Fréttablaðið - 22.02.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.02.2011, Blaðsíða 8
22. febrúar 2011 ÞRIÐJUDAGUR8 OKKAR Framtíð er ný og kærkomin trygging sem snýst um „efin” í lífi barna okkar og ungmenna og fjárhag þeirra á fullorðinsárum. Allar upplýsingar eru á vefsetrinu okkar.is og þar er unnt að ganga frá tryggingarkaupum með einföldum hætti. „efin ” Framtíð o g fjá rhag fullor ði n sá ra n n afyrir í lífin u Er þitt barn barn? ze b ra – Lifið heil Lægra verð í Lyfju ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 36 71 0 2/ 11LipoSan Ultra 20% afsláttur Minni fita – færri hitaeiningar! Áður: 4.990 kr. Nú: 3.989 kr. Afsláttur gildir til 5. mars. Náttúrulega leiðin til að léttast. LipoSan er íslensk framleiðsla sem inniheldur kítósan, náttúrulegar trefjar unnar úr rækjuskel. Viðurkenndar rannsóknir benda til þess að trefjarnar bindi fitu, dragi úr hitaeiningafjölda og hafi auk þess góð áhrif á kólesteról. Þrír fyrstu forsetar lýð- veldisins hreyfðu sig varla út fyrir landsteinana. Landkynningartímabil forseta hefst í tíð Vigdísar Finnbogadóttur. Kosning Ólafs Ragnars Grímssonar markar skil í sögu embætt- isins að mati sagnfræðings. Þáttaskil verða í sögu embættis forseta Íslands með Ólafi Ragn- ari Grímssyni, að mati Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings. „Embættið hefur gjörbreyst í forsetatíð Ólafs Ragnars,“ segir hann, en því hefur jafnvel verið haldið fram eftir að forsetinn ákvað í fyrradag að vísa þriðju Icesave-samningunum til þjóð- arinnar að hann sé orðinn valda- mesti maður íslenskra stjórn- mála. Má í því samhengi nefna þá túlkun forsetans að eftir að þjóð- in hafnaði fyrri samningum hefði þurft alþingiskosningar til þess að Alþingi gæti afgreitt málið frá sér á ný, án aðkomu þjóðarinnar. Guðni bendir á að fyrri for- setar, einkum Vigdís Finnboga- dóttir og Kristján Eldjárn, hafi verið ópólitískir og frekar litið á það sem hlutverk sitt að hlúa að íslenskri menningu og vera svo- kallað sameiningartákn. „Ásgeir Ásgeirsson og Sveinn Björnsson voru sama sinnis en létu þó aðeins taka til sín á stjórnmálasviðinu, en fyrst og fremst þegar kom að stjórnarmyndunum.“ Hann segir að reyndar hafi bæði Vigdís og Kristján líka látið til sín taka við stjórnarmyndanir, en þá vegna þess að þau hafi neyðst til frekar en vegna þess að þau hafi sýnt því einhvern áhuga. Guðni áréttar þó að þeir fjórir forsetar sem setið hafi á Bessa- stöðum á undan Ólafi Ragnari Grímssyni hafi verið eins mis- jafnir og þeir voru margir. „En í sögu forsetaembættisins eru stóru þáttaskilin hins vegar á milli þeirra og Ólafs Ragnars. Hann er miklu virkari í innlendri stjórn- málabaráttu og á alþjóðavettvangi og er allt öðruvísi forseti en fyrir- rennararnir.“ Guðni segir vitan- lega þurfa að taka breytta tíma með í reikninginn en breytingin á embættinu sé fyrst og fremst til komin vegna ákvarðana Ólafs Ragnars. „Hann hefur breytt íslenskri stjórnskipan.“ Ólafur Ragnar hefur í embætt- isverkum sínum veitt stuðning fyrirtækjum sem hafa viljað KANADA Í APRÍL 2007 Landkynningartímabil íslenskra forseta hófst í tíð Vigdísar Finnbogadóttur. Ólafur Ragnar Grímsson lagði íslenskum fyrirtækjum gjarnan lið í útrás sinni, en leið fyrir þann stuðning eftir hrun. Hér opnar hann með Björgólfi Guðmunds- syni viðskiptaskrifstofu Landsbankans í Winnipeg í Kanada vorið 2007. MYND/LANDSBANKINN Vinsæll á ný eftir tvær Icesave-synjanir Fimm hafa gegnt embætti forseta Íslands síðan það var sett á laggirnar á Þingvöllum: 1944-1952 Sveinn Björnsson var fyrst kjörinn forseti Íslands á Alþingi 1944. Var hann þjóðkjörinn án atkvæðagreiðslu tvisvar, árið 1945 og aftur 1949. 1952-1968 Ásgeir Ásgeirsson var fyrst kjörinn forseti 1952 og hlaut þá 32.924 atkvæði, eða 46,7 prósent greiddra atkvæða. Ásgeir var endurkjörinn án atkvæðagreiðslu 1956, 1960 og 1964. 1968-1980 Kristján Eldjárn var fyrst kjörinn forseti 1968 og hlaut hann 67.544 atkvæði, eða 65 prósent greiddra atkvæða. Kristján var endurkjörinn án atkvæðagreiðslu 1972 og 1976. 1980-1996 Vigdís Finnbogadóttir var fyrst kjörin forseti 1980 með 43.611 atkvæðum, eða 33,6 prósentum greiddra atkvæða. Vigdís var endurkjörin án atkvæða- greiðslu 1984 en 1988 kom fram mótframboð gegn henni. Í kosningum þá hlaut hún 92,7 prósent greiddra atkvæða. Vigdís var svo endurkjörin án atkvæðagreiðslu 1992. 1996 til dagsins í dag Ólafur Ragnar Grímsson var fyrst kjörinn forseti árið 1996 með 68.370 atkvæðum, eða 40,86 prósentum greiddra atkvæða. Ólafur Ragnar var endurkjörinn án atkvæðagreiðslu 2000 en 2004 kom fram mótframboð. Þá hlaut Ólafur Ragnar 67,5 prósent greiddra atkvæða. Árið 2008 var Ólafur Ragnar Grímsson endurkjörinn án atkvæðagreiðslu. Forsetar íslenska lýðveldisins frá 1944 Forseta er hægt að leysa frá embætti áður en kjörtíma hans er lokið, ef það er samþykkt með meirihluta atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu sem til er stofnað að kröfu Alþingis. Á þingi þarf sú krafa að hafa hlotið fylgi þriggja fjórðu hluta þingmanna. Kveðið er á um þetta í elleftu grein stjórnarskrár lýðveldisins. Í kjallaragrein sem Eiríkur Bergmann, doktor í stjórnmálafræði og dósent við Háskólann í Bifröst, skrifaði í DV í gær bendir hann á að lagaprófessorarnir Ólafur Jóhannesson og Þór Vilhjálmsson hafi talið að beitti forseti Íslands málsskotsrétti sínum kæmi í raun til uppgjörs á milli forsetans annars vegar og þings og ríkisstjórnar hins vegar. „Í bókinni Stjórnskipun Íslands, einu helsta grundvallarriti lagadeildar HÍ, heldur Ólafur Jóhannesson því fram að þingið myndi þá jafnvel hug- leiða að beita 11. grein stjórnarskrárinnar sem kveður á um frávikningu forseta,“ segir Eiríkur í grein sinni. Af því hefur hins vegar ekki orðið í þau skipti sem Ólafur Ragnar hefur beitt málskotsréttinum, fyrst vegna fjölmiðlalaganna og svo Icesave. Í grein sinni segir Eiríkur heimildir herma að ríkisstjórnin sé svo að niðurlotum komin í málinu „að leiðtogar hennar hugleiði það í fúlustu alvöru að láta sverfa til stáls“. Eiríkur segir að með því að synja lögum Alþingis í þrígang hafi Ólafur Ragnar fært embætti forsetans af friðarstóli á Bessastöðum og í fremstu víglínu íslenskra stjórnmála. „Hvað sem öðru líður er embættið gjörbreytt – alla vega frá því sem það var í tíð Kristjáns Eldjárns og Vigdísar Finnbogadóttur,“ segir hann. Talið var að þingið hugleiddi að beita elleftu greininni Forsetakjör skal fara fram síðasta laugardag í júnímánuði fjórða hvert ár, samkvæmt lögum um framboð og kjör til forseta Íslands. Kosið verður á næsta ári. Kveðið er á um það í stjórnar- skránni að frambjóðandi til embættis forseta skuli vera minnst 35 ára gamall. Þá þarf að uppfylla sömu skilyrði og gerð eru um kosn- ingarétt til Alþingis, að undanskildu búsetuskilyrði, en samkvæmt því þarf að eiga lögheimili á Íslandi til að eiga kosningarétt. Ekki eru aðrar kröfur gerðar til fram- bjóðenda. Fram kemur í fimmtu grein stjórnarskrárinnar að kjósa skuli forseta í beinum, leynilegum kosningum af þeim er kosningar- rétt hafi til Alþingis. „Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna og mest 3000. Sá, sem flest fær atkvæði, ef fleiri en einn eru í kjöri, er rétt kjör- inn forseti. Ef aðeins einn maður er í kjöri, þá er hann rétt kjörinn án atkvæðagreiðslu,“ segir þar. Kosningar að ári FRÉTTASKÝRING: Hvernig hefur Ólafur Ragnar Grímsson breytt embætti forseta Íslands? hasla sér völl á erlendri grundu, en sker sig þó ekki alveg úr í þeim efnum. „Vigdís varð svona land- kynningarforseti, bæði í krafti þess hversu mikla athygli kjör hennar vakti og að hún var glæst- ur fulltrúi lands og þjóðar. Svo var auðvitað þessi alþjóðavæð- ing íslensk efnahagslífs að hefj- ast í hennar tíð. Það var auðvitað allt öðruvísi en í tíð Kristjáns Eld- járns, Ásgeirs og Sveins, sem fóru varla út fyrir landsteinana,“ segir hann. En þótt landkynningartímabil forsetaembættisins hafi hafist í tíð Vigdísar bendir Guðni á að ákafi Ólafs Ragnars í stuðningi við útrásina hafi valdið honum tölu- verðum vanda eftir hrun. „Hann átti dálítið undir högg að sækja í almennri umræðu og þurfti að viðurkenna að honum hefði orðið á í messunni. En eftir að hafa nú í tvígang tekið fram fyrir hend- urnar á Alþingi og ríkisstjórninni hefur hann áunnið sér vinsældir almennings á nýjan leik.“ Hvað varðar synjunarvald og stöðu forseta gagnvart þinginu segir Guðni að allir fyrri forsetar hafi litið svo á að þetta vald væri til staðar í stjórnarskrá, en enginn þeirra hafi beitti því. „Vigdís lagð- ist reyndar undir feld 1993 og í hennar huga var ekkert sjálfgefið að hún skrifaði undir samning- inn um Evrópska efnahagssvæð- ið,“ segir Guðni, en niðurstaða Vigdísar var að með hliðsjón af því hvernig embættið hefði þró- ast væri það ekki í hennar verka- hring að synja lögum staðfesting- ar. „Sveinn Björnsson komst svo að orði að þjóðhöfðingjavaldið væri þingbundið og því settar þær skorður að þingið réði.“ Þá bendir Guðni á að stjórnar- skrá lýðveldisins hafi einung- is verið hugsuð til bráðabirgða og því sé kaflinn um þjóðhöfð- ingja um margt óskýr. „Hún var samin í skugga stríðsins og ein- hugur um að gera á henni sem minnstar breytingar, því menn óttuðust að allt færi í háaloft ef menn færu að rífast um stjórn- arskrána, á tíma þegar ráða- mönnum fannst mikilsverðast að sýna fram á einhug þjóðarinn- ar.“ Fyrir lýðveldisstofnun hafði konungur hér í stjórnarskrá að formi til algjört neitunarvald, en í lýðveldisstjórnarskránni var því breytt í málskotsrétt forseta. Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.