Fréttablaðið - 22.02.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.02.2011, Blaðsíða 2
22. febrúar 2011 ÞRIÐJUDAGUR2 LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu (LRH) hafði nýlega hendur í hári tveggja karl- manna sem höfðu í fórum sínum myndefni sem sýnir börn á kyn- ferðislegan og klámfenginn hátt, eftir að ábendingar höfðu borist hingað frá Interpol annars vegar og hins vegar frá Europol. Þetta staðfestir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður ofbeldisbrotadeildar LRH. Ríkissaksóknari hefur þegar ákært annan manninn, en hinn bíður ákæru. Í rannsókn sem Interpol og Europol voru með og náði víða um Evrópu komu fram tvær íslensk- ar IP-tölur, sem leiddu til þess að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á tölvur og tölvugögn í báðum málunum. Í báðum tilvik- um reyndist vera nokkurt magn af kynferðislegu ofbeldismynd- efni með börnum, mun meira hjá þeim sem ákæra hefur enn ekki verið birt. Bæði er um ljósmyndir og hreyfimyndir að ræða. Báðir mennirnir eru af höfuð- borgarsvæðinu og báðir voru þeir með ofbeldismyndirnar heima hjá sér. Báðir eru þeir um þrítugt. Málið á hendur þeim sem þegar hefur verið ákærður var þingfest fyrr í þessum mánuði. Sama dag voru þingfestar ákær- ur yfir tveimur öðrum níðingum sem voru með ofbeldismyndir af börnum í tölvubúnaði á heim- ili sínu. Hjá öðrum þeirra fundu tæknimenn þjónustufyrirtæk- is myndefnið eftir að maðurinn hafði farið með tölvu sína í við- gerð. Annar níðinganna tveggja hefur verið dæmdur í 200 þúsunda króna sekt. Dröfn Kærnested, aðstoðarsak- sóknari hjá ríkissaksóknara, segir embættið lengi hafa talað fyrir þyngri refsingu á hendur fólki sem sé með kynferðisofbeldis- myndir af börnum í fórum sínum. Reynslan hafi sýnt að dómarar líti fremur til magns en grófleika í málum af því tagi. Hinir seku séu dæmdir til sektargreiðslu í yfir- gnæfandi meirihluta mála. Michael Moran, yfirmaður hjá Interpol, var nýlega staddur hér á landi á vegum Félags íslenskra rannsóknarlögreglumanna. Hann sagði þá í viðtölum við fjölmiðla að á tímum internetsins væru engin landamæri. Barnaníðingar sem notuðu internetið til að dreifa kynferðislegum ofbeldismyndum gætu verið hvar sem er í veröld- inni og trúlega einnig hér á landi. jss@frettabladid.is BARNAKLÁMSMÁL RANNSAKAÐ Umfangsmikil rannsókn Interpol og Europol teygði anga sína til Íslands. Ríkissaksóknari hefur þegar ákært einn mann vegna málsins en annar bíður ákæru. NORDICPHOTOS/AFP Alþjóðleg lögregla benti á tvo níðinga Lögreglan handtók nýlega tvo menn um þrítugt með myndefni af barnaníði í fórum sínum eftir ábendingar frá Interpol og Europol. Aðstoðarsaksóknari telur dóma í slíkum málum of væga. Um of sé horft á magn efnis í stað grófleika þess. EFNAHAGSMÁL SP Fjármögnun hefur rift bílakaup- leigusamningum við áttatíu viðskiptavini sína. Fólkið, sem hefur allt sótt um greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara, fékk tilkynningu um málið sent heim í bréfi í síðustu viku. Samtök lánþega benda á að með riftunum á bíla- samningum skuldara sem eru í umsóknarferli um greiðsluaðlögun séu fjármögnunarfyrirtækin að fara fram á að skuldari fremji lögbrot með því að mismuna kröfuhöfum á síðari stigum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Þar segir að í mörgum tilfellum sé um að ræða samninga þar sem ljóst sé að eignarhlutur skuldara í bifreið sé umtalsverður. Í slíkum tilfellum sé verið að mismuna kröfuhöfum. Verið sé að ganga gegn almennum rétti neytenda með því að svipta þá eign sinni án þess að fullnaðaruppgjör komi á móti. Er í því tilefni bent á hæstaréttardóma sem segi kaup- leigusamninga vera lánasamninga og því sé lánþegi hinn rétti eigandi bifreiðar og fjármálafyrirtæki óheimilt að ráðstafa þeirri eign. Samtökin krefjast þess að SP Fjármögnun láti þegar af þessari háttsemi og taki upp viðræður við lánþega um aðrar útfærslur á málunum. Um leið og fólk sækir um greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara má það ekki borga af skuld- um og er það ástæðan fyrir riftun samninganna. - sv SP Fjármögnun riftir kaupleigusamningum við 80 manns í greiðsluaðlögun: Samtök lánþega gagnrýna SP BÍLAFLOTI SP Fjármögnun rifti samningum við 80 manns í greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara í síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ORKUMÁL Kaup Global Geother- mal Limited á rafmagnsfram- leiðslustöð Orkuveitu Húsavíkur ganga ekki gegn ákvæðum laga um erlenda fjárfestingu. Þetta er niðurstaða nefndar um erlenda fjárfestingu en nefndin skilaði iðnaðarráðherra áliti sínu nýlega. Global Geothermal Limited er félag með heimilisfestu og starfsemi í Bretlandi. Félagið er í meirihlutaeigu ástralsks félags. Á vef ráðuneytisins segir að til- gangur félagsins með kaupunum sé að framleiða orku úr jarð- varma með svokallaðri Kalina- tækni sem félagið hefur einka- leyfi fyrir. - þj Fjárfesting í orkumálum: Mega kaupa af hitaveitunni KJARAMÁL Mikill meirihluti þeirra sem tóku afstöðu í könnun ASÍ styð- ur þá stefnu að lögð verði áhersla á sambærilegar launahækkanir fyrir alla í yfirstandandi kjaraviðræðum. Í könnuninni, sem Félagsvís- indastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir ASÍ, sögðust 94 prósent svar- enda hlynnt því að verkalýðshreyf- ingin legði áherslu á sambærilegar launahækkanir, frekar en að þeir sem starfi í útflutningsgreinum njóti meiri hækkana. Þá vilja 48 prósent að verkalýðs- hreyfingin leggi mesta áherslu á að tryggja kaupmátt launa í yfirstandandi kjaraviðræðum, 24 prósent vilja að áherslan sé á að tryggja atvinnuöryggi og 19 prósent beinar launahækkanir. Úrtak könnunarinnar var 1.200 félagar í stéttarfélögum og var svarhlutfall um 63 prósent. Nokkur styr hefur staðið um hina svokölluðu samræmdu launastefnu sem ASÍ og SA hafa talað fyrir, en nokkur stéttarfélög hafa dreg- ið samningsumboð sitt til baka og semja upp á eigin spýtur. Viðræð- ur ASÍ og SA héldu áfram i gær og verður fundað á ný í lok vikunnar. - þj Könnun Félagsvísindastofnunar um áherslur í kjaraviðræðum: Flestir vilja sambærilegar hækkanir SAMRÆMDAR HÆKKANIR Svarendur í könnun ASÍ eru fylgjandi samræmdri launastefnu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KJARAMÁL Félag grunnskólakenn- ara segir inngrip Halldórs Hall- dórssonar, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, í kjaraviðræð- ur kennara og launanefndar sveitarfélag- anna vera „með öllu óþol- andi og óvið- eigandi“. Í tilkynningu frá félaginu segir að ummæli Halldórs um vinnuframlag kennara séu sjá- anlega sett fram til að „skapa andúð almennings á störfum kennara“ og þess er krafist að hann „láti af árásum á kennara og störf þeirra“. Málið snýst um niðurstöður skýrslu OECD, þar sem fram kom að um 35 prósent af vinnutíma grunnskólakenn- ara færu í kennslu. Í samtali við Vísi.is í gær hafnaði Halldór ásökunum um árásir á kennara. „Það er alveg af og frá. Ég er einfaldlega að vitna í skýrslu OECD.“ - þj Átelja ummæli formanns: Segja inngrip Halldórs með öllu óþolandi HALLDÓR HALLDÓRSSON SJÁVARÚTVEGUR Ágæt loðnuveiði hefur verið hjá skipum HB Granda eftir stutt hlé sem varð á úthaldinu vegna verkfalls- boðunar bræðslumanna. Mikill hraði hefur verið á loðnugöngunni og er sú loðna, sem lengst er gengin, nú að ganga norður fyrir Snæfellsnes. Veiði- svæðið var í gærmorgun um sex til sjö sjómílur vestur af Önd- verðarnesi og þykir mönnum loðnan ganga óvenju djúpt fyrir Snæfellsnes að þessu sinni. Samkvæmt upplýsingum frá uppsjávardeild félagsins eru nú óveidd um 20 þúsund tonn af um 59 þúsund tonna loðnukvóta á þessari vertíð. Fjögur skip stunda veiðarnar. - shá Ágæt veiði á miðunum: Loðnan veiðist við Snæfellsnes VÍINGUR AK 100 Fór á veiðar á föstudag og landaði fullfermi, 1.400 tonnum, á Vopnafirði í gær. MYND/KARL SIGURJÓNSSON TÆKNI Bandaríkjamaðurinn Dan Loewenherz hefur hannað sér- stakt forrit á samskiptavefnum Facebook, þar sem fólk getur skráð sig inn og þá sem það hefur augastað á, og forritið lætur vita ef sambandsstaðan breytist á vefnum. Samkvæmt New York Post fæddist hugmyndin þegar Dan fann hinn eina rétta handa systur konu sinnar til þess eins að upp- götva að viðkomandi ætti í ástar- sambandi samkvæmt Facebook Forritið skimar vefinn á tíu mínútna fresti og um leið og hinn eini rétti, eða sú eina rétta, breyt- ir sambandsstöðunni á Facebook, fær hinn ástfangni fyrstu til- kynninguna um það póstleiðis. Forvitnir á Facebook: Fá boð breytist hjúskaparstaða NEYTENDUR Væri samnorrænt holl- ustumerki, eins og Skráargatið, tekið upp hér á landi myndi það auka neytendavernd barna. Þetta segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda. „Leiðbeiningar um neytenda- vernd barna yrðu strax mun virkari ef hollustumerki að skandinavískri fyrirmynd (skrá- argatsmerki) yrði tekið upp,“ segir á heimasíðu Gísla. Tals- maður neytenda og umboðsmað- ur barna fagna umræðunni um hollustumerkið og auknum áhuga stjórnvalda á því að taka merkið upp hér á landi. - sv Samnorrænt hollustumerki: Eykur neyt- endavernd barnanna GÆLUDÝR Hundurinn Lúkas, fræg- asta gæludýr Íslandssögunnar, drapst á sunnudaginn eftir stutt veikindi. Þetta staðfesti Kristjana Mar- grét Svansdóttir, eigandi Lúk- asar, í viðtali við visi.is í gær- kvöldi. Lúkas komst í fréttir árið 2007 eftir að hann hvarf í um tvo mánuði. Voru kenningar uppi um að hundurinn hefði verið drepinn á sviplegan hátt, áður en hann kom fram heill á húfi. Ekki er nema vika síðan kona var dæmd fyrir meiðyrði fyrir að fullyrða að Helgi Rafn Brynjarsson hefði sparkað hundinn í hel. - shá Drapst eftir veikindi: Lúkas er allur SPURNING DAGSINS EGYPTALAND David Cameron, for- sætisráðherra Bretlands, kom til Egyptalands í gær. Hann er fyrstur þjóðarleiðtoga til að heimsækja landið síðan Hosni Mubarak fór frá völdum þar. Cameron fundaði með yfir- mönnum hersins, varnarmálaráð- herra og forsætisráðherra í heim- sókn sinni. Hann hitti einnig fólk úr mótmælendahreyfingunni. Breski forsætisráðherrann segir ferðina gott tækifæri til að tryggja að raunverulegar breyt- ingar muni eiga sér stað og að sjá hvað vinaþjóðir Egyptalands í Evrópu geti gert til að hjálpa. - þeb Fundar með ráðamönnum: Cameron til Egyptalands Hrafn, steinliggur þetta? „Nei, við hraunum yfir það.“ Leikfangaframleiðandinn Krummi hefur hannað leiktæki fyrir börn sem byggja á flæði í náttúrunni, skriðjöklum og rennandi hrauni. Hrafn Ingimundarson er eigandi fyrirtækisins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.