Fréttablaðið - 09.02.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.02.2011, Blaðsíða 8
8 9. febrúar 2011 MIÐVIKUDAGUR 1 Hvað er ráðlagt í baráttunni við Candida-sveppasýkingu? 2 Með hvaða sænska liði spilar Logi Gunnarsson körfubolta? 3 Hvenær var aðdáendahátíð CCP fyrst haldin hér á landi? SVÖR 1. Magnesíum. 2. Solna. 3. 2002. TONN AF TÆKIFÆRUM EÐA EINTÓMAR ÓGNANIR? Í tilefni af aðalfundi 2011 stendur Félag atvinnurekenda fyrir opnum fundi um 10. febrúar 2011 kl. 16-17.30 og fer fram í veitingahúsinu Nauthól. Félagsmenn í FA athugið að aðalfundur félagsins fer fram kl. 14.00 sama dag á sama stað. DAGSKRÁ 1. Ávarp Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra 2. „Iceland's Platform for Growth from the U.S. Perspective“ Luis E. Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi 3. „Það er fleira hagræðing en uppsagnir“ Guðný Rósa Þorvarðardóttir, framkvæmdastjóri Parlogis 4. „Er óstöðugt rekstrarumhverfi náttúrulögmál?“ Bogi Þór Siguroddsson, stjórnarformaður Johan Rönning Fundarstjóri: Hanna Katrín Friðriksson, viðskiptaþróun lyfjasviðs Icepharma Skráning á fundinn fer fram á bjarndis@atvinnurekendur.is Luis E. Arreaga sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi VIÐSKIPTI Á ÍSLANDI: SAMKEPPNI Flugmálastjórn vísar á bug aðdróttun- um um að vera handbendi ákveðins flugrekanda enda leitast stofnunin við að veita heimildir í takt við alþjóðlegt verklag í flugréttindum, en veitir hins vegar ekki heimildir á grundvelli samkeppnis- laga. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Flugmálastjórnar í gær. Með henni er brugðist við nýbirtri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Flugmálastjórn segist taka til sín þau atriði í áliti Samkeppniseftirlitsins sem að stofnuninni snúa og kveður verklagi hafa verið breytt. Þannig sé ekki lengur leitað álits íslenskra flugrekenda á umsóknum erlendra flugrekenda. Athugasemdir Samkeppniseftirlitsins sneru að afgreiðslu á umsókn breska flugfélagsins Astraeus Airlines um flugréttindi á grundvelli loftferða- samnings milli Íslands og Kanada. Flugmála- stjórn bendir á að samningurinn leyfi ekki að íslensk stjórnvöld heimili Kanadaflug erlendra flug rekenda. Þá hafi Kanada hafnað því að gera nýjan opnari samning við Ísland, líkt og gildi við ríki Evrópusambandsins. Loftferðasamningurinn við Kanada frá árinu 2007 er sagður hafa ákveðin lokunaráhrif á mark- aði fyrir áætlunarflug þangað. Til dæmis sé skil- yrði að íslenskur flugrekandi verði að bjóða upp á áætlunarflug til Halifax þrisvar í viku yfir sumar- tímann og tvisvar í viku yfir vetrartímann. Hingað til hafi ekki aðrir en Icelandair viljað undirgangast þessi skilyrði. - óká BOEING 757 Icelandair er eina flugfélagið sem hefur viljað undirgangast ströng skilyrði til Kanadaflugs. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Loftferðasamningurinn við Kanada setur flugfélögum strangar skorður um flug: Verklagi hefur þegar verið breytt SAMGÖNGUR Umferðin í janúar dróst saman um tæplega átta pró- sent borin saman við umferðina í janúar 2010, en mælt er á sextán völdum talningarstöðum á hring- veginum. Þetta er gífurlegur samdráttur en í ljós verður að koma hvort hann eigi einungis við um jan- úarmánuð eða muni halda áfram eftir því sem á árið líður, segir á vef Vegagerðarinnar. - shá Ótrúlegar aksturstölur milli ára: Akstur í janúar snarminnkar FRÁ HELLISHEIÐI Akstur landans drógst saman um átta prósent í janúar. DÓMSMÁL Tveir erlendir bræður hafa verið úrskurðaðir í gæslu- varðhald til 11. febrúar vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu á tugum innbrota og þjófnaðarmála. Fyrir sitja í gæsluvarðhaldi tveir sautján ára piltar og 23 ára maður sem hafa játað á sig um sjötíu inn- brot á höfuðborgarsvæðinu. Verð- mæti þýfisins getur numið tugum milljóna króna. Bræðurnir voru handteknir á föstudagsmorguninn síðastliðinn og úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Fram kemur í greinargerð lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna kröfu um gæsluvarðhald yfir þeim að annar þeirra hafi tekið við þýfinu og að hann hafi staðgreitt fyrir það með reiðufé. Fyrir liggi símagögn sem stað- festa samskipti á milli þremenn- inganna sem sátu fyrir í gæslu- varðhaldi og bróðurins og beri gögnin það með sér að þeir hafi verið að eiga viðskipti með þýfi. Við húsleit hjá bræðrunum hafi lögregla fundið ýmsa muni sem grunur er um að sé þýfi þar á meðal tölvur, sjónvarp og pen- inga. Þá hafi lögregla einnig fund- ið á heimili þeirra bræðra kvitt- anir sem bendi til útflutnings á peningum og séu flestar kvittan- irnar stílaðar á nafn hins bróður- ins. - jss HÚSLEIT Lögregla gerði húsleit hjá bræðrunum. Fimm í gæsluvarðhald vegna stóra innbrotamálsins: Bræður grunaðir um að kaupa þýfi EGYPTALAND, AP „Við munum ekki gefa upp á bátinn kröfu okkar, sem er sú að stjórnin fari frá,“ sagði Wael Ghonim, þrítugur markaðs- stjóri Google í Egyptalandi, þegar hann ávarpaði mannfjöldann á Tahrir-torgi í Kaíró í gær. Ghonim var látinn laus á mánu- dag eftir tólf daga í fangelsi. Hann er einn þeirra sem skipulögðu upp- haf mótmælanna í Egyptalandi fyrir hálfum mánuði og var ákaft fagnað af mannfjöldanum þegar hann birtist á torginu í gær. Um 130 þúsund manns skráðu sig í gær á Facebook-síðu sem lýsir yfir stuðningi við hann sem tals- mann mótmælendanna. Hann tal- aði stutt og af yfirvegun, en virðist hafa náð vel til fjöldans. Mótmælin á torginu í gær voru þau fjölmennustu frá upphafi og er talið að hundruð þúsunda hafi komið þar saman til að krefjast afsagnar Hosni Mubarak forseta og stjórnar hans. Góð stemmning var í mannfjöldanum og ekki sjáan- legt að fólkið ætlaði að sætta sig við neinar málamiðlanir. Fáum erlendum fréttamönnum var leyft að fara inn á torgið. Þeim var gert að verða sér úti um leyfi frá upplýsingaráðuneyti landsins, en afgreiðsla umsókna um slík leyfi er tímafrek og tekur nokkra daga. Einungis þeir sem þegar voru búnir að fá leyfi fengu að fara inn á torgið. Víðar í arabaheiminum virð- ist vera jarðvegur fyrir mótmæli áþekk þeim sem nú standa yfir í Egyptalandi og þeim sem hröktu forseta Túnis frá völdum í síðasta mánuði. Nokkrir tugir kvenna komu saman á laugardag í Ríad, höf- uðborg Sádi-Arabíu, að krefjast þess að fangar yrðu látnir lausir sem þær segja með röngu sakaða um að tengjast herskáum samtök- um. Þar í landi hefur hópur manna einnig stofnað Facebook-síðu, þar sem gerðar eru kröfur um meiri atvinnu og ábyrgari stjórnmál í þessu auðuga olíuríki. Í Kúvæt hafa verið boðuð mót- mæli í næstu viku en í Barein í næsta mánuði. Ekkert er þó víst að af þeim verði. Í Sýrlandi tókst stjórnvöldum að koma í veg fyrir að mannfjöldi safnaðist saman til mótmæla í síðustu viku, þrátt fyrir að boðað hafi verið til þeirra. gudsteinn@frettabladid.is Vilja enga málamiðlun Mótmælendur í Egyptalandi ætla ekki að sætta sig við neinar málamiðlanir. Þrítugur markaðsstjóri óðum að verða talsmaður mótmælendanna í Kaíró. METFJÖLDI Á TORGINU Talið er að hundruð þúsunda manna hafi komið saman á Tahrir-torgi í Kaíró í gær. NORDICPHOTOS/AFP VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.