Fréttablaðið - 09.02.2011, Page 25
ferðir ●MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2011 5
Kínverjar fögnuðu nýju ári
hinn 3. febrúar en kínverska
nýárið ber upp á ólíkum degi
ár hvert, þó ávallt á tímabilinu
21. janúar til 20. febrúar.
Nýárstíminn er mesti ferða-
mannatími ársins í Kína enda
nota milljónir manna fríið til
að fara og heimsækja ættingja
og vini. Oft er um farand-
verkamenn að ræða sem vinna
fjarri heimkynnum sínum og
hitta fjölskyldur sínar aðeins
einu sinni á ári. Gert er ráð
fyrir því að yfir tvö hundruð
milljónir farþega muni nýta
sér lestarsamgöngur í kring-
um nýárið og fram undir miðj-
an mars og eru jafnvel dæmi
um að fólk þurfi að bíða dögum
saman eftir fari.
Í ár er ár kaninunnar sam-
kvæmt kínverska tímatalinu
og tekur það við af ári tígris-
dýrsins sem var í fyrra. Öfugt
við tígrisdýrið boðar kanínan
rólegheit og þægindi. Sam-
kvæmt kínverskri speki er
þó sagt að tígurinn elti kanín-
una inn í árið og að eitthvað af
því ófyrirsjáanlega sem fylgi
tígris dýrinu fylgi inn í ár kan-
ínunnar.
Kanínuár boða þó þvert á
tígurár rólega, skapandi og
jákvæða tíma. - ve
Þegar áfangastaður hefur verið
valinn og flugmiðinn er í höfn
taka margir næsta skref og
verða sér úti um ferðahandbók
sem tekur til
alls sem máli
skiptir á staðn-
um þangað
sem ferðinni
er heitið.
Hefðbundn-
ar ferðahand-
bækur fara
y f i r s ö g u
staðarins,
s e g j a f r á
helstu kennileitum og tína til ólík
hótel og veitingastaði. Þó eru til
sértækari bækur og mætti nefna
handbókina Watching the English
– The hidden rules of English
behaviour eftir Kate Fox sem
gæti komið sér vel ef ætlunin
er að dvelja lengi á meðal Breta,
enda eru þeir þekktir fyrir allt
aðrar kurteisisvenjur en við
Íslendingar. Þá nýtur bókin The
Good Pub Guide 2011 sérstakra
vinsælda og þykir ekki slæmt að
fá krána sína skráða í hana enda
næsta víst að ferðalangar noti
hana til að vísa veginn. Á amazon.
com er svo að finna ógrynni
ferðabóka sem taka til flestra
heimshorna.
Vísar veginn á
bestu krárnar
Ferðamannastraumurinn hófst fyrir alvöru í lok síðasta mánaðar og víða þarf fólk að bíða í
löngum röðum til að geta keypt sér lestarmiða.
Mesti ferðatími ársins í Kína
Á löngum flugferðum er nauðsyn-
legt að reyna að hreyfa sig, jafn-
vel þótt plássið sé af skornum
skammti enda eru dæmi um að fólk
með háan blóðþrýsting og önnur
heilsufarsvandamál lendi í vand-
ræðum ef það situr hreyfingar-
laust í sætum sínum svo tímunum
skipti. Hér eru nokkur ráð:
● Kreistið bolta eða sokkapar í
lófunum þar til þið finnið fyrir
þreytu í höndunum.
● Lyftið fótunum upp og snúið
ökklunum í nokkra hringi.
● Setjið hælana í gólf og kreppið
fæturna í átt að sköflungnum.
Endurtakið nokkrum sinnum.
● Setjið hendurnar á stólarminn,
lyftið lærunum upp úr sætinu
nokkrum sinnum.
● Teygið á og liðkið hálsinn. Hallið
höfðinu til beggja hliða, aftur á
bak og áfram og í hring.
● Lyftið öxlum upp að eyrum og
slakið á. Endurtakið nokkrum
sinnum.
● Teygið hendurnar fram. Kross-
leggið fingur og teygið eins
langt fram og mögulegt er.
Höfuð, herðar,
hné og tær
NJÓTTU ÞESS AÐ FERÐAST
Á EINFALDAN HÁTT.
ÞÚ KEMST
ÞANGAÐ
MEÐ OKKUR! Áætlunarferðir Flugrútunnar
eru í tengslum við allar komur
og brottfarir flugvéla um
Keflavíkurflugvöll.
BSÍ - Umferðarmið
101 Reykjavík
580 5400
O
Áætlun Flugrútunnar frá BSÍ
til Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar
Mán. Þri. Mið. Fim. Fös. Lau. Sun.