19. júní


19. júní - 19.06.1951, Page 37

19. júní - 19.06.1951, Page 37
þessu fyrsta mikilvæga hlutverki mínu, sem var Maria í Galgenmanden. (Hafði áður leikið tvö smáhlutverk). Mörg ár eru liðin síðan. Þegar ég nú kem lieiin og leik á íslenzku leiksviði, hef ég það á tilfinningunni, að löndum mínum finnist þeir vera að liorfa á erlenda leikkonu. — Hvort er þér meira að skapi, að leika í gleði- eða sorgarleikjum? — Ég veit ekki liverju svara skal. En það hefur oftar fallið í minn hlut að leika í sorgar- leikjum. Þegar ég hef leikið í mörgum sorgar- leikjum er það mikil tilbreyting og léttir að leika í gleðileikjum og gefa sig alla gleðinni og kátínunni á vald. — Hvernig fellur þér að leika í kvikmyndum? — Það er mjög skemmtilegt og góð hvíld, en stenzt á engan liátt samanburð við að leika a leiksviði. Kvikmyndin er tekin sainliengislaust, oft á löngum tíma, stundum byrjað á endinum. Leikarinn fær því ekki tækifæri til að lifa sig inn í hlutverkið eins og liann á einni kvöld- stuinl lifir sorgir og gleði persónu þeirrar, er hann túlkar á leiksviðinu. — Hvert af hlutverkum þínum er þér hug- stæðast? — Einna vænzt jiykir inér um hlutverk mitt 8em dóttir guðsins lndra í Ett drömspel eftir Strindberg og Jiað hefði mér þótt ánægjulegt að leika hér, en jiví varð ekki við komið af mörgum ástæðum. — Er ekki eitthvað sérstakt, sem þú vildir segja að lokum? Mig langar aðeins til að nota tækifærið til að þakka öllum jieim, sem á einn eða annan hátt hafa sýnt mér Iilýjan hug og margvíslega vináttu meðan ég hef dvalið hér. Maí 1951. AsfríSur Ásgríms. Katrín Dalhoff, fi&luleikari. Þeir, sem sækja tónleika Sinfóníuhljómsveit- arinnar, sjá, að í henni skipa konur sess og |>eim fjölgar þar. Allar leika þær á fiðlu. Ein þeirra hefur þó leikið lengst í hljómsveit hér, og nú er hún einn af veigamestu kröftunum í hinni nýstofnuðu Sinfóníuhljómsveit — enda í röð fremstu fiðluleikara liérlendis. Við tökum eítir þessari prúðmannlegu konu, þegar Iiún 19. jCnI : kemur inn á hljómleikapallinn. Hún setzt við hliðina á Birni Ólafssyni, konsertmeistara. Við sjáum, að liún er í liópi þeirra, sem leika fyrstu fiðlu. Þessi kona er frú Katrín Dalhoff. Engin íslenzk kona er eins fær fiðluleikari og hún. En jiað hefur verið furðu hljótt um listaliæfileika liennar. Það er auðséð, að hún er hlédræg og tekur list- ina alvarlega — eins og allir sannir listamenn. Islenzka þjóðin liefur átt kost á að hlusta á Jiessa dugandi listakonu í útvarpinu — en alll of sjaldan. Auðlieyrt er, að hún hefur mjög fagran fiðlutón, og velur til flutnings sígild verk meistaranna í tónlistarheiminum. Ég hitti frú Katrínu að máli, og bað hana um viðtal. Ég sagði henni, að konur liefðu áreið- anlega hug á að kynnast tónlistarstarfi liennar, og einnig að lieyra eittlivað um námsferil lienn- ar. Hún tók mjög vinsamlega í að leysa úr nokkr- um spurningum, en gat jiess, að |>að væri nú ekki frá miklu að segja. f! Katrín Dalhofj.

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.