Fréttablaðið - 07.02.2011, Síða 40

Fréttablaðið - 07.02.2011, Síða 40
 7. febrúar 2011 MÁNUDAGUR24 sport@frettabladid.is FRAMSTÚLKUR eru úr leik í Evrópukeppni bikahafa eftir tvö töp gegn þýska liðinu HSG Blomberg. Leikirnir töpuðust með einu og tveimur mörkum. Niðurstaðan mikil vonbrigði fyrir Fram sem ætlaði sér stærri hluti í þessari keppni og keypti meðal annars útileikinn af þýska liðinu Viltu vita hvers virði eignin þín er í dag? Pantaðu frítt söluverðmat án skuldbindinga. Hringdu núna 699 5008 Hannes Steindórsson Sölufulltrúi hannes@remax.is Sími: 699 5008 Þórarinn Jónsson hdl. lögg. Fasteignasali Poweradebikar karla: KR-Tindastóll 81-69 KR: Marcus Walker 16/5 fráköst/6 stolnir, Finnur Atli Magnússon 12/6 fráköst, Pavel Ermolinskij 11/14 fráköst/12 stoðsendingar/5 stolnir, Brynjar Þór Björnsson 10/6 fráköst, Jón Orri Kristjáns- son 10/4 fráköst, Fannar Ólafsson 8/9 fráköst, Hreggviður Magnússon 8, Ólafur Már Ægisson 3, Skarphéðinn Freyr Ingason 2, Páll Fannar Helgason 1. Tindastóll: Hayward Fain 32/14 fráköst, Drag- oljub Kitanovic 25, Sean Kingsley Cunningham 5/6 fráköst, Friðrik Hreinsson 4/5 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 2, Helgi Freyr Margeirsson 1. Haukar-Grindavík 70-82 Haukar: Semaj Inge 26/9 fráköst, Gerald Robin- son 13/15 fráköst/3 varin skot, Haukur Óskarsson 12/4 fráköst/3 varin skot, Sveinn Ómar Sveinsson 10/7 fráköst, Örn Sigurðarson 7, Emil Barja 2/4 fráköst. Grindavík: Kevin Sims 25/4 fráköst/5 stoðsend- ingar, Páll Axel Vilbergsson 21/4 fráköst, Þorleifur Ólafsson 17/8 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Ólafur Ólafsson 7/9 fráköst/4 varin skot, Ryan Pettinella 4/7 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 4, Ármann Vilbergsson 3, Helgi Björn Einarsson 1/4 fráköst. Poweradebikar kvenna: KR-Hamar 65-60 KR: Margrét Kara Sturludóttir 25/12 fráköst, Chazny Paige Morris 20/5 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 7/9 fráköst/6 stoðsendingar, Signý Hermannsdóttir 5/6 fráköst, Helga Einarsdóttir 3/6 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 3/5 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 2/13 fráköst. Hamar: Jaleesa Butler 23/12 fráköst/6 varin skot, Kristrún Sigurjónsdóttir 11/5 fráköst/5 stolnir, Slavica Dimovska 11/6 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 7, Guðbjörg Sverrisdóttir 6/6 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 2/5 fráköst. N1-deild kvenna: Valur-Stjarnan 26-24 Valur: Kristín Guðmundsdóttir 6, Karólína Gunn- arsdóttir 5, Hildigunnur Einarsdóttir 4, Ragnhildur Guðmundsdóttir 3, Anna Úrsula Guðmundsdóttir 3, Hrafnhildur Skúladóttir 2, Dagný Skúladóttir 2, Stjarnan: Hanna G. Stefánsdóttir 8, Elísabet Gunnarsdóttir 3, Sólveig Lára Kjærnested 3, Gunnur Sveinsdóttir 3, Esther Viktoría Ragnars- dóttir 3, Kristín Clausen 2, Hildur Harðardóttir 1, Haukar-ÍBV 21-27 Haukar: Erla Eiríksdóttir 5, Hekla Hannesdóttir 4, Karen Sigurjónsdóttir 3, Þórdís Helgadóttir 2, Viktoría Valdimarsdóttir 2, Gunnhildur Pétursdótt- ir 2, Katarína Baumruk 1, Agnes Ósk Egilsdóttir 1. ÍBV: Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 6, Aníta Elías- dóttir 6, Guðbjörg Guðmannsdóttir 4, Ester Ósk- arsdóttir 4, Renata Horvath 4, Rakel Hlynsd. 2. Grótta-HK 16-25 Grótta: Sigrún Birna Arnardóttir 4, Eva Björk Dav- íðsdóttir 3, Björg Fenger 2, Lovía Jóhannsdóttir 2, Ásrún Birgisdóttir 2, Fríða Jónsdóttir 1, Guðný Halldórsdóttir 1, Ásgerður Jóhannesdóttir 1. HK: Brynja Magnúsdóttir 8, Tinna Rögnvaldsdóttir 4, Elín Anna Baldursdóttir 4, Auður Ómarsdóttir 2, Harpa Baldursdóttir 2, Gerður Arinbjarnar 1, Elísa Ósk Viðarsdóttir 1, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 1. FH-ÍR 29-17 FH: Margrét Ósk Aronsdóttir 6, Heiðdís Guð- mundsdóttir 5, Steinunn Snorradóttir 5, Sigrún Jóhannsdóttir 3, Aníta Ægisdóttir 2, Berglind Björgvinsdóttir 2, Hafdís Kristinsdóttir 2, Sigrún Gilsdóttir 1, Birna Íris Helgadóttir 1, Hind Hannes- dóttir 1, Ingibjörg Pálmadóttir 1. ÍR: Sif Jónsdóttir 6, Elizabeta Kowal 4, Þorbjörg Steinarsdóttir 3, Silja Ísberg 3, Steinunn Svein- björnsdóttir 1. ÚRSLIT KÖRFUBOLTI „Maður er að skríða saman hægt og rólega. Þetta er bara eintóm hamingja,“ sagði körfuboltaþjálfarinn Hrafn Kristj- ánsson þegar undirritaður heyrði í honum hljóðið í gær. Hrafn þjálfar bæði karla- og kvennalið KR sem unnu um helgina undanúrslitaleiki sína í Powerade-bikarnum. Kvennaliðið byrjaði á því að vera fyrst liða til að leggja Hamar að velli, vann 65-60 sigur í spenn- andi leik. „Við höfðum spilað mjög grimma og jafna leiki við þær í deildinni. Við vissum að við yrðum aftur í þannig leik og ættum alla möguleika á að klára hann með sigri,“ sagði Hrafn. „Það er alltaf þannig að maður reynir hitt og þetta yfir leikinn og það gengur ekki allt upp. Við fórum í svæðisvarnarafbrigði í fyrri hálfleik sem var ekki að ganga upp og við urðum að vinna upp í einhvern tíma. Það gekk hins vegar frábærlega upp gegn þeim síðast. Heilt yfir þá var ákafinn og andinn sem við ætluðum að koma með inn í leikinn til staðar. það var kannski það sem skilaði þessu í lokin.“ Lítill tími til þess að fagna fyrri sigrinum Mikil gleði braust út hjá KR- konum eftir leik. „Þær voru í skýjunum. Í byrj- un tímabils vissum við að það yrði annar gangur á þessu frá síðasta tímabili. Það voru ansi margar frá meistaraliðinu farnar og það var eiginlega alltaf okkar plan að toppa með þetta lið einmitt á þess- ari dagsetningu, þegar í undanúr- slit bikarsins væri komið. Þá væri liðið farið að gera sig gildandi sem eitt af toppliðunum,“ sagði Hrafn. Hann fékk ekki mikinn tíma til að fagna sigri kvennaliðsins því strax í kjölfarið var komið að karlaliðinu að mæta Tindastóli. Hrafn hrósaði Sauðkrækingum fyrir þeirra nálgun. „Þeir komu mjög vel undirbún- ir til leiks og voru greinilega að reyna að halda hraðanum niðri og ná þannig að hanga á því að spila á færri mönnum en við. Þeim tókst það mjög vel fram eftir leik en lenda svo í því að þurfa að nota leikhléin örar en við og áttu bara eitt leikhlé eftir. Þá fórum við að pressa og þeir kláruðu sitt síðasta leikhlé og þá opnuðum við smá mun,“ sagði Hrafn sem mun hafa í nægu að snúast á sjálfan bikarúrslitadaginn enda báðir úrslitaleikirnir leiknir samdægurs. „Ég fékk generalprufu í Lengju- bikarnum. Það fór ekki eins og lagt var upp með en var ákveðin generalprufa fyrir það sem koma skal. Það er ekkert nema gaman að klæða sig upp í fínni fötin og taka þátt í körfuboltaveislu í fjóra til fimm tíma,“ sagði Hrafn en KR var einnig í úrslitum hjá báðum kynjum í Lengjubikarnum í byrjun vetrar og þá var leikið í Höllinni. Hrafn byrjar fljótlega að búa sig undir daginn stóra. „Undirbúningur hjá mér byrjar í og með fljótlega en fókusinn á lið- inu verður að vera á næsta leik;“ sagði Hrafn. elvargeir@frettabladid.is Gaman að fara í fínni fötin Hrafn Kristjánsson er á leið í Laugardalshöllina með bæði karla- og kvennalið KR en lið hans báru sigur úr býtum í undanúrslitaleikjum sínum á laugardag sem var stór dagur hjá honum. Hrafn var enn að skríða saman í gær. SPARIKLÆDDUR Hrafn Kristjánsson verður í jakkafötunum í Laugardalshöllinni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FRJÁLSAR Meistaramót Íslands fór fram í Laugardalshöll um helgina. ÍR varð Íslandsmeistari fjórða árið í röð en félagið fékk 30.696 stig. HSK/Selfoss varð í öðru sæti með 14.102 stig og FH varð að sætta sig við þriðja sæti með 13.951 stig. ÍR vann kvennakeppnina með gríðarlegum yfirburðum en ÍR- stelpur fengu 19.305 stig en HSK/ Selfoss var með 8.456. UFA varð í þriðja sæti með 6.887 stig. ÍR vann einnig karlakeppnina með 11.391 stig en Breiðablik var ekki langt á eftir með 9.190 stig. FH þar rétt á eftir í þriðja sæti með 9.131 stig. Búist var við því að metin myndu falla á þessu móti en af því varð alls ekki. Óhætt er að segja að árangurinn á mótinu hafi valdið vonbrigðum. Aðeins eitt Íslandsmet var sett og það kom í 4x400 metra boð- hlaupi. Það met setti ÍR og bætti met Breiðabliks sem hafði staðið frá árinu 2008. - hbg MÍ í frjálsíþróttum: ÍR varð Íslands- meistari Á FLUGI Bjarni Malmquist Jónsson úr Fjölni varð annar í langstökkinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR HANDBOLTI Örvhenti hornamað- urinn Ragnar Hjaltested hélt í morgun til Noregs þar sem hann mun spila með Kristiansund til loka tímabilsins. Þar hittir Ragnar fyrir fyrr- um þjálfara sinn hjá HK, Gunnar Magnússon. Ragnar hefur ekkert leikið handbolta í vetur og var orðað- ur við nokkur lið fyrir áramót en allt kom fyrir ekki. - hbg Ragnar Hjaltested: Samdi við Kristiansund KÖRFUBOLTI Það varð ljóst í gær að Grindvíkingar verða mótherjar KR í bikarúrslitunum þann 19. febrúar. Grindavík vann sigur á Haukum á útivelli 82-70. Leikur- inn var jafn og spennandi allan tímann en í síðasta fjórðungnum voru þeir gulu mun sterkari. „Grindavík er með reynslu- mikið lið og þeir vita nákvæm- lega hvað þeir eru að gera,“ sagði Haukur Óskarsson, leikmaður Hauka, eftir leikinn. „Þeir tóku þennan leik ekkert á meiri baráttu eða meiri hæfileik- um heldur bara reynslunni.“ Það sást strax í byrjun leiks að mikið var í húfi og hart var bar- ist. Liðin skiptust á að hafa for- ystuna í fyrsta leikhluta en gest- irnir voru stigi yfir að honum loknum. Haukar leiddu þó í hálfleik með tveggja stiga mun 35-33. Jafn- ræðið hélt áfram þar til í síðasta fjórðungnum er leiðir fór loks að skilja. Þegar liðin mættust í Grinda- vík í deildarleik á dögunum unnu Haukar sannfærandi sigur. „Við vorum mjög slakir í síð- ustu tveimur leikjum en núna var miklu meiri karakter í liðinu. Við mættum tilbúnir og kláruðum dæmið. Við erum alltaf að læra, svona er bara boltinn. Svo lengi sem menn átta sig á að það þarf að laga eitthvað þá er þetta í lagi. Það kemur niðursveifla hjá öllum liðum,“ sagði Páll Axel Vilbergs- son, leikmaður Grindavíkur. - egm Haukar stóðu lengi vel í Grindavík í undanúrslitum Powerade-bikarsins í gær: Reynslusigur hjá Grindvíkingum GRIMMUR Semaj Inge og félagar börðust vel fyrir sínu í gær en það dugði ekki til. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.