Barnablaðið - 01.12.1981, Síða 18

Barnablaðið - 01.12.1981, Síða 18
i 3. Frá því snemma morguns og langt fram á nótt sáu drengirnir mömmu sitja við vefstólinn. Mamma hugsaði margt, en um það vissu dreng- irnir ekki. Ef til vill bað hún mamma til Guðs í neyð sinni? Fékk hún ekki bænasvar? 5. Skömmu fyrir jól tók mamma vefstólinn saman. Hún fór með voðina, sem hún hafði ofið, til kaupmannsins og hann greiddi henni peninga fyrir. Það varpaði örlítilli birtu yfir hátiðina, sem í vændum var. 4. Þegar erfiðleikarnir voru að verða mömmu um megn, kallaði hún á drengina sína og sagði: „Strákar, nú skulum við syngja: Ein lítil stund meö Jesú færir allt í lag. Ef sorgmæddur ég er, hann svölun veitir mér. Ein lítil stund meö Jesú færir allt í lag." Söngurinn auðveldaði mömmu lífsbaráttuna. 6. í litla húsinu við skógarjaðarinn var jóla- undirbúningurinn ekki tilkomumikill. Vissulega var sérstaklega vandað til hreingerningarinnar. Einnig þurfti að höggva brennivið. Þaö sáu drengirnir um. Ekki voru til miklir peningar fyrir mat og bökunarvörum.

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.