Fréttablaðið - 22.02.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 22.02.2011, Blaðsíða 16
22. 2 Íslandsmeistaramót barna og unglinga í kata fór fram á sunnudag og var þátttaka góð. Breiðablik varð Íslandsmeistari félaga í flokki unglinga og varði þar með titilinn frá því í fyrra, en Karatefélag Akraness varð Íslandsmeistari félaga í flokki barna. „Ég hló dátt þegar ég las grein um hugleiðsluaðferð til að losna við fíknir, en ákvað að gefa henni séns. Eftir það gerðust hlutirn- ir hratt, en mesta breytingin var að hætta að drekka, sem gerðist óvænt, áreynslulaust og alveg af sjálfu sér,“ segir myndlistarmaður- inn Daði Guðbjörnsson, sem fyrir fimm árum hóf að hugleiða að hætti Sahaja-jóga. „Eins og aðrar fylli- byttur taldi ég áfengi ekkert vanda- mál og ætlaði aðeins að minnka það, en sá fljótt hversu miklu betra var að vera laus við Bakkus. Síðan hefur mig ekki langað í glas,“ segir Daði einlægur um ósvikinn mátt jógans. „Höfundur Sahaja-jóga er Shri Mataji Nirmala Devi. Hugleiðslu- aðferð hennar felur í sér hreinsun- armátt sem gerir fólk svo öflugt og hreint að allir agnúar þess hverfa einn af öðrum, og árangur Sahaja birtist iðkendum strax í minnk- andi streitu, meiri ró og vellíðan. Þá hefur verið vísindalega sannað að reglulegar hugleiðsluæfingar Sahaja geti unnið á vissum sjúk- dómseinkennum og jafnvel læknað þau að fullu,“ segir Daði og útskýrir áhrifin þegar kundalini-orkan tekur til í orkustöðvunum sex. „Þá fáum við kitl í fingurna og verðum mjög meðvituð um ósjálf- ráða taugakerfið. Í orkustöðv- unum býr sálarlíf okkar. Þegar slaknar á þeim í hugleiðslu miss- ir maður áhuga á áfengi, tóbaki, mat og fleiri fíknum, ásamt því að losna við hversdagsleg ónot eins og kvíða og þyngsli fyrir framtíðinni. Hvíldin verður algjör og margir finna bót meina sinna í stoðkerf- inu, eins og gigt, vöðvabólgu og fleiru,“ segir Daði, sem kennir Sahaja-jóga í sjálfboðavinnu. „Jóga er alltaf tengt guðdómi og trúarbrögðum. Ég hafði enga sér- staka trú í upphafi og vitaskuld er það engin nauðsyn, en svo finn- ur maður árangurinn og þarf að horfast í augu við að Guð er til. Kundalini er orka heilags anda sem liggur í dvala í spjaldhryggs- beininu sem á grísku nefnist sacr- um, eða heilagt bein. Jesús notaði heilagan anda til lækninga og and- inn læknar okkur ef við virkjum hann,“ segir Daði og bætir við að allir sem stundi Sahaja-jóga finni stóra breytingu á lífi sínu. „Fyrsta áþreifanlega breyt- ingin er hvað manni líður betur á sál og líkama. Ungur er maður jákvæður og hugrakkur gagn- vart lífinu en með árunum glat- ast oft þeir hæfileikar. Nú finn ég þá fæðast aftur, eins og í starfi mínu sem listmálari, en á tímabili fannst mér sköpunargáfan vera að lokast. Sahaja hefur því breytt mér þótt ég sé áfram ég sjálfur. Allir njóta góðs af og jógað hentar öllum, ekki síst þeim sem langar til að breyta einhverju hjá sér.“ Opinn byrjendafundur er næst 7. mars. Sjá nánar á heimasíðunni www.sahajayoga.is. thordis@frettabladid.is Kitlaður af heilögum anda Listmálarinn Daði Guðbjörnsson losnaði óvænt við Bakkus úr lífi sínu þegar hann ákvað að prófa hug- leiðsluaðferð Sahaja-jóga, en síðan hefur hann endurheimt glataða hæfileika og ríkulegri tilveru. Daði uppgötvaði dásamleika tilverunnar upp á nýtt þegar hann byrjaði að hugleiða að hætti Sahaja-jóga. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Shri Mataji Nirmala Devi. Barnafataverslunin Fiðrildið Faxafeni 9 opið 11-18 og 12-18 laugardag og sunnudag. www.fidrildid.is www.facebook.com/fidrildid Faxafeni 9 Rýmingarsala verslunin lokar allt á að seljast 40-70% afsláttur DREKINN WUSHU FÉLAG REYKJAVÍKUR HEILSUDREKINN ¦ SKEIFAN 3J ¦ SÍMI: 553 8282 ¦ heilsudrekinn@heilsudrekinn.is ¦ www.heilsudrekinn.is (KUNG-FU) Taijiquan fyrir byrjendur mánudaga, miðvikudaga kl. 18:15 og laugardaga kl. 9:15 WUSHU QI GONG TEYGJUR TAICHI Changquan fyrir byrjendur mánudaga og miðvikudaga kl. 19:15 NÝTT! Sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur Vegna breytinga á allt að seljast í Herra Hafnarfirði Dýrasta flíkin er á 4.990,- Nýjar vörur eru ekki á útsölu Allar nýjar gallabuxur á 8.900,- Firði, Hafnarfirði • Sími 565 0073

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.