Fréttablaðið - 26.01.2011, Side 38
30 26. janúar 2011 MIÐVIKUDAGUR
„Ég skrifaði undir trúnaðarsam-
komulag um að gefa ekkert upp
um efni myndarinnar en ég get
alveg viðurkennt að ég hafi verið
að vinna í henni,“ segir Finnur Þór
Guðjónsson. Hann er einn af fjór-
um Íslendingum sem eru í töku-
liði bandarísku stórmyndarinnar
The Girl with the Dragon Tattoo
eða Karlar sem hata konur en hún
er byggð á samnefndri skáldsögu
Stiegs Larsson um Lisbeth Saland-
er og Mikael Blomkvist. Finnur
Þór vildi lítið tjá sig um starf sitt,
sagðist hafa verið ljósamaður og
að hann hefði verið í tíu vikur úti
í Svíþjóð. Annar Íslendingur var
einnig við störf í ljósadeildinni en
hann heitir Ævar Sigurðsson og
þá ku stúlka hafa verið við störf
í búningadeildinni. Fréttablað-
ið hefur ekki fengið nafn hennar
staðfest.
Eins og Fréttablaðið hefur þegar
greint frá hefur ljósmyndarinn
Baldur Bragason unnið við tökur
á myndinni. Hún er ein
stærsta kvikmyndafram-
leiðsla sem Svíar hafa lagt
í. Leikstjóri myndarinnar,
David Fincher, hefur nú
þegar hrist upp í milljón-
um aðdáenda Stiegs Lars-
son með þeirri yfirlýs-
ingu að endinum hafi
verið breytt. Hann sé
allt öðruvísi en endir
bókarinnar. Hins
vegar hefur ekki
fengist staðfest
hvort enskumælandi
leikarar myndarinn-
ar muni tala með
sænskum hreim eins
og einhverjar fréttir
bentu til.
Með hlutverk tölvu-
hakkarans Salanders
fer Rooney Mara og
Daniel Craig leikur
blaðamanninn Mikael
Blomkvist. - fgg
MORGUNMATURINN
Hljómsveitin Retro Stefson er í
þann mund að skrifa undir samn-
ing við stórfyrirtækið Univer-
sal. Viðræður fóru af stað eftir að
útsendari fyrirtækisins í Þýska-
landi fór á tónleika með hljóm-
sveitinni á Iceland Airwaves-hátíð-
inni síðasta haust og heillaðist upp
úr skónum.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins eiga liðsmenn Retro Stef-
son enn eftir að undirrita samn-
inginn en líklegt er að það gangi
í gegn á næstu dögum. Hvorki
Unnsteinn Manúel Stefánsson úr
Retro Stefson né Grímur Atlason,
umboðsmaður sveitarinnar og
framkvæmdastjóri Iceland Air-
waves, vildu tjá sig um samning-
inn þegar Fréttablaðið hafði sam-
band við þá. Unnsteinn staðfesti þó
að von væri á fréttatilkynningu á
næstu dögum.
Retro Stefson hefur lengi verið
talin ein efnilegasta hljómsveit
landsins. Hún hefur gefið út tvær
plötur á ferli sínum, nú síðast
Kimbabwe sem féll í mjög góðan
jarðveg. Hún fékk fjórar stjörn-
ur hér í Fréttablaðinu og lenti
í þriðja sæti hjá sérfræðingum
blaðsins yfir bestu plötur síðasta
árs. Umræddur samningur snýst
um útgáfu Kimbabwe á erlendri
grundu.
Stutt er síðan Retro Stefson spil-
aði á bransahátíðinni Eurosonic
í Hollandi. Í umfjöllun þýskr-
ar heimasíðu tónlistartímarits-
ins Rolling Stone um hátíðina var
minnst á hljómsveitina sem eina af
þeim sem væru líklegar til að slá í
gegn á næstunni.
freyr@frettabladid.is
UNNSTEINN MANUEL STEFÁNSSON: FRÉTTATILKYNNING Á LEIÐINNI
Retro Stefson að semja
við útgáfurisann Universal
RETRO STEFSON Hljómsveitin Retro Stefson á Airwaves-hátíðinni síðasta haust þar
sem útsendari Universal var á svæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
„Ég fæ mér oftast sojajógúrt
með múslíi en stundum fæ ég
mér ristað brauð.“
Helga Lilja Magnúsdóttir fatahönnuður.
ÓLÖF ARNALDS Tónlistarkonan fékk góða dóma fyrir frammistöðu sína á Sydney
Festival. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
„Þessi nöfn eru staðfest og munu
syngja lagið hans Sjonna,“ segir
Jóhanna Jóhannsdóttir, dagskrár-
stjóri RÚV. Sex vinir Sjonna Brink
munu flytja lagið hans Aftur heim
sem lagasmiðurinn og söngvar-
inn samdi fyrir Söngvakeppni
Sjónvarpsins í ár. Þetta eru þeir
Hreimur Örn Heimisson, Gunn-
ar Ólason, Benedikt Brynleifsson,
Vignir Snær, Matthías Matthías-
son og Pálmi Sigurhjartarson.
Lagið verður flutt síðast á laug-
ardaginn. Fjórir af þessum tónlist-
armönnum sungu lagið Waterslide
með Sigurjóni í síðustu söngva-
keppni; þeir Vignir Snær, Hreim-
ur Örn, Gunnar og Benedikt. Eins
og komið hefur fram í fjölmiðlum
varð Sigurjón Brink bráðkvaddur
á heimili sínu á mánudag í síðustu
viku. Hann samdi lagið en eigin-
kona hans, Þórunn Erna Clausen,
á heiðurinn af textanum.
Fjögur lög eru þegar komin
áfram í söngvakeppni Sjónvarps-
ins en á laugardaginn voru það
Eldfjall og Nótt sem komust
áfram. Áður höfðu Ástin mín eina
og Ef ég hefði vængi þegar tryggt
sér sæti í úrslitum keppninnar um
hvaða lag verður framlag Íslands
til Eurovision. Meðal annarra
flytjenda á laugardaginn má nefna
Jógvan Hansen og Magni Ásgeirs-
son en hann syngur lag Hallgríms
Óskarssonar, Ég trúi á betra líf.
- fgg
Á TÖKUSTAÐ Baldur Braga-
son hefur tekið ljósmyndir
á tökustað The Girl with
the Dragon Tattoo. Þrír aðrir
Íslendingar hafa verið við störf
við gerð myndarinnar, meðal
annars Finnur Þór Guðjóns-
son sem vann í gríðarlega
stórri ljósadeild tökuliðsins.
Rooney Mara leikur sjálfa
Lisbeth Salander.
Tónlistarkonan Ólöf Arnalds hefur
fengið mjög góða dóma fyrir tón-
leika sína á menningarhátíðinni
Sydney Festival sem haldin er í
Ástralíu um þessar mundir.
Ólöf steig á svið á tónleikastaðn-
um The Famous Spiegeltent í garð-
inum Hyde Park og þótti standa
sig einkar vel að mati blaðamanna
The Sydney Morning Herald og
The Daily Telegraph. „Með engla-
rödd sinni og einföldum hljóðfæra-
leik virtist hún koma úr öðrum
heimi. Þegar ég reyndi að smella
mynd af henni uppi á sviði urðu til
myndir sem höfðu yfir sér himn-
eskan blæ,“ sagði í umsögn síðar-
nefnda blaðsins.
Auk þess að syngja eigin lög,
flest á íslensku, söng Ólöf nokk-
ur þekkt lög eftir aðra sem hittu
rækilega í mark. Þar má nefna I´m
On Fire með Bruce Springsteen og
Solitary Man með Neil Diamond.
Blaðamaður The Sidney Morning
Herald taldi flutning hennar á síð-
arnefnda laginu þann besta á tón-
leikunum. „Hún söng lagið eins og
hún hefði nýlega uppgötvað það
og gæti þar af leiðandi tengst því
tilfinningalegum böndum.“
Stutt er síðan Ólöf hitaði upp
fyrir hljómsveitina Grinderman
á tónleikum í Tasmaníu. Þar þótti
hún eiga erfitt með að ná til fjöld-
ans, öfugt við tónleikana á Syd-
ney Festival. Ólöf hitaði upp fyrir
hljómsveitina CocoRosie á tónleik-
um í hinu fræga óperuhúsi í Syd-
ney í gærkvöldi. Í kvöld heldur
hún svo tónleika í borginni Mel-
bourne, sem verða hennar síðustu
á tónleikaferðalaginu um Ástralíu.
- fb
Himnesk frammistaða
Fjórir Íslendingar í vinnu á
tökustað Karlar sem hata konur
Sex vinir Sjonna syngja Eurovision-lagið
KOMA SAMAN AFTUR
Fjórir úr Waterslide-
hópnum snúa aftur í
Söngvakeppni Sjón-
varpsins á laugardaginn
þegar þeir flytja lag
Sigurjóns Brink, Aftur
heim. Meðal þeirra
eru Hreimur Örn
Heimisson
og Gunnar
Ólason.
Okkur vantar
fólk til starfa !
ÁST TIL ALLRA :)
Ef þú ert 20 ára eða eldri og
reyklaus þá endilega sendu okkur
ferilskrá með mynd til:
laundromatcafe@gmail.com
www.thelaundromatcafe.com