19. júní - 19.06.1960, Blaðsíða 8
húsfreyju á Reykjum. Gekk henni jafnan illa að
fæða börn sín, og dóu flest þeirra. 1 þetta sinn
eignaðist hún tvíbura, og tók madama Þóra annan
þeirra heim með sér. Báðir tvíburarnir dóu. Skrif-
aði þá madama Þóra móður þeirra svo fallegt
huggunarbréf, að ógleymanlegt var þeim, er sáu
það. Þetta bréf mun nú því miður vera glatað,
en talað hefi ég við fólk, sem lesið hafði bréfið
og dáðist mjög að þvi. Frú Þóra skrifaði fallega
rithönd.
Einnig sagði mér fyrrnefnd Una á Kálfsstöðum,
að hún myndi það lengst, af hve mikilli blíðu
madama Þóra hefði huggað Rannveigu móður
sína, þegar hún stóð harmi lostin við gröf dóttur
sinnar í Hólakirkjugarði. Hún hafði dáið á barns-
sæng. Eftir jarðarförina kom madama Þóra til
þeirra, vafði Rannveigu að sér og bauð henni inn
til sín. Leiddi hún hana inn, og fylgdist Una með
þeim, þá 15 ára að aldri.
Þóra gaf þeim mæðgum kaffi í herbergi sinu.
Þar inni var fremur fátæklegt, tvö rúm, annað við
suðurvegg, en hitt að norðan. Borð var undir glugg-
anum milli rúmanna og stóll með sessu fyrir
framan það. Aftan við annað rúmið var koffort
eða kista. Meira leyfði ekki lengd herbergisins.
Sigga Tóta.
Tökubarn madömu Þóru, Sigríði Pétursdóttur,
sem ávallt var nefnd Sigga Tóta, þekkti ég og tal-
aði við hana um „ljósu“ hennar og það, sem gerð-
ist á Hólum um hennar daga.
Hún fæddist á Heiði á Langanesi á gamlaárs-
dag 1857, og hafði madama Þóra tekið á móti
henni. Hét hún í höfuðið á þeim mæðgum: Þóra
Sigríður. Mun hún að einhverju leyti hafa alizt
upp á Sauðanesi til tólf ára aldurs. Þá flyzt hún
í Hóla með frú Þóru, en réðst strax til Hóla-
Jóns og var hjá þeim hjónum úr því til fullorð-
insára. Kallaði hún madömu Þóru ljósu sína, en
Sigríði fóstru.
Þóra Gunnarsdóttir kenndi henni sjálf undir
fermingu, enda var Sigga Tóta vel að sér eftir
þeirrar tíðar hætti. Urðu henni þau fræði minnis-
föst, sem frú Þóra kenndi henni, því að í bana-
legu sinni las hún fjöldann allan af bænum og
versum, er hún hafði numið af henni endur fyrir
löngu.
„Það var ekki ljósu minni að kenna, hvernig fór
fyrir mér“, sagði þessi aumingi.
Þvi að Sigga Tóta varð ekki lángefin í lífinu.
Hún var ákaflega léttúðug að eðlisfari, og ekki
mun heimilisbragurinn á Hólum hafa bætt neitt
um. En söngrödd hafði hún mikla og fagra, svo
sem haft hafði Pétur faðir hennar, og hélt henni
fram í háa elli. Heyrði ég hana syngja á níræðis-
aldri, og hafði hún þá enn undraskæra og mikla
rödd.
Hún var fremur lagleg og létt á fæti, og glað-
lyndi sínu hélt hún til æviloka. Ekki var hún
vinnugefin og tolldi illa í vistum. En hefði hún
fæðzt nokkrum áratugum seinna, mundi hún senni-
lega hafa orðið mikil söngkona og þótt fagnaðar-
bót á skemmtistöðum. Á miðjum aldri fékk hún
svo illkynjað fingurmein, að henni varð liöndin
næstum ónýt. Upp frá því fór hún á sveitina og
var á ýmsum bæjum í Hjaltadal, lengst á Kálfs-
stöðum.
Mjög unni hún ljósu sinni og sagði mér ýmis-
legt um hana. Til dæmis taldi hún, að madama
Þóra hefði verið trúkona mikil, og hefði hún ævin-
lega farið í kirkju, þegar messað var. Mælti hún
þá jafnan fyrir munni sér versið úr Passíusálm-
unum: „Þá þú gengur í Guðs hús inn“.
Eitt sinn fundu þær Sigga Tóta og Þóra, dóttur-
dóttir madömu Þóru, upp á því að kaupa sér krínó-
línur, sem þá voru í tízku, og ætluðu sér að skarta
í þeim í Hólakirkju. Gamla konan komst að þessu
og varð ekki blíð á manninn. Braut hún krínólín-
urnar við kné sér ungu stúlkunum til mikillar
hrellingar og sagði, að „þær skyldu ekki skemmta
skrattanum með þessu“. Siggu Tótu gaf hún vel
úti látinn löðrung, en Þóra, sem var yngri, slapp
með harðar ávítur. Sést af þessu, að hún átti það
til að vera skaphörð.
Þegar madama Þóra var til altaris, klæddist
hún viðhafnarbúningi. Var það svört herðaslá úr
mjög vönduðu klæði, fóðruð gráu þykksilki, og
svartur stráhattur með stórum börðum, af þeirri
gerð, sem nefndur var „skugg“-hattur.
Ég get ekki stillt mig um að segja frá útför
Siggu Tótu. Hún var orðin háöldruð, hafði legið
lengi og þjáðst mikið undir það síðasta. Oft og
innilega óskaði hún þess, að hún mætti hljóta
hinzta hvílustað nálægt ljósu sinni. En hvorki
henni né öðrum datt í hug, að það gæti orðið,
því að þröngt er í Hólakirkjugarði.
Árni bóndi á Kálfsstöðum fór að taka gröfina.
Hann var meðhjálpari í Hólakirkju og því kunn-
ugur garðinum. Reyndi hann fyrst að fá leg-
stað á tveim eða þrem stöðum, en þar var jafnan
6
19. JÚNl