Fréttablaðið - 09.02.2011, Síða 40

Fréttablaðið - 09.02.2011, Síða 40
28 9. febrúar 2011 MIÐVIKUDAGUR Tónlist ★★★ Svanasöngur Ágúst Ólafsson, Lára Stefánsdóttir og Gerrit Schuil fluttu dansútgáfu Svanasöngs Schuberts í Íslensku óperunni. Lengi var talið að svanurinn, nánar tiltekið hnúðsvanurinn, væri þögull allt til dauða. Þegar dauðastundin nálgaðist hæfi hann upp raust sína og syngi eitt fallegt lag. Að sjálfsögðu er þetta ekki rétt. En orðið svanasöngur hefur samt fest sig í sessi, og allir vita hvað það þýðir. Lagaflokkur eftir Schu- bert ber þetta heiti, en það voru síðustu lögin sem hann samdi. Þegar þau voru gefin út eftir dauða hans, kallaði útgefandinn þau þessu nafni. Ólíkt frægum lagaflokkum Schuberts, Malarastúlkan fagra og Vetrarferðin, eru ljóðin ekki aðeins eftir eitt skáld heldur þrjú, þau Rellstab, Heine og Seidl. Yrkis- efnið er þó yfirleitt ástin og ástar- sorgin, og tónlistin lyftir skáld- skapnum upp í hæstu hæðir. Hún er með því fegursta sem Schubert samdi. Svanasöngurinn var á dagskrá Íslensku óperunnar á föstudags- kvöldið. Umgjörðin var óvenjuleg. Ekki aðeins söng Ágúst Ólafsson og Gerrit Schuil spilaði á píanó, heldur var líka dansað við verkið. Dans við þekkta tónlist gæti sjálfsagt orðið óskaplega hallæris- legur. Það er auðvelt að vera til- gerðarlegur þegar svo rómantísk tónlist er annarsvegar. En dansinn, sem var eftir Kennet Oberly, var smekklegur og fallega táknrænn fyrir dýpri merkingu tónlistar- innar. Dansarinn, Lára Stefáns- dóttir, var táknmynd innblásturs- ins, guðleg vera; kannski átti hún að vera skáldagyðjan. Persóna dansarans flæktist aldrei fyrir, hún var einfaldlega andi tónlistar- innar holdi klæddur. Hið harmi þrungna skáld, sem veit að dauðinn nálgast, var prýði- lega leikinn af Ágústi. Andstæð- urnar, sorgin og hinn yfirskil- vitlegi andi, endurspegluðust í látlausum búningum Filippíu I. Elísdóttur. Ágúst var svart klæddur og drungalegur, Lára hvítklædd og björt. Smekkleg lýsing Magnúsar Arnars Sigurðarsonar undir- strikaði þessar andstæður. En andstæðurnar sameinuðust og það var hrífandi að fylgjast með því hvernig það gerðist. Útfærsla danshöfundar ins Oberly var eðli- leg og trúverðug, látbragðið til- gerðarlaust. Bæði Lára og Ágúst voru sannfærandi í leik sínum. Tónlistarflutningurinn var yfir- leitt ágætur. Ágúst var nokkra stund að komast almennilega í gang, efstu tónarnir voru ekki alltaf alveg í fókus. Gerrit spilaði af tilfinningu, en hann virtist taugaóstyrkur í byrjun. Rétta stemningin var þó alltaf til staðar, allar misfellur fyrirgáfust því auð- veldlega. Óneitanlega var þetta skemmtileg, frumleg og athyglis- verð sýning. Jónas Sen Niðurstaða: Flottur dans, yfirleitt góður tónlistarflutningur. Sannfærandi umgjörð. Hin bjarta skáldagyðja SVANASÖNGUR Ágúst Ólafsson og Gerrit Schuil fluttu síðasta lagaflokk Schuberts við ljóð þriggja skálda í Íslensku óperunni á föstudag en Lára Stefánsdóttir túlkaði í dansi. Ef þú ert hjá Símanu getur þú hlustað á Bestu lögin í tölvunn á 0 kr. í dag á bestulogin.siminn.is Bestu lögin bjóða upp á kvikmyndatónlist Magnaðir miðvikudagar með SímanumEf þú ert hjá Símanum getur þú hlustað á Bestu lögin í tölvunni á 0 kr. í dag á bestulogin.siminn.is Nánar á s imi nn .is LONDON BOULEVARD 8 og 10.10 THE FIGHTER 5.40, 8 og 10.20 MÚMÍNÁLFARNIR 3D - ISL TAL 6 LITTLE FOCKERS 8 og 10 ALFA OG ÓMEGA - ISL TAL 6 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar www.laugarasbio.is -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar TRYGGIÐ YKKUR MIÐA Á WWW.SAMBIO.IS V I P 1414 14 14 14 14 14 14 L L L L L L L L L 10 12 12 12 12 12 -mbl “IRRESISTIBLY ENTERTAINING. WITTY AND HEARTBREAKING” BLOOMBERG NEWS, RICK WARNER “THE KING’S SPEECH SHOULD BE ON STAGE ON OSCAR NIGHT” THE WALL STREET JOURNAL, JOE MORGENSTERN NY POST, LOU LUMENICK NY OBSERVER, REX REED NY DAILY NEWS, JOE NEUMAIER NY OBSERVER, REX REED  -boxoffice magazine  - empire  - Morgunblaðið  - Fréttablaðið SANCTUM-3D kl. 5.30 - 8 og 10.30 KING’S SPEECH kl. 5.30 - 8 - 10.30 ÆVINTÝRALEGUR FLÓTTI-3D ísl. Tali kl. 5.30 DILEMMA kl. 8 og 10.30 GREEN HORNET-3D kl. 10.15 KLOVN: THE MOVIE kl. 8 ROKLAND kl. 5.30 THE KING’S SPEECH kl. 5:40 SANCTUM kl. 8 - 10:20 KLOVN - THE MOVIE kl. 6 - 8 ROKLAND kl. 10:20 FRÁ JAMES CAMERON L E I K S T J Ó R A T I T A N I C O G A V A T A R HEIMSFRUMSÝND Á ÍSLANDI 40 ÞÚSUND SKELLI HLÆGJANDI ÁHORFENDUR! SANCTUM-3D kl. 5:40 - 8 - 10:20 THE KING´S SPEECH kl. 5:30 - 8 - 10:30 THE KING´S SPEECH kl. 5:30 - 8 - 10:30 KLOVN - THE MOVIE kl. 5:50 - 8 - 10:20 ROKLAND kl. 5:40 - 8 - 10:20 ÆVINTÝRALEGUR FLÓTTI M/ ísl. Tali kl. 5:50 HEREAFTER kl. 8 HARRY POTTER kl. 10:30 Síðustu sýningar SANCTUM-3D kl. 8:20 - 10:40 THE KING´S SPEECH Númeruð sæti kl. 5:50 - 8 - 10:30 KLOVN - THE MOVIE Númeruð sæti kl. 10:20 ÆVINTÝRALEGUR FLÓTTI-3D M/ ísl. Tali kl. 5:50 YOU AGAIN kl. 5:50 - 8 WWW.SAMBIO.IS sýnd í BLACK SWAN KL. 5.40 - 8 - 10.30 16 BLACK SWAN LÚXUS KL. 5.40 - 8 - 10.30 16 MÚMÍNÁLFARNIR 3D KL. 3.40 L THE DILEMMA KL. 5.30 - 8 - 10.30 L THE GREEN HORNET 3D KL. 3.30 - 5.25 - 8 - 10.35 12 ALFA OG ÓMEGA 3D KL. 3.30 L THE TOURIST KL. 8 - 10.20 12 GULLIVER´S TRAVELS 3D KL. 3.30 - 5.50 L BLACK SWAN KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 LONDON BOULEVARD KL. 8 - 10.10 16 THE FIGHTER KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 BURLESQUE KL. 8 - 10.30 L GAURAGANGUR KL. 5.50 7 BARA HÚSMÓÐIR* KL. 6 ENSKUR TEXTI L *SÝND ÁFRAM Í NOKKRA DAGA SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5% 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS T.V. - KVIKMYNDIR.IS B. I., KVIKMYNDIR.COM -H.S.S.,MBL THE DILEMMA KL. 8 L MÚMÍNÁLFARNIR 3D KL. 6 L DEVIL KL. 8 - 10.10 16 THE GREEN HORNET 3D KL. 10.10 12 ALFA OG ÓMEGA 2D KL. 6 L ÍSLENSKT TAL Í 3-D -H.S.S., MBL

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.