Barnablaðið - 01.12.1992, Qupperneq 6

Barnablaðið - 01.12.1992, Qupperneq 6
6 BARNABLAÐIÐ Enginn pakki til Nonna! Þegar ég var strákur var fjöl- skylda mín mjög fátæk. Viö syst- kinin vorum mörg og mamma okkar baröist við aö fæöa og klæöa þennan stóra barnahóp. Á meöan vinir mínirfengu járn- brautalestir, fjarstýrða bíla, skíöi, haröa pakka, fengum við syst- kinin mjúka pakka. í þeim voru vettlingar, sokkar eöa eitthvaö heimasaumað og prjónaö. Viö áttum eiginlega engin leikföng, viö vorum svo fátæk. Á hverjum jólum kom afi okkar meö pappakassa, fullan af jóla- mat og frænka mín kom stundum meö peninga til mömmu. Afi og amma áttu heima í sveit. Afi lagði á sig langt ferðalag til þess aö koma jólamatnum og jólagjöfunum til okkar. Ein jólin voru þó frábrugöin , öllum þeim jólum sem ég man ^ eftir. Á Þorláksmessu þegar mamma var aö tína litlu jólapakk-' ana upp úr pappakassanum, sá ég engan pakka til mín. Amma haföi hreinlega gleymt aö setja minn pakka ofan í kassann. Ég varð mjög dapur. Þaö voru engin jól án jólagjafar. Systkinum mínum þótti leiöinlegt aö ég skyldi ekki fá neina jólagjöf. Sum grétu meira aö segja. Eg settist undir tröppurnar. Hvernig gat amma gleymt mér? Amma mín sem var svo góö! Ég grét beiskum tárum. Mamma kom til mín og reyndi aö hugga mig. Hún sagöi að amma heföi örugglegaekkigleymtmér. Þakk- inn hlyti aö hafa orðið eftir og ég fengi hann örugglega næst þegar afi kæmi í bæinn. Eins og alltaf þegar eitthvaö bjátaði á, báöum viö mamma saman. Þaö geröum við þarna þar sem viö sátum undir tröpp- unum. Góöi Guö, hvíslaði mamma, Nonni er svo leiður yfir því aö hann fær enga jólagjöf. Viltu hjálpa honum, amen. Allt í einu var bariö aö dyrum. Mamma stóö upp og fór til dyra. Fyrir utan stóö Halli, besti vinur minn. - Er Nonni heima? spuröi hann. Mamma bauð Halla inn. Éq silaðist undan tröppunum. Þarna stóö Halli í forstofunni, þakinn snjó, rjóöur og glaölegur og hann hélt á bláum skrautlegum pakka. - Mig langaði til aö gefa þér jólagjöf, sagði hann glaölega. Ég varö orðlaus af undrun. Halli rétti mér pakkann. Þakkinn var harður! Systkini mín voru nú öll komin inn í forstofu. Nú voru þau ekki leið lengur. Ég fann hvernig hjartað hoppaöi innan í mér. Mamma var líka glöö. Hún faðm- aöi Halla að sér og bauð honum inn í eldhús. Þar fékk hann heitt kakó og jólasmákökur. Honum fannst gaman aö hafa glatt besta vinsinn. Texti: EJ Teikn.: EJ

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.