Fréttablaðið - 22.02.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 22.02.2011, Blaðsíða 22
22. FEBRÚAR 2011 ÞRIÐJUDAGUR ** * * * * * * * * * * * ** Eitt af mikilvægustu hlutverkum Háskólans á Akureyri er að bjóða upp á ákveðið mótvægi við höfuðborgarsvæðið. „Sérstaða Háskólans á Akureyri er persónulegt námsumhverfi. Háskólinn er ekki mjög stór og tengslin sem myndast, bæði milli nemenda og kennara og einnig innan bekkja, eru persónulegri en gengur og gerist í stærri skólum,“ segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir, forstöðumaður markaðs- og kynningarsviðs hjá Háskólanum á Akureyri. Háskólinn var stofnaður árið 1987 og í haust var stórum áfanga í sögu hans náð þegar nýbygging var tekin í notkun og öll kennsla fluttist á einn stað í bænum. Þá var tekið í notkun háskólatorg sem hlotið hefur nafnið Miðborg og þar með er öll þjónusta fyrir nemendur og starfsfólk orðin aðgengilegri og miðlægari. Dagmar segir að eitt af mikilvægustu hlutverkum Háskólans á Akureyri sé að bjóða upp á ákveðið mótvægi við höfuðborgarsvæðið. „Það er mjög mikilvægt að fólk geti stundað háskólanám á fleiri en einum stað á landinu, ekki þurfi allir að flytja til Reykjavíkur og eins að fólk á höfuðborgarsvæðinu hafi möguleika á að læra annars staðar. Yfir tuttugu prósent nemenda okkar koma frá höfuðborgarsvæðinu, enda þykir mörgum spennandi að geta prófað eitthvað nýtt án þess að þurfa að flytja úr landi. Stærsti hluti nemenda háskólans kemur þó af landsbyggðinni og heldur áfram að búa þar og starfa að námi loknu,“ segir Dagmar. Háskólinn á Akureyri býður fjölbreytt námsframboð en vinsælustu námsleiðirnar eru viðskiptafræði, lögfræði, sálfræði, hjúkrunarfræði og kennaranám. Þá hefur háskólinn talsverða sérstöðu á sviði rannsókna og hvað námsframboð varðar. Þar má nefna nám í iðjuþjálfun á heilbrigðisvísindasviði og á hug- og félagsvísindasviði er boðið upp á nám í nútímafræði, félagsvísindum og fjölmiðlafræði til BA-gráðu, sem ekki er í öðrum skólum. Þá er boðið upp á nám í sjávarútvegsfræði og líftækni í auðlindadeild. Einnig er þar boðið upp á nýja námsleið í náttúru- og auðlindafræðum í samstarfi við Háskólann á Hólum. Nemendum býðst einnig sá valkostur að stunda fjarnám við Háskólann á Akureyri óháð búsetu. „Við höfum verið leiðandi í því að koma slíku námi á fót hér á landi og í dag kennum við til yfir tuttugu staða á landinu. Námið fer mestmegnis fram í gegnum myndfundarbúnað og netið í samstarfi við fræðslusetur og símenntunarmiðstöðvar. Fjarnemar mæta einnig í staðbundnar lotur hér á Akureyri einu sinni til tvisvar á hverri önn,“ segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir. Fjölbreytt nám í persónulegum háskóla „Það er mjög mikilvægt að fólk geti stundað háskólanám á fleiri en einum stað á landinu,” segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir. MYND/BJARNI EIRÍKSSON Í haust var stórum áfanga í sögu Háskólans á Akureyri náð þegar nýbygging var tekin í notkun og öll kennsla fluttist á einn stað í bænum. Þá var tekið í notkun háskólatorg sem hlotið hefur nafnið Miðborg. MYND/RAGNHILDUR AÐALSTEINSDÓTTIR „Ég valdi Háskólann á Akureyri af því að hann býður upp á nýja nálgun við lögfræðina. Grunn- námið er mjög alþjóðamiðað, til dæmis koma erlendir gesta- kennarar og möguleikarnir til skiptináms eru töluverðir. Ég fór í framhaldsnám til Oslóar og byggði á mjög góðum grunni fyrir námið sem ég fór í þar.“ Valgerður Húnbogadóttir, þjóðréttarfræðingur og meistaranemi í lögfræði. „ S j á v a r ú t v e g s f r æ ð i e r þverfaglegt nám sem gefur möguleika á fjölbrey t tu meistaranámi. Þú færð víðtæka þekkingu á sviði sjávarútvegs, raunvísinda og viðskipta.“ Gústaf Línberg Kristjánsson, nemandi í sjávarútvegsfræði. Umsagnir nemenda í Háskólanum á Akureyri

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.