Fréttablaðið - 22.02.2011, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 22.02.2011, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 22. febrúar 2011 landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Ein leið til sparnaðar er að greiða niður skammtímaskuldir. Slík niðurgreiðsla getur verið skynsam- legasta skrefið í fjár- málum heimilisins. Góður varasjóður getur komið í veg fyrir að óvænt eða mikil útgjöld; viðgerðir og viðhald, heimilistæki eða sumarfrí fjölskyld- unnar, setji fjárhaginn úr skorðum. Með langtímasparnaði byggir þú upp sjóð með það fyrir augum að eiga fyrir breyt- ingum á heimilinu, myndarlegri greiðslu inn á íbúða- eða bíla- kaup eða safna fyrir framtíð barnanna. Með lífeyrissparnaði getur þú byggt upp langtímasparnað sem veitir þér meiri möguleika á auknum ráðstöfunartekjum og sveigjanlegum starfs- lokum. Byrjaðu að spara strax í dag. Komdu við í næsta útibúi, hringdu í 410 4000 eða stofnaðu til reglubundins sparnaðar í Einkabankanum á landsbankinn.is. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA N B I H F . ( L A N D S B A N K I N N ) , K T . 4 7 1 0 0 8 - 0 2 8 0 „Ég held að maður verði bara að byrja einhvers staðar, byrja á þúsundkallinum.“ Fyrir hverju á ég að spara? 1 2 3 4Greiða niðurskuldir Varasjóður Langtíma- sparnaður Lífeyris- sparnaður 5.-9. maí. Frá aðeins 109.000 kr. á fjögurra stjörnu hóteli í 4 nætur Frá kr. 109.900 Hotel Ayre Gran Via Barcelona Sértilboð til korthafa VISA! STJÓRNSÝSLA Innanríkisráðuneytið hefur auglýst þrjú embætti hæsta- réttardómara laus til umsóknar. Er til þeirra stofnað vegna aukins álags á réttinn. Eiga hæstaréttar- dómarar nýjum lögum samkvæmt að vera tólf næstu ár. Frá 2013 verð- ur ekki skipað í þrjár stöður sem losna upp frá því, þar til dómarar verða aftur orðnir níu. Í auglýsingunni er í ellefu liðum fjallað um hvaða upplýsingum umsækjendum ber að veita um sjálfa sig. Meðal þess eru upplýsingar um menntun og reynslu, almenna og sér- staka starfshæfni, andlegt atgervi og sjálfstæði í vinnubrögðum. Þá er beðið um upplýsingar um þrjá fyrr- verandi samstarfsmenn sem geta veitt dómnefnd upplýsingar um störf og samstarfshæfni umsækjanda. Með umsókn eiga að fylgja, eftir því sem við á, afrit af skriflegum verkum umsækjanda síðasta ár, hvort heldur er dómar, stefnur eða úrskurðir unnir fyrir stjórnvöld. Sömuleiðis er óskað eftir afritum af fræðiritum og tímaritsgreinum. Ekki hefur áður verið krafist jafn ítarlegra upplýsinga í auglýsingum um dómarastarf. Dómnefnd mun meta hæfni umsækjenda og hverja hún telur hæfasta. Formaður hennar er Páll Hreinsson hæstaréttardómari en aðrir nefndarmenn eru Stefán Már Stefánsson, Guðrún Agnarsdóttir, Allan Vagn Magnússon og Brynjar Níelsson. - bþs Auglýst eftir þremur dómurum við Hæstarétt: Ítarlegar upplýsingar fylgi umsóknunum ALÞINGI Sjö þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um styttingu hringvegarins. Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður er fyrsti flutningsmaður hennar. Gert er ráð fyrir lagningu nýs vegar á svo- nefndri Svínavatnsleið. Þannig má stytta hringveginn um 14 kílómetra og eins og fram kemur í tillögunni er þessi samgönguframkvæmd ein sú arðsamasta sem völ er á. Kostnaður við lagningu vegar- ins er talinn vera um tveir milljarð- ar króna og fjármögnun færi fram með veggjaldi. Sveitarstjórnarmenn í Austur-Húnavatnssýslu hafa lagst gegn lagningu vegar á Svínavatns- leið. Nýlega höfnuðu sveitarstjórnir Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps vegagerð á þessu svæði í aðalskipu- lagi sveitarfélaganna sem gildir til 2030. Í þingsályktunartillögunni segir: „Landsbyggðarfólk segir réttilega að það sé ekki einkamál Reykvík- inga hvar flugvöllur fyrir innan- landsflug sé. Sömu rök gilda um Svínavatnsleið að breyttu breytanda, það er ekki einkamál íbúa lands- byggðarinnar hvort hringvegurinn skuli hafður 14 kílómetrum lengri en hann þarf að vera.“ - áe Þingsályktunartillaga um styttingu þjóðvegarins: Vilja stytta hringveginn HÆSTIRÉTTUR ÍSLANDS Þrjú embætti hæstaréttardómara hafa verið auglýst laus til umsóknar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.