19. júní - 19.06.1951, Page 19
Viðíal við sendiherra Dana,
frú Bodil Begtrup
Frú Bodil Begtrup, sendiherra.
Þær konur, er gegna sendiherrastörfum í heirn-
inum, ern teljandi á fingrum sér. Það þóttu því
allmikil tíðindi, er það kvisaðist hér liaustið
1948, að liinn væntanlegi sendiherra Dana væri
kona. Ymsir hér á landi vissu þá þegar, að frú
Bodil Beglruji var þekkt kona heima og erlendis
íyrir margþætt störf á sviði félagsmála og að
hún hafði getið sér góðan orðstír, sem fnlltrúi
lands síns á þingi hinna Sameinuðu þjóða.
Islendingar hafa komizt að raun um, að Danir
hafa ekki valið okkur af verri endanum. Frú
Begtruji sendiherra er í fyllsta máta starfi sínu
vaxin. Hún hefur unnið sér sérstakar vinsældir
meðal kvenna hér. Frii Begtrup hefur gert sér
lar um að kynnast okkur konunum og taka þátt
í sameiginlegum áhugamálum okkar. Jafnan er
Irú Begtruj) hefur komið liingað af þingi S. Þ.,
hýður hún heim lil sín formönnum allra kven-
félaga í Reykjavík, segir helztu þingfréttir og
kynnir þeim menn og málefni. Fyrir þetta og
alla gestrisi og vinsemd kunna íslenzkar konur
henni beztu þakkir.
Blað Kvenréttindafélags Islands, 19. júní, hað
sendiherrann uni stutt viðtal, og sjmrði hana
lyrst um þing S. Þ.
— Eru margar konur á þingi S. Þ. og á hvern
hátt vinna þær að ýmsurn áhugamálum kvenna?
Það er vanalega 14—15 ríki, sem sennda
konur sem fulltrúa á þing S. Þ. Meðal þeirra
eru Danmörk, Noregur og Svíþjóð. Þessar konur
suina einkum margvíslegum félags- og mannúð-
armálum. Einmitt á þeim sviðum liafa orðið
stórkostlegar framfarir víðs vegar í heiminum
Ivrir atbeina hinna alþjóðlegu samtaka. Þessi
gagnmerku störf S. Þ. eru allt of lítið kynnt al-
menningi. Einnig er þar unnið beint að því
að bæta kjör kvenna. Starfar að því sérstök
llefnd, skijmð konum, ennfremur mannréttinda-
nefndin og fleiri aðilar innan S. Þ. Óliætl er að
8egja, að konur á Þingi S. Þ. leggja sig mjög
19. JÓNÍ
fram við störf sín, og að því ber að kejijni,
að sem flestir kvenfulltrúar eigi þar sæti. Eg
vil nota tækifærið til að livetja íslenzkar konur
til að kynna sér sem bezl störf og fyrirætlanir
S. Þ., lesa blaðakost þeirra eða leita sér ujiji-
lýsingar um þær á annan liált eftir föngum.
Á síðustu áratugum er algengt í Danmörku
og talið eðlilegt þar í landi, að konur sitji að
störfum við lilið karla á öllum sviðum. Konur
liafa átt sæti í þrem síðustu ríkisstjórnum.
Um þessar mundir er Helga Pedersen dómsmála-
ráðherra í Danmörku. Hún er rösk og glaðheitt
kona og stendur jirýðilega í stöðu sinni að allra
dómi. Nú sitja 23 konur á ríkisþingi Dana.
Það er um 10% þingmanna. Er það ágætt, en
livergi nærri nóg. Við eigum konur, sem eru
dómarar, j)restar og borgarstjórar, allt beztu
embættismenn.
— Hvað segja dönsku eiginmennirnir um þetta?
— Skýringin á því, hversu margar ungar, dug-
miklar stúlkur koma fram á athafnasviðið, er
sennilega sú, að danskir karlmenn eru menn liins
nýja tíma og eru gæddir svo miklu sjálfstrausti,
að þeir finna ekki til minnimáttarkenndar, ]ió að
konunum heppnist vel störf sín utan heimilis.
Um árabil höfum við dönsku konurnar tekið
þátt í ýmiskonar alþjóðamálum og tæpast er
unnt að liugsa sér að nokkur stærri dönsk sendi-
nefnd færi á alþjóðlegt mót án þess að kona
sé þar með í liópnum.
Svo að við snúum okkur að Islandi. Er land
°g þjóð líkt því sem þér liöfðuð gert vður í
hugarlund?
5