Barnablaðið - 01.12.1992, Side 22
22 BARNABLAÐIÐ
H alló krakkar, hér kemur lítið bréf frá okkur.
íkirkjunniokkar semheitirHvíta sunnukirkjanFíladelfíaerstarfræktursunnudagaskóli
sem við köllum “Barnasamkomur”. Þær eru haldnar á sama tíma og fullorðna fólkið
heldur sínar samkomur, eða klukkan 16:30 á sunnudögum. A þessum barnasamkomum
lærum við að þekkja Jesú sem persónulegan vin, og við lærum líka hvernig við eigum
að tala við hann. Einnig lærum við ýmislegt annað sem allt er afar spennandi, og það
sem best er, beint upp úr Biblíunni. A bamasamkomum kennir ýmissa grasa. A hverri
samkomu koma brúður í heimsókn, þær syngja fyrir okkur og eru með skemmtilegar
uppákomur. Svo eru líka kirkjumýs sem koma í heimsókn, en það eru brúður sem líta
út eins og mýs. Þær vita um allt sem gerist í kirkjunni og þess vegna koma þær alltaf
með tilkynningar um hvað er á döfinni næstu sunnudaga. Svo er það auðvitað Frændi
Fríður, fréttamaður frá Guði, en hann veit allt. Það segir hann að minnsta kosti sjálfur.
Á hverri barnasamkomu fá krakkarnir verðlaun fyrir að koma með vini með sér, en hana
fá þau úr sérstöku vinaboxi. Einnig er leyndarmálabox þriðja hvem sunnudag í mánuði
og er það leyndarmál hvað krakkarnir fá úr því boxi. I hverjum mánuði eru svo veitt
verðlaun fyrir þá sem hafa alltaf mætt og alltaf komið með biblíur og önnur verðlaun
fy rir þá sem hafa alltaf mætt en hafa gleymt að koma með biblíurnar sínar með sér. Þetta
gerist á síðustu barnasamkomu hvers mánaðar. Það er hann Tóti trúður sem heimsækir
okkur þá og gefur okkur verðlaunin. Venjulega mæta um það bil 50 til 60 böm á
bamasamkomurnar, sem eru ætlaðar börnum á aldrinum 3 til 12 ára.Okkur langar afar
mikið til þess að það komi enn þá fleiri á barnasamkomumar okkar þess vegna ert þú
velkominn .
Við erum alveg eldhress því það er svo gaman að læra um Jesú. Bless krakkar
Bréf frá
sunnudagaskóla
KataogBenný.