Fréttablaðið - 22.02.2011, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 22.02.2011, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 22. febrúar 2011 13 Oft er það svo þegar sjávarút-vegsmálin ber á góma að fólk missir óðar athyglina. Hugtökin eru mörg og ruglingsleg, margt gert til þess að flækja málin og iðulega láta þeir sem hæst hafa í það skína að þessi umræða sé ein- ungis fyrir sérfróða. En því er ekki þannig farið. Málið snýst um örfá afar einföld atriði. Hér ætla ég í örstuttu og skiljanlegu máli að gera grein fyrir muninum á þeim tveim leiðum sem helst eru ræddar um hvernig úthluta eigi veiðiheimildum. Ekki er við því að búast að hver sem er geri sér grein fyrir hvort einhver munur sé á tilboðsleið og samningaleið og hver hann þá sé. Tilboðsleiðin gerir ráð fyrir því að 5-8% aflaheimilda séu boðin upp árlega. Til einföldunar ætla ég að ganga út frá því að 5% kvótans verði innkölluð árlega í 20 ár. Ef útgerð hefur ekki bolmagn til þess að tryggja sér heimildir eitt árið verður samdrátturinn því aldrei meiri en 5%. Þá gefst gott ráðrúm til þess að hagræða í rekstri og ná sér í heimildir annað hvort á mark- aði innan ársins eða þá ári síðar þegar önnur 5% verða í boði. Með þessari aðferð er tryggt að útgerð- armaður standi ekki uppi einn dag- inn án allra sinna heimilda. Með þessum hætti er þess gætt að verð- ið fyrir heimildir verði aldrei of hátt né of lágt. Það tryggir þjóðinni rétt verð fyrir auðlindina og útvegs- mönnum öruggt aðgengi að heimild- um, án þess að mismuna þegnum landsins. Hún tryggir jafnan rétt fyrir lögum. Samningaleiðin er að vísu nær alveg óútfærð en gerir ráð fyrir því að núverandi handhafar kvótans fái að halda honum um ókomna tíð. Þeir fái skriflegan langtímasamning með endurnýjunarákvæði í stað úthlutunar til eins árs í senn svo sem nú er. Þá verður ríkið að semja við útgerðina um gjald fyrir heim- ildirnar, ekki verður möguleiki á að leigja þær öðrum sem meira vilja greiða. Útgerðin mun því sjá til þess að hún greiði ætíð lágmarksgjald fyrir aðganginn að auðlindinni. Verði samningstíminn t.d. 15 ár er hætt við því að þegar dregur að lokum samningstímans verði rekstri fyrirtækjanna þannig hátt- að að lítið verði aflögu til að borga fyrir heimildirnar þegar kemur að endurnýjun samninga. Ríkið mun þurfa að semja við fámennan hóp um greiðslu á nær öllum aflaheim- ildum okkar í einu. Útilokað er að fá rétt verð við þær kringumstæð- ur. Þetta býður upp á mikla hættu fyrir þjóðina og jafnframt útgerð- ina. Með þessari aðferð eru raun- verulegar líkur á því að útgerð sem er vel sett í aflaheimildum missi þær frá sér í einu vetfangi við lok samningstímans. Þannig gæti enn eitt sjávarplássið tapað atvinnu- rétti sínum í einni hendingu. Með samningaleið verður jafnræðis- ákvæði stjórnarskrárinnar var- anlega vikið til hliðar til að hygla fámennum hópi sem sölsað hefur undir sig verðmætustu auðlind þjóðarinnar. LÍÚ og fleiri halda því fram að tilboðsleiðin reki flest öll sjávarút- vegsfyrirtæki í gjaldþrot á örfáum árum. Það er merkileg staðhæfing. Tökum sem dæmi tvö fyrirtæki, eitt nýstofnað og annað sem fyrir er í greininni. Til einföldunar skulum við gera ráð fyrir að greiðsla fyrir aflaheimildir verði 20% af afla- verðmæti. Þá mun nýja fyrirtækið þurfa frá fyrsta degi að borga 20% af aflaverðmæti fyrir heimildirnar á sama tíma og sá sem fyrir er þarf fyrsta árið aðeins að greiða 20% af þeim 5% sem hann missir. Það gerir aðeins 1%. Annað árið þarf sá sem fyrir er því aðeins að greiða 2% o.s.frv. þar til að 20 árum liðnum að fyrirtækin standa jafnfætis. Þoli þeir sem fyrir eru í greininni ekki þessa leið er full ástæða að spyrja hvort aflaheimildirnar séu í réttum höndum í dag. Á mannamáli Þann 3. feb. skrifar Árni Gunn-arsson í Fréttablaðið og lýsir áhyggjum sínum yfir því að ef til- laga mannréttindaráðs Reykja- víkur verði samþykkt fái prestar Þjóðkirkjunnar ekki að heimsækja grunnskóla og ræða þar kristin gildi við nemendur. Hann nefnir að ástæðan sé „mismunun í kynn- ingu á trúarbrögðum“, þar sem kynningin gæti orðið flókin með 33 trúfélögum, en málið varðar ekki flækjur vegna fjölda trúfélaga heldur fyrst og fremst eðli málsins. Markmiðið er að koma í veg fyrir mismunun með því að hafa iðkun og boðun trúarbragða og lífsskoð- ana utan skólanna, en viðhalda góðri fagmennsku og fræðslu sem kennararnir sjá um sjálfir. Þetta er hin hlutlausa (án merkimiða) stefna sem allt starf á vegum ríkisins á að byggja á til þess að engum finn- ist að á sig halli sakir lífsskoðana sinna, hvort sem þær eru byggð- ar á trú eður ei. Slíkt fyrirkomu- lag (secular society) er það sem Sameinuðu þjóðirnar styðja og innifela í mannréttindasamþykkt- um sínum. Hlutlaus skóli er ekki þurrausinn gildum því að kenn- arar halda áfram að sýna gott for- dæmi og kenna í anda þeirra góðu gilda sem hinn móralski tíðarandi þjóðarinnar heldur í heiðri hverju sinni og getið er um í lögum og Aðalnámsskrá. Árni segir það „vera ómögulegt að koma auga á hættuna, [af] því, að prestar, ... fræði skólabörn um kristna trú“. Það er hins vegar fleira en það sem er beinlínis hættulegt sem er ekki við hæfi að fari fram í skólum. Það er t.d. ekki öllum að skapi að boðuð sé trú á upprisu eða kraftaverk, þó að ekki sé það með beinum hætti skaðlegt. Árni sagðist hafa farið „sjálfvilj- ugur“ í KFUM og börn munu geta það áfram. Það kemur skólanum ekkert við. Árni spyr svo af hverju siðrænir húmanistar berjist ekki frekar gegn innrætingu ofbeldis í þjóðfélaginu. Það er verðugt mál, en kemur málinu ekkert við. Hið sama má segja um hvort að „Jesús Kristur hafi verið húmanisti“. Sið- rænir húmanistar vilja ekki vera með boðun í skólum og því gildir einu hvort að prestar kynni til sög- unnar eitthvað húmaníska pers- ónu. Það er kennaranna að upplýsa börnin um trúarbrögð og lífsskoð- anir frá sjónarhóli hins upplýsta skoðanda samkvæmt bestu hlut- lægum upplýsingum sem liggja fyrir í faginu hverju sinni. Getum við ekki verið sammála um það? Árni og fleiri hafa sótt í að blanda þjóðsöngnum í þetta. Umræða um hann er annað mál þó að líkt og með grunnskóla ætti hann ekki að vera merktur einni lífsskoðun. Hann verður áfram sunginn í skólum og annars stað- ar, en hvort að lofgjörðarsöngur til guðs kristinna sé heppilegur sem þjóðsöngur fyrir alla er spurning sem vert er að skoða við annað tækifæri. Ísland er land mitt – eins og allra annarra. Áhyggjur af trúboði í skólum Skólar og kirkja Svanur Sigurbjörnsson stjórnarmaður í Siðmennt Sjávarútvegur Jón Gunnar Björgvinsson formaður Samtaka íslenskra fiskimanna … og passar með öllu www.ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Starfsgreinaráð samgöngu-, farartækja- og flutningsgreina á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis boðar til upplýsingafundar um stöðu menntunar í flutningagreinum. Fundurinn verður haldinn föstudaginn 25. febrúar 2011, kl 08.30 – 11.00 í Húsi atvinnulífsins Borgartúni 35, í fundarsal á 6. hæð. Meginmarkmið þessa fundar er að vekja áhuga á námi í flutningagreininni innan formlega skólakerfisins hér á landi. Framsögumenn munu kynna hvernig staðan er í dag og varpa ljósi á mikilvægi þessarar faggreinar til framtíðar á Íslandi. Dagskrá: 08.30 – 08.40 Morgunkaffi 08.40 – 08.50 Setning Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar- og þjónustu 08.50 – 09.10 „Frá Brasilíu til Búðardals“ Auður Þórhallsdóttir fulltrúi SA í starfsgreinaráði samgöngu-, farartækja- og flutningsgreina 09.10.– 09.30 Hvað þarf til að verða forstjóri flutningafyrirtækis? Emil B. Karlsson forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar 09.30 – 09.50 Hvaða möguleikar eru í stöðunni? Jón B. Stefánsson skólameistari Tækniskólans 09.50 – 10.10 Diplómanám í flutningafræðum við Opna háskólann í HR Kristján M. Ólafsson hagverkfræðingur, rekstrarráðgjafi hjá Netspor og stundakennari við HR 10.10 – 10.30 Ísland í lykilhlutverki í samgönguneti framtíðar Húni Heiðar Hallsson lögfræðingur og heimskautaréttarfræðingur 10.30 – 11.00 Umræður Fundarstjóri er Ólafur Finnbogason fulltrúi SA í starfsgreinaráði samgöngu-, farartækja- og flutningsgreina Fundurinn er opinn og þátttakendum að kostnaðarlausu. Kaffi og meðlæti. Skráning er á edda@idan.is eða lisbet@svth.is fyrir 24. febrúar n.k. Upplýsingafundur um stöðu menntunar í flutningagreinum 25. febrúar 2011 Staða og framtíð náms í flutninga- greinum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.