Fréttablaðið - 09.02.2011, Síða 46

Fréttablaðið - 09.02.2011, Síða 46
34 9. febrúar 2011 MIÐVIKUDAGUR „Við erum eftir á – við eigum alveg slatta inni,“ segir Engilbert Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Tonlist.is. Íslendingar kaupa hlutfallslega minna af tónlist á netinu en aðrar þjóðir og stela því meira. Sam- kvæmt upplýsingum Fréttablaðs- ins er hlutfall tónlistar sem keypt er á netinu undir tíu prósentum af heildarsölunni meðan hlut- fallið á heimsvísu er 29 prósent, samkvæmt nýrri skýrslu sam- takanna IFPI. Engar nákvæmar tölur yfir hlutfall tónlistarsölu á netinu á Íslandi eru tiltækar, en til stendur að ráða bót á því sam- kvæmt Ásmundi Jónssyni, for- manni Félags hljómplötufram- leiðenda. Engilbert telur að Íslendingar séu tveimur árum á eftir öðrum þjóðum í tónlistarverslun á netinu, þrátt fyrir að þjóðin virð- ist vera afar tæknivædd á öðrum sviðum. „Ég held að verðið spili líka inn í. Virðisaukaskatturinn á tónlist er 25,5 prósent á niðurhali en bara sjö prósent á geisladiski,“ segir hann. Engilbert bendir á að sala á tónlist á netinu hafi staðnað á heimsvísu milli áranna 2009 og 2010 á meðan hún jókst um 27 prósent hér á landi. Hann bendir einnig á að 80 prósent af keyptri tónlist á netinu hér á landi séu íslensk. „Þrátt fyrir að við séum með 50 þúsund íslensk lög á móti 5,5 milljónum erlendra laga,“ segir hann og bætir við að hlut- fall ólöglegs niðurhals sé hátt hér á landi. „Þannig að tilhneigingin virðist vera að kaupa íslenskt en stela erlendu. Menn sjá U2 aug- lýsta, rjúka inn á vefinn og kaupa Sálina.“ Vefverslunin iTunes, sem er á vegum Apple, er stærsta tón- listarverslun heims. Verslunin er ekki aðgengileg Íslendingum og engin áform eru um að opna iTunes á Íslandi, samkvæmt upplýsingum frá Bjarna Áka- syni, framkvæmdastjóra Epli. is, umboðsaðila Apple á Íslandi. Bjarni segir þó að þúsundir Íslendinga kaupi tónlist í versl- unum iTunes með sérstökum inneignarkortum sem hægt er að nálgast með krókaleiðum. atlifannar@frettabladid.is FÉSBÓKIN „Hvað er að frétta? Tja, kallinn er bara kominn með sama pilates-kennara og Dorrit.“ Margeir Ingólfsson plötusnúður ENGILBERT HAFSTEINSSON: VIÐ ERUM TVEIMUR ÁRUM Á EFTIR ÖÐRUM Íslendingar stela meira af tónlist en aðrar þjóðir EFTIRBÁTAR Íslendingar kaupa hlutfallslega minna af tónlist á netinu en aðrar þjóðir. Engilbert Hafsteinsson á Tonlist.is bendir þó á að kaup á tónlist á netinu á Íslandi séu í mikilli sókn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Það er frábært að fá hann þarna inn. Hann þekkir þetta inn og út og er nörd nördanna,“ segir Guð- mundur Gunnarsson, sem verður kynnir í úrslitum Eurovision á laugardagskvöld ásamt Páli Óskari, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Ragnhildur Steinunn, sem hefur staðið við hlið Guðmundar í undankeppninni, verður erlendis og því ekki með að þessu sinni. „Ef við værum ekki með Pál í úrslitaþætti Söngvakeppninnar væru þetta bara vörusvik. Ég held að margir áhorfendur yrðu svekktir ef hann yrði ekki einhvers staðar sýnilegur,“ segir Guð- mundur. Hann lofar skemmtilegu úrslitakvöldi þar sem mikið verður um að vera. „Við erum að leggja drög að því að byrja þetta af svolitlum krafti. Jafnvel að við sjáum einhverja tónlistarmenn sem við tengjum ekki almennt við Eurovision sem skemmtiatriði,“ segir hann og bætir við að einnig verði fylgst náið með úrslitakeppni hinna Norðurlandanna sem verður haldin á sama tíma. Sigurvegarinn frá því í fyrra, Hera Björk, kemur í heimsókn, segir frá því sem á daga hennar hefur drifið undanfarið ár og tekur að sjálfsögðu lagið. Guðmundur býst við að keppnin um sigurlagið verði æsispennandi. „Það eru ákveðnir þættir í þessu sem gera þetta óútreiknanlegt. Það hefur oft verið þannig að maður hefur nokkra sterka hugmynd um hvaða lag sigrar en við teljum að tvö ef ekki fleiri lög komi vel til greina.“ Sjálfur hefur hann skemmt sér vel sem kynnir keppninnar. „Þetta er ólíkt öllu öðru sem ég hef gert í fjölmiðlum hingað til og er skemmtilegra en ég átti von á, þótt ég hafi reiknað með því að þetta yrði skemmtilegt.“ - fb Óútreiknanlegt úrslitakvöld GUÐMUNDUR GUNNARSSON Guðmundur stjórnar úrslitakvöldi Eurovision ásamt Páli Óskari Hjálmtýssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON af tekjum tón- listariðnaðarins í heiminum komu í gegnum sölu á tónlist á netinu árið 2010. 29% Sjónvarpsþátturinn Ameríski draumurinn, sem fjallaði um kapphlaup Sveppa og Villa við Audda og Egil Einarsson um Bandaríkin, er tilnefndur til Edduverðlaunanna sem skemmtiþáttur ársins. Aðdá- endur þáttarins geta farið að hlakka til næsta hausts þegar ný þáttaröð fer í loftið á Stöð 2 en að þessu sinni verður ferðast um Evrópu. Þeirri hugmynd hefur verið velt upp að bæta við þriðja liðinu í keppnina til að gera þáttinn fjöl- breyttari. Þriðja liðið yrði stelpu- lið og hafa nöfn fegurðardísanna Tinnu Alavis og Ragnheiðar Ragnarsdóttur verið orðuð við þátttöku. Ekkert er þó enn frágengið með þetta. - hdm FRÉTTIR AF FÓLKI Önnur plata íslensku hljómsveit- arinnar Groundfloor, …This Is What´s Left of It, var tekin upp í borginni Salzburg í Austurríki. Þar hefur sveitin vakið athygli að undanförnu á sama tíma og hún er nánast óþekkt hér heima. „Þegar við gáfum út Bones- plötuna [fyrsta plata Ground- floor] reyndum við að kynna hana heima. Hún var ekki mjög útvarpsvæn, var hrá og djössuð, þannig að við gáfumst upp á því,“ segir söngvarinn og gítarleik- arinn Ólafur Tómas Guðbjarts- son. „Austurríkismenn virtust kveikja á þessu og platan seld- ist upp mjög fljótlega. Þá fór ég að kíkja til Austurríkis og vinna tónlist þar og við fórum þang- að í túr 2009. Það gekk svona glimrandi vel og það þekktu okkur allir.“ Tveir meðlimir Ground- floor eru búsettir í Salzburg: Harpa Þorvaldsdóttir, sem er að læra þar söng, og kontrabassa- leikarinn Haraldur Guðmunds- son. Einnig eru í bandinu Þor- valdur Þorvaldsson, Harpa Þorvaldsdóttir og Julia Czern- iawska. Hljómsveitin hefur farið í þrjá kynningartúra um Austurríki og einnig var hún aðal númerið á tónlistar hátíðinni Mundus í ítölsku borginni Reggio Emilia. Borgarstjórinn hafði keypt plötu Groundfloor á litlu kaffihúsi á Íslandi og heillaðist svo að hann krafðist þess að hún kæmi fram á hátíðinni. Groundfloor er nýkomin úr kynningarferð um Austurríki og hélt vel heppnaða útgáfu- tónleika á staðnum Jazzit í Salzburg. Tvær austurrískar sjónvarpsstöðvar tóku tónleik- ana upp. Bandið kemur aftur saman seinna í þessum mánuði í Salzburg þar sem það mun spila í vinsælum spjallþætti. - fb Íslensk hljómsveit vekur athygli í Austurríki GROUNDFLOOR Hljómsveitin Ground- floor hefur vakið mikla lukku í Salzburg. Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 990 Fiskréttir Humar 2000 kr.kg Súr Hvalur K r./ kg . K r./ kg . Fr á Fr á Skötuselur 1990 kr.kg roðlaus/bei nlaus www.landmark.is - sími: 512 4900 - Bolholti 4 Til sölu Veitingarekstur í 101 Reykjavík Um er að ræða veitingastað, kaffihús og bar með góðu veislueldhúsi í miðbæ Reykjavíkur sem er þekktur og vinsæll. Opið frá kl. 11.30 til 01 á virkum dögum og til kl. 03 um helgar. Frábær tími framundan. Gott tækifæri fyrir samhenta aðila. Nánari uppl. aðeins gefnar á skrifstofu Landmark fasteignasölu hjá Magnúsi Einarssyni, lgf. VIÐ ERUM AÐ LEITA AÐ ÞÉR! Ef þú ert opinn og skemmtilegur sölusnillingur þá langar okkur að fá þig í liðið okkar. Við erum að leita að appelsínugulum Talsmönnum sem búa yfir hæfni í mannlegum samskiptum, stundvísi og metnaði. Umsóknir sendist á atvinna@talsala.is MINNA BRUÐL. MEIRA TAL.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.