Fréttablaðið - 09.02.2011, Síða 10
10 9. febrúar 2011 MIÐVIKUDAGUR
HAGTÖLUR Íslendingum fjölgaði um
822 á árinu 2010, en 1. janúar síð-
astliðinn voru landsmenn 318.452
talsins og hafði fjölgað um 0,3
prósent milli ára, að því er fram
kemur í nýjustu tölum Hagstofu
Íslands. Fjöldinn hefur þó ekki
enn náð hámarkinu sem var árið
2009, þegar 319.368 bjuggu á land-
inu.
Íbúum fækkaði milli ára í fimm
af átta landshlutum, hlutfalls-
lega mest á Vestfjörðum þar sem
fækkunin nam 3,1 prósenti, en 225
íbúar fluttu þaðan. Mesta fækkun-
in var þó á Suðurnesjum, en íbúar
þar eru nú 271 færri en í upphafi
síðasta árs.
Kynja- og aldursskipting
þjóðarinnar hefur einnig breyst
milli ára þar sem konum fjölgar
og meðalaldur hækkar.
Í ársbyrjun var meðalaldur
Íslendinga 36,6 ár en var 36,4 árið
áður.
Hlutföll kynjanna meðal lands-
manna eru nú óðum að jafnast og
eru nú 50,2 prósent karlmenn, en
árið 2008 var hlutfallið 51 pró-
sent. Konum hefur fjölgað statt og
stöðugt á þessum árum, en körlum
fækkar. Má þar sennilega telja til
brottflutning erlendra vinnu-
manna, sem og útrás íslendinga í
vinnu erlendis. - þj
Hagtölur sýna fólksfjölgun, fleiri konur og hærri meðalaldur:
Íslendingum fjölgar að nýju
FÓLKSFJÖLDI Íslendingar eru nú 318.452
talsins. Hlufall kvenna hefur aukist jafnt
og þétt síðustu ár. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Málþing Náttúrulækningafélags Íslands - 10. febrúar 2011
Fundarstjóri:
Magna Fríður Birnir hjúkrunarforstjóri HNLFÍ í Hveragerði
Frummælendur:
Ingibjörg H. Jónsdóttir, dósent í lífeðlisfræði
og yfirmaður Streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar.
“Streituvandamál – orsakir – afleiðingar - besta lausnin”
Sigrún Ása Þórðardóttir, sálfræðingur og verkefnisstjóri HNLFÍ
“Að meta eigin streitu og streituvalda”
Allir velkomnir!
Aðgangseyrir 1.000 kr.
Frítt fyrir félagsmenn. Berum ábyrgð á eigin heilsu
Ingibjörg H. Jónsdóttir
Sigrún Ása Þórðardóttir
Magna Fríður Birnir
Jafnvægi og vellíðan
Líf án streitu
Náttúrulækningafélag Íslands efnir
til málþings í Kjarna, Kjarnaskógi
fimmtudaginn 10. febrúar 2011 kl. 20.00
· Hverjar eru orsakir streitu?
· Hverjar eru afleiðingar streitu
· Hvernig má varast streitu
· Hvaða úrræði eru í boði gegn streitu
– Lifið heil
Fyrir þig
í Lyfju
www.lyfja.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
Y
F
5
35
00
0
2/
11
AVENA SATIVA
– betri svefn
Avena Sativa er þekkt af því að hafa nærandi,
heilsubætandi og róandi áhrif á taugakerfið.
Er mjög gott gegn streitu og svefntruflunum.
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MÁ BJÓÐA YKKUR MEIRI VÍSI?
Stærsti frétta- og afþreyingarvefur landsins.
KJARASAMNINGAR Krafan um sam-
ræmda launastefnu og heildar-
kjarasamninga undir forystu ASÍ
og SA mætir mikilli andstöðu frá
forsvarsmönnum og félagsmönnum
stéttarfélaga þar sem starfsfólk
í útflutningsgreinum er ráðandi.
„Nú eru útflutningsgrein-
arnar að velta sér upp úr
peningum,“ segir Sverrir
Albertsson, formaður
Afls – starfsgreinafélags
á Austurlandi. „Við viljum
eitthvað af þessum pen-
ingum til okkar félags-
manna.“
Vilhjálmur Birgis-
son, formaður Verkalýðs-
félags Akraness (VLFA),
nálgast málið með svip-
uðum hætti. Um 70 pró-
sent félagsmanna í VLFA
starfa í útflutningsgrein-
um; sjávarútvegi og stór-
iðju. Félagið gerði síðast
kjarasamning 17. febrú-
ar árið 2008. Þá kostaði
Bandaríkjadalurinn um
66 krónur. Í dag er gengi
dalsins tæpar 116 krónur.
Kostnaður útflutnings-
fyrirtækja við launagreiðslur til
íslenskra starfsmanna er því mun
lægra hlutfall af tekjum heldur en
var þegar síðustu samningar voru
gerðir.
„Við gerum þá kröfu að kaup-
máttarskerðingunni verði skilað
til baka. Það eru engar forsend-
ur fyrir þeirri skerðingu,“ segir
Vilhjálmur. „Það mun aldrei ríkja
sátt um það að taka allan íslenskan
vinnumarkað undir í samræmdri
launastefnu óháð getu hverrar
atvinnugreinar fyrir sig.
Sverrir Albertsson nefnir að
starfsfólk útflutningsfyrirtækja
á landsbyggðinni naut þess í
engu þegar krónan var sterkust á
þensluárunum.
Vilhjálmur og Sverrir
leggja áherslu á að félags-
leg samstaða sé innan
félaganna um þessa nálg-
un. „Við erum algjörlega
tilbúin til að taka þátt í að
sýna atvinnugreinum sem
eiga undir högg að sækja
skilning,“ segir Vilhjálm-
ur og nefnir byggingar-
iðnaðinn í því sambandi.
„Ástand atvinnugreina er
afar mismunandi.“
Vilhjálmur Egilsson,
framkvæmdastjóri Sam-
taka atvinnulífsins, hvik-
ar hins vegar ekki frá
kröfum um samræmda
launastefnu. „Við ætlum
ekki að láta undan kröf-
um um umframhækkanir
og framkalla verðbólgu,“
segir hann. Núverandi
staða krónunnar sé tíma-
bundið ástand og óeðlilegt. Afstaða
atvinnurekenda sé skýr og hún
sé sú að sömu hækkanir eigi að
bjóða starfsmönnum í sjávar-
útvegi, byggingariðnaði, stóriðju
og öðrum greinum á almennum
markaði og að þeim samningum
undirrituðum, starfsmenn ríkis og
sveitarfélaga. Miklar hækkanir til
einstakra greina muni flæða yfir
allt atvinnulífið og valda verð-
bólgu. peturg@frettabladid.is
Vilja kaup-
máttarskerð-
ingu bætta
Verkalýðsfélög þar sem starfsfólk í útflutningsgrein-
um er ráðandi vilja ekki samræmda launastefnu
undir forystu ASÍ og SA. Formaður Afls segir út-
flutningsgreinarnar velta sér upp úr peningum nú.
ÚTFLUTNINGUR Álverið í Reyðarfirði samdi við starfsmenn sína um háar eingreiðslur
gegn því að framlengja kjarasamning til skamms tíma. Þrýst er á um að fleiri
útflutningsfyrirtæki fari sömu leið.
Það mun
aldrei ríkja
sátt um
það að taka
allan íslenskan
vinnumarkað
undir í sam-
ræmdri launa-
stefnu.
VILHJÁLMUR
BIRGISSON
FORMAÐUR VLFA
UMDEILD LÍKSÝNING Líksýningin
Bodies er enn á ferðinni um heiminn,
þessa dagana í nýrri og endurbættri
útgáfu í New York. Þar getur að líta
þennan látna mann í körfuboltastell-
ingum. NORDICPHOTOS/AFP
FERÐAMÁL Erlendir gestir hafa
aldrei verið jafn margir í janúar
og í ár, frá því að Ferðamálastofa
hóf talningar í Leifsstöð.
Fram kemur á vef iðnaðar-
ráðuneytisins að um 22 þús-
und erlendir gestir hafi farið
frá landinu í janúar. Brottfarir
hafi verið 3.500 fleiri en í janúar
2010. „Erlendum gestum fjölgaði
því um 18,5 prósent í janúarmán-
uði á milli ára,“ segir þar.
Þá kemur fram að umtalsvert
fleiri Íslendingar hafi farið utan í
janúar í ár en í fyrra. - óká
Fleiri á ferðinni í janúar:
Aldrei fleiri
erlendir gestir