenn
íslenska liðsins eflaust sitt hvað að
sanna fyrir sjálfum sér gegn lið-
inu sem hefur staðið í vegi fyrir
því að þeir ynnu gull á stórmóti.
Íslenska liðið var án Ingimund-
ar Ingimundarsonar og Ólafs Stef-
ánssonar sem eru báðir meidd-
ir á hné. Ólafur var þó til taks á
bekknum en kom ekki við sögu.
Strákarnir byrjuðu leikinn ágæt-
lega. Virtust vera með ágætar
lausnir við agressívum varnarleik
franska liðsins og leiddu framan
af.
Frakkarnir voru þó fljótir að
hressast. Þeir tóku í kjölfarið öll
völd á vellinum og virtust ætla að
keyra yfir Íslendinga. Staðan 3-7
eftir tíu mínútur og Guðmundur
tók leikhlé. Það skilaði sínu því
strákarnir stigu aftur á bensínið
og unnu sig hægt og rólega inn í
leikinn á ný.
Munurinn var aðeins þrjú mörk
í leikhléi, 13-16, og íslenska liðið
átti alla möguleika til þess að gera
eitthvað í síðari hálfleik.
Frakkarnir byrjuðu síðari hálf-
leikinn betur og náðu fljótt sex
marka forskoti. Sem fyrr neit-
uðu strákarnir okkar að gefast
upp og gerðu allt hvað þeir gátu
til þess að komast aftur inn í leik-
inn. Frakkarnir voru aftur á móti
of sterkir. Þeir héldu strákunum
alltaf í hæfilegri fjarlægð og unnu
öruggan sigur.
Þó svo það sé vissulega frábært
að leika um fimmta sætið á stór-
móti þá er árangurinn í milliriðl-
inum gríðarleg vonbrigði. Allir
þrír leikirnir töpuðust og það á
sannfærandi hátt. Strákarnir
komu í góðri stöðu inn í riðilinn
en tapið gegn Þjóðverjum virtist
rota liðið. Menn voru ekki tilbún-
ir í þann leik og ekki heldur í leik-
inn gegn Spánverjum. Frakkarn-
ir voru svo of sterkir. Þeir virtust
ekki þurfa að hafa mikið fyrir
því að vinna okkar menn sann-
færandi.
Það er vonandi að strákarn-
ir sýni þann anda og neista
sem fylgdi liðinu í riðlakeppn-
inni er það tekur á móti Króöt-
um. Það væri gott að enda þetta
mót á góðum nótum eftir þennan
skelfilega milliriðil.
Milliriðlamartröðin hélt áfram
Strákarnir okkar töpuðu öllum sínum leikjum í milliriðli HM. Úrslitin voru þó okkur hagstæð í gær og
Ísland spilar um fimmta sætið og er þar af leiðandi öruggt með sæti í umspili Ólympíuleikanna.
VIGNIR ÖFLUGUR Vignir Svavarsson stóð vaktina í fjarveru Ingimundar Ingimundarssonar sem var frá vegna meiðsla. Hann skilaði
einnig sínu í sókninni og skoraði þrjú mörk. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
HANDBOLTI Íslenska handboltalandsliðið getur þakk-
að Norðmönnum og Spánverjum fyrir að liðið spilar
um fimmta sætið á HM í Svíþjóð. Norðmenn unnu
tíu marka sigur á Þjóðverjum, 35-25, og Spánverj-
ar voru ekki í miklum vandræðum með Ungverja í
hinum leikjunum í okkar milliriðli í gær.
Þetta voru sannkölluð draumaúrslit fyrir Ísland og
þýddu að íslenska liðið þurfti ekki að berjast fyrir lífi
sínu á móti Frökkum seinna um kvöldið. Hefðu Norð-
menn og Spánverjar tapað sínum leikjum þá hefðu
íslensku strákarnir spilað um níunda sætið á mótinu
þar sem liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum í
milliriðlinum.
Dagurinn byrjaði á tíu marka stórsigri Norðmanna
á Þjóðverjum, 35-25, sem þýddi að þýska liðið spil-
ar aðeins um ellefta sætið á mótinu. Norðmenn fóru
á kostum í leiknum og fóru afar illa með þýska liðið
einkum í síðari hálfleiknum þegar það var algjör
uppgjöf í þýska liðinu. Steinar Ege átti frábæran leik
í norska markinu og flestir leikmenn liðsins voru í
miklum ham ekki síst Christoffer Rambo sem skoraði
sjö glæsileg mörk í leiknum.
Norðmenn voru með frumkvæðið strax frá byrjun
leiksins og náðu síðan fjögurra marka forskoti fyrir
hálfleik, 17-13, með góðum lokakafla í hálfleiknum.
Þjóðverjar náðu að minnka muninn í þrjú mörk í upp-
hafi seinni hálfleiks en þeir komust ekki nær. Norð-
menn stungu síðan af og léku sér að þeim þýsku á
lokakafla leiksins. Håvard Tvedten skoraði 8 mörk
fyrir Norðmenn og þeir Bjarte Myrhol og Christof-
fer Rambo voru báðir með 7 mörk. Steinar Ege var þó
maður leiksins því hann varði 21 skot þar af 14 þeirra
í fyrri hálfleiknum.
Ísland var því öruggt með að spila um sjöunda
sætið eftir fyrsta leik dagsins en Spánverjar brugð-
ust ekki vonum Íslendinga og unnu nokkuð sannfær-
andi sex marka sigur á Ungverjum, 30-24. Það varð
því ljóst að íslenska liðið myndi spila um fimmta
sætið við Króata. Spánverjar sýndu styrk sinn á móti
Ungverjum og voru með gott forskot nánast allan leik-
inn þrátt fyrir að skipta leiktímanum bróðurlega á
milli sinna leikmanna.
Króatar tryggðu sér leik á móti Íslandi um fimmta
sætið með fjögurra marka sigri á Pólverjum og Danir
tryggðu sér síðan sigur í hinum milliriðlinum með
þriggja marka sigri á Svíum, 27-24. Sigur Dana var
sannfærandi og í raun aldrei í hættu.Danir mæta því
Spánverjum í undanúrslitunum en Svíar spila við
Frakka. - óój
Draumaúrslit fyrir íslenska landsliðið í gær tryggðu leik um fimmta sætið:
Takk fyrir, Noregur og Spánn
SPÁNVERJAR UNNU UNGVERJA Gabor Császár var næstmarka-
hæsti leikmaður Ungverja en náði ekki að koma í veg fyrir
spænskan sigur í gær. MYND/VALLI
Ísland-Frakkland 28-34 (13-16)
Mörk Íslands (Skot): Alexander Petersson 6 (13), Róbert Gunnarsson 5 (7), Vignir
Svavarsson 3 (4), Aron Pálmarsson 3 (11), Guðjón Valur Sigurðsson 3 (5), Þórir Ólafs-
son 3/1 (6/1), Snorri Steinn Guðjónsson 2/1 (3/2), Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 (1),
Arnór Atlason 1 (3), Sigurbergur Sveinsson 1 (1), Oddur Gretarsson 0 (2)
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 13 (41/2, 32%), Hreiðar Levy Guðmundsson 1
(7, 14%).
Hraðaupphlaupsmörk: 7 (Þórir 2, Vignir 2, Ásgeir Örn, Guðjón Valur, Alexander)
Fiskuð víti: 3 (Vignir, Alexander, Róbert). Brottvísanir: 10 mínútur (Sverre rautt)
Mörk Frakkland (Skot): Nikola Karabatic 7 (10), Xavier Barachet 6 (7), William Acc-
ambray 4 (5), Jérôme Fernandez 4 (6), Luc Abalo 3(4), Bertrand Gille 3 (5), Michaël
Guigou 3/2 (5/2), Samuel Honrubia 2 (3), Cédric Sorhaindo 2 (4).
Varin skot: Daouda Karaboué 14/1 (29/3, 48%), Thierry Omeyer 7 (13, 54%).
Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Fernandez, Gille, Honrubia, Abalo, Guigou)
Fiskuð víti: 2 (Guillaume Joli, Sorhaindo). Brottvísanir: 6 mínútur.