Fréttablaðið - 22.02.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 22.02.2011, Blaðsíða 34
22. febrúar 2011 ÞRIÐJUDAGUR22 sport@frettabladid.is LOGI GUNNARSSON og félagar í Suðurliðinu höfðu betur á móti Hlyni Bæringssyni og Jakobi Sigurðarsyni í Norðurliðinu í Stjörnuleik sænska körfuboltans í gærkvöldi. Logi skoraði fimmtán stig í 128-117 sigri þar af 11 þeirra í lokaleikhlutanum. Jakob var með 14 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar og Hlynur skoraði 8 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. HANDBOLTI Stjórn HSÍ hefur um ýmislegt að hugsa þessa dagana. A-landslið kvenna hefur verið þjálfaralaust síðan um áramót- in og ekki er víst að Guðmundur Guðmundsson stýri karlalandslið- inu lengur en fram á sumar. Þegar er byrjað að orða Aron Kristjáns- son við landsliðsþjálfarastöðuna en hann var rekinn sem þjálfari Hannover-Burgdorf um helgina og er á leið heim. Guðmundur Guðmundsson tók nýlega við aðalþjálfarastarfi þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen en þar er hann undir afar miklu álagi. Forveri Guðmundar í starfi, Alfreð Gíslason, sagði að það gengi aldrei til lengdar að þjálfa bæði stórlið í þýsku úrvalsdeildinni og landslið- ið. Þess vegna hætti hann með liðið eftir EM í Noregi árið 2008. Guðmundur gaf nokkuð opið svar um framtíðina eftir HM í Svíþjóð; sagði að málin yrðu skoð- uð í rólegheitum síðar. Nú, tæpum mánuði síðar, segir Guðmundur að málefni hans verði skoðuð upp á nýtt næsta sumar. Þá verður næstu verkefnum í undankeppni EM lokið og þá liggur einnig ljóst fyrir hvort landsliðið fer á stórmót næsta janúar eður ei. „Það er alveg rétt að ég er undir miklu álagi. Staðan hjá mér er þannig núna að ég er að einbeita mér að næsta verkefnum með landsliðinu. Ég ætla að klára þau. Ég hugsa ekki lengra í augnablik- inu,“ sagði Guðmundur en Ísland leikur tvo leiki við Þýskaland í næsta mánuði og svo gegn Aust- urríki og Lettlandi í júní. „Ég stend við minn samning við HSÍ eins og staðan er núna. Annað get ég í rauninni ekki sagt núna. Svo kemur bara í ljós hvað verður.“ Guðmundur hefur það orð á sér að vera mikill vinnuþjarkur og frí er nokkuð sem hann þekkir illa. „Þetta er stanslaus vinna. Við vorum að spila gegn Barcelona og maður sefur ekkert nóttina eftir slíkan leik. Daginn eftir er maður byrjaður að greina næsta andstæð- ing, sem er á miðvikudaginn. Svo er næst á sunnudegi, aftur á mið- vikudegi og koll af kolli. Þetta er geðveiki og rosalegt álag. Maður á ekki stundlegan frið.“ Knútur Hauksson, formaður HSÍ, er á sömu línu og Guðmund- ur. Næst sé að klára næstu verk- efni og svo verði að skoða stöðuna. „Guðmundur klárar þessa leiki sem fram undan eru. Hann hefur ekki óskað eftir því að hætta en við gerum okkur grein fyrir því að það er gríðarlegt álag á mann- inum. Við tökum stöðuna á hlutun- um í sumar því þá liggja verkefni framtíðarinnar fyrir. Þá setj- umst við niður með honum,“ sagði Knútur. Hann er ekki enn búinn að ráða þjálfara fyrir kvennaliðið þó svo að samningur Júlíusar Jónassonar hafi runnið út um áramótin. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins sóttu fimm manns um starf landsliðsþjálfara. Júlíus ku hafa áhuga á því að halda áfram og svo eru þeir Ágúst Jóhannsson, þjálfari norska liðsins Levanger, og Einar Jónsson, þjálfari Fram, meðal þeirra sem sóst hafa eftir því að taka við liðinu. „Við ætluðum að vera búnir að ganga frá þessari ráðningu en við gerum það á næstunni,“ sagði Knútur en vildi ekkert gefa upp um hverjir sóttu um starfið. „Þetta kemur allt í ljós fljótlega.“ henry@frettabladid.is Málefni Guðmundar skoðuð í sumar Þó svo að samningur Guðmundar Guðmundssonar landsliðsþjálfara nái yfir ÓL í London árið 2012 gæti svo farið að hann hætti í sumar. Þá liggur fyrir hvort Ísland kemst á EM á næsta ári eður ei. Ekki er enn búið að ráða landsliðsþjálfara kvenna en það verður gert fljótlega. Fimm manns sýndu starfinu áhuga. SPJALLA SAMAN Í SUMAR Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, mun líklega koma að viðræðum við Guðmund í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI N1-deild karla FH - Akureyri 30-23 (13-12) Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 8/1 (11/1), Baldvin Þorsteinsson 7 (9), Ólafur Gústafsson 6 (13), Örn Ingi Bjarkason 2 (5), Ari Magnús Þorgeirsson 2 (3), Ólafur Andrés Guðmundsson 2 (7), Atli Rúnar Steinþórsson 1 (2), Þorkell Magnússon 1 (1), Halldór Guðjónsson 1 (3) Benedikt Reynir Kristinsson 0 (1). Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 17/1, Pálmar Pétursson 3. Hraðaupphlaup: 4 (Baldvin 3, Ásbjörn) Fiskuð víti: 3 (Hörður, Ólafur, Baldvin) Mörk Akureyrar (skot): Guðmundur Hólmar Helgason 6 (14), Bjarni Fritzson 3/1 (8/3), Daníel Einarsson 5 (7), Guðlaugur Arnarson 2 (2), Bergvin Gíslason 2 (3), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (2), Heimir Örn Árnason 1 (5), Ásgeir Jóhann Kristinsson 1 (2), Jón Heiðar Sigurðsson 1 (1). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 26. Hraðaupphlaup: 5 (Bjarni 2, Heimir, Bergvin, Ásgeir). Fiskuð víti: 2 (Bjarni 2) HK-Valur 28-32 (17-16) Mörk HK: Atli Ævar Ingólfsson 9, Bjarki Már Elísson 6, Ólafur Bjarki Ragnarsson 5, Hörður Másson 4, Bjarki Már Gunnarsson 1, Hákon Bridde 1, Sigurjón Friðbjörn Björnsson 1, Leó Snær Pétursson 1. Mörk Vals: Heiðar Þór Aðalsteinssson 10, Valdi- mar Fannar Þórsson 8, Finnur Ingi Stefánsson 5, Sturla Ásgeirsson 5, Ernir Hrafn Arnarsson 2, Orri Freyr Gíslason 1, Alex Jedic 1. Selfoss-Haukar 31-31 (15-17) Mörk Selfoss: Guðjón Finnur Drengsson 10, Ragnar Jóhannsson 7, Helgi Héðinsson 4, Einar Héðinsson 3, Gunnar Ingi Jónsson 3, Milan Ivancev 2, Andrius Zigelis 1, Atli Kristinsson 1. Mörk Hauka: Guðmundur Árni Ólafsson 9, Tjörvi Þorgeirsson 8, Freyr Brynjarsson 4, Björgvin Hólmgeirsson 4, Einar Örn Jónsson 3, Jónatan Ingi Jónsson 2, Heimir Óli Heimisson 1. Fram-Afturelding 26-32 (14-15) Mörk Fram: Andri Berg Haraldsson 10, Einar Rafn Eiðsson 5, Róbert Aron Hostert 5, Matthías Daðason 2, Magnús Stefánsson 1, Halldór Jóhann Sigfússon 1, Haraldur Þorvarðarson 1, Jóhann Karl Reynisson 1 Mörk Aftureldingar: Jóhann Jóhannsson 8, Hilmar Stefánsson 7, Haukur Sigurvinsson 4, Arnar Theodórsson 3, Þrándur Gíslason 3, Jón Andri Helgason 2, Bjarni Aron Þórðarson 2, Sverrir Hermannsson 2, Daníel Jónsson 1. STAÐAN: Akureyri 15 12 1 2 438-393 25 Fram 15 9 1 5 480-435 19 FH 15 9 1 5 430-395 19 HK 15 9 0 6 453-459 18 Haukar 15 7 3 5 393-385 17 Valur 15 6 0 9 393-423 12 Afturelding 15 3 0 12 381-419 6 Selfoss 15 1 2 12 422-481 4 ÚRSLIT Í GÆR HANDBOLTI FH-ingar hefja loka- kafla N1-deildarinnar af krafti en þeir unnu 30-23 sigur á topp- liði Akureyrar í Kaplakrikanum í gær. Þetta var í þriðja sinn sem þessi lið mætast á rúmri viku og loks náði Fimleikafélagið að innbyrða sigur. „Við erum gríðarlega svekktir með leikina fyrir norðan þar sem við spiluðum allir undir getu. Það er ekki mikið á milli þessara liða og ég er mjög ánægður með að ná að sigra loksins í dag,“ sagði Baldvin Þorsteinsson, leikmaður FH. „Sóknarleikurinn gekk betur og meira öryggi var í mönnum. Svo var Danni [Daníel Freyr Andrésson] frábær í markinu og það skipti sköpum,“ sagði Bald- vin sem telur að sigurinn gefi liðinu mikið sjálfstraust í þeirri baráttu sem fram undan er. Mikið jafnræði var með liðun- um í fyrri hálfleik í gær en FH- ingar leiddu með einu marki eftir hann. Þeir lögðu svo grunninn að góðum seinni hálfleik strax eftir hlé og náðu öllum tökum á leikn- um. Sveinbjörn Pétursson var í ham í marki Akureyringa en það dugði ekki til. „Þetta gekk ekki. Við áttum einfaldlega mjög dapran seinni hálfleik,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, leikmaður Akureyr- ar. „Við vorum ekki nægilega ákveðnir í okkar aðgerðum og þeir mættu bara tilbúnari en við. Þetta eru áþekk handboltalið en það lið vinnur sem mætir betur tilbúið inn á völlinn.“ Akureyri á bikarúrslitaleik fram undan gegn Val um næstu helgi og viðurkennir Guðlaugur að menn gætu verið komnir með hugann við hann. „Eflaust eru menn farnir að hugsa til hans en ég ætla ekkert að fela mig bak við það í þessum leik. Þetta eru samt tvö aðskilin mót og menn eiga bara að klára deildina,“ sagði Guðlaugur. - egm FH vann sjö marka sigur á toppliði Akureyrar, 30-23, í N1-deild karla í handbolta í Kaplakrikanum í gær: Loksins sigur hjá FH-ingum í þriðju tilraun ÁSBJÖRN FRIÐRIKSSON Skorar hér eitt af átta mörkum sínum fyrir FH-liðið í gær án þess að Akureyringar komi vörnum við. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HEIÐAR ÞÓR AÐALSTEINSSON Skoraði 10 mörk fyrir Valsmenn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.