Barnablaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 30

Barnablaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 30
30 BARNABLAÐIÐ Fuglar Sumir setja litla skrautfugla á jólatréð. Þeir tákna heilagan anda. Stjarnan Stjarnan á toppi trésins táknar Betlehemstjörnuna. Aðventustjarna sem sett er í gluggann táknar það sama. Hjörtu Hjörtun minna okkur á kærleika Guðs. Bjöllur Jólabjöllurnar hringja jólin inn. Körfur Litlu jólapokarnir minna okkur á það að Jesús mettaði 5000 manns. Jólasveinarnir Ja, þeir tákna ekki neitt. Þeir eru bara gömul hjátrú. Aðventukransinn Hann þarf að vera til- búinn fyrsta sunnudag í aðventu. Aðventukertin fjögur eru stundum höfð hvít eða rauð. Sumir hafa þau fjólublá, því það er litur aðventunnar. Kransinn er hringur, án byrjunar og endis. Hringurinn minnir okkur á eilífðina. Gjafirnar Við gefum hvort öðru gjafir vegna þess að við minnumst fæðingar Jesú. Þegar við gleðjum aðra, gleðjum við Jesú. Vitringarnir þrír gáfu Jesú gjafir. Það var gull, reykelsi og myrra. Gullið táknar konungdóm. Reykelsi táknar heilagleika og myrran táknar þjáningu og dauða. Englar Englarnir minna okkur á fagnaðarboðskapinn sem englarnir fluttu hirðunum á jólanótt.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.