Fréttablaðið - 09.02.2011, Side 17

Fréttablaðið - 09.02.2011, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 9. febrúar 2011 17 Undirrituð er einlægur stuðnings-maður alþjóðlegs samstarfs og telur að það sé grundvöllur þess að stuðla megi að friði og auknum mannréttindum meginþorra mannkyns. Í ljósi þeirra hugsjóna hef ég horft jákvæðum augum á aðild Íslands að ESB sem mér finnst hafa gegnt lykilhlutverki í að koma á friði og aukinni velferð í Evrópu. ESB var sett á lagg- irnar eftir síðari heimsstyrj- öldina til að koma á og við- halda friði. Þegar múrinn féll var ESB lykilaðili í að nútíma- væða og endurbyggja Austur- Evrópulöndin og ef til vill hefði sá gjörningur ekki geng- ið jafn vel fyrir sig ef ESB hefði ekki verið til staðar. ESB átti ríkan þátt í að binda enda á kalda-stríðið og koma á stöðugleika og hagsæld í fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna. Evrópuumræðan á Íslandi snýst sjaldan um þau atriði sem hér hafa verið nefnd heldur einblína Evrópusinnar og Evrópuandstæðingar á hagsmuni Íslands sem snúa þá yfirleitt að ákveðnum atvinnugreinum t.d. sjávarútvegi og land- búnaði. Hagsmunasamtökin sem hræðast sambandið mest eyða miklum fjármunum og ekki síður pólitískum ítökum í að koma í veg fyrir að þjóðin geti rætt eða tekið ákvörðun um hvernig hún vill þróa sam- band sitt við ESB. Ég segi sambandið því það er nákvæmlega það sem við erum að tala um, við erum búin að vera trú- lofuð ESB síðan 1994 þegar við tókum þátt í EES-samningnum. Þátttaka sem hefur skilað okkur öflugra háskólastarfi og nútímavæðingu menntakerfisins. Nú er spurningin, viljum við ganga lengra í sambandi okkar við Evrópusambandið, viljum við ganga upp að altarinu? Ef við segjum já þá erum við ekki ein- göngu að segja að við treystum því að hag okkar sé borgið í sambandinu heldur einnig að við höfum eitthvað fram að færa, að við séum rödd sem ætlar sér að taka virkan þátt í þróun sambandsins. Ef við segjum nei þá erum við að segja að við teljum hag okkar betur borgið utan sambandsins og við teljum að Ísland eigi ekki að vera þátttakandi í þróun sam- starfs Evrópuríkja. Það er undir okkur öllum komið að taka þessa ákvörðun og til þess að við getum gert það af einhverju viti þá þurfum við að kynna okkur málin vel. Í upphafi ræddi ég um friðarbandalagið ESB. Nýir tímar kalla á nýjar áherslur og stærsta vandamál jarðar- búa í dag snýr að loftslags- breytingum og umhverfismálum. Glöggt má sjá þegar rýnt er í áherslur ESB á sviði rannsókna og nýsköpunar að það sem sett er á oddinn er vistvæn orka, orkunýting og rannsóknir á áhrifum loftslagsbreytinga á gróðurfar og þar með mannlíf. Nú er ég ekki að segja að samkomur Sameinuðu þjóðanna og OECD hafi ekki sín áhrif á þróun þessara mála en ég tel að virkt samstarf á borð við ESB þar sem til er fjármagn og ferli til að stýra þróunarvinnu sé það eina sem dugar í slíkum málum. Mig grunar að til þess að mannkynið komi sér saman um leiðir að markmiðinu þá þurfi hver og einn að gefa eitthvað eftir af sínu full- veldi og deila gæðum sínum með öðrum þjóðum ekki bara til að auka á hagsæld heldur til að bjarga mannslífum í heimi sem einkennist af fátækt, misrétti og mannréttindabrotum. Hagsmunatog eða hugsjónir Ísland og ESB Stefanía Kristinsdóttir framkvæmdastjóri ÞNA á Austurlandi Ný og breytt inntökuskilyrði í Öskju-hlíðarskóla útiloka stóran hóp þroska- hamlaðra frá skólanum. Með því að meina börnum með þroskahömlun um skólavist í sérskóla brjóta fræðsluyfirvöld 17. grein grunnskólalaga frá 2008 þar sem segir: „Telji foreldrar barns, skólastjórar, kenn- arar eða aðrir sérfræð- ingar að það fái ekki notið kennslu við sitt hæfi í almennum grunn- skóla geta foreldrar sótt um skólavist fyrir barnið í sérúrræði innan grunn- skóla eða í sérskóla.“ Í reglugerð um nem- endur með sérþarfir frá 2010, 2.grein, 3. máls- grein segir: „Með sér- úrræði er átt við skóla- vist sem kallar á málsmeðferð skv. V og VI kafla, þ.e. í sérdeildum sem reknar eru innan tiltekinna grunnskóla, skólavist í sérskóla þar sem slíkt úrræði er til staðar og sjúkrakennslu. Almennur stuðningur við nemendur í kennslustundum telst ekki til sérúrræða í þessum skilningi.“ Það að foreldrar geti sótt um skólavist í sérúrræði eða sérskóla felur í sér að sér- skóli eða sérdeild sé raunverulegur val- kostur sem standi til boða. Í greininni stendur ekki: „geta reynt en það þýðir ekki neitt.“ Sveitarfélögum hlýtur að vera skylt að sjá til þess að þessi úrræði séu til staðar Ef ný og breytt inntökuskilyrði í Öskju- hlíðarskóla eiga að standa þarf að breyta lögunum þannig að fram komi að foreldr- ar sumra barna sem ekki fái notið kennslu við sitt hæfi í almennum grunnskóla, geti sótt um skólavist fyrir barnið í sérskóla. Slíkt stríðir þó gegn stjórnarskrá lýð- veldisins þar sem segir í annarri máls- grein 76.greinar: „Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi.“ Þótt í lögunum segi að foreldrar geti sótt um skólavist í sérúrræði eða sér- deild innan grunnskóla þá eru það orðin tóm fyrir foreldra þroskahamlaðra barna því slíkar deildir eru ekki starfræktar lengur. Ef fræðsluyfirvöld vilja fara að lögum og virða stjórnarskrá lýðveldisins verða þau að bjóða öllum börnum sem ekki fá notið kennslu við sitt hæfi í almennum grunn- skóla, uppá skólavist í sérskóla eða sérúrræði innan grunnskóla. Þá er rétt að minna fræðsluyfirvöld á þriðju grein barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland er aðili að, en þar segir: „Það sem er börnum er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar er ákvarðanir sem þau varða.“ Ísland er einnig aðili að samningi Sam- einuðu þjóðanna um fólk með fötlun en þar segir í sjöundu grein: „Í öllum aðgerð- um, sem snerta fötluð börn, skal fyrst og fremst hafa það að leiðarljósi sem er við- komandi barni fyrir bestu.“ Ég hvet fræðsluyfirvöld til að fara að lögum þegar teknar eru ákvarðanir sem varða þroskahömluð börn, setja í forgang það sem þeim er fyrir bestu og virða stjórnarskrá lýðveldisins. Ég hvet fræðsluyfirvöld til að færa inntöku- skilyrði Öskjuhlíðarskóla til fyrra horfs þannig að skólinn standi öllum þroska- heftum börnum til boða en ekki bara sumum. Brotið á fötluðum börnum fatlaðir Ásta Kristrún Ólafsdóttir sálfræðingur, kennari og foreldri barns með þroskahömlun Þótt í lögunum segi að foreldrar geti sótt um skólavist í sérúrræði eða sérdeild innan grunnskóla þá eru það orðin tóm. Við erum búin að vera trúlofuð ESB síðan 1994 þegar við tókum þátt í EES-samn- ingnum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.