19. júní - 19.06.1960, Page 10
þar í baðstofu á sunnudagsmorgni og horfði inn
í „húsið“ til madömu Þóru. Þjónustustúlkan var
að hjálpa henni til að klæða sig og var að laga til í
kringum hana. Þegar því var lokið, sagði madama
Þóra: „Sæktu nú hann Pál á Bjarnastöðum fyrir
mig. Ég ætla að biðja hann að lesa húslesturinn“.
Stúlkan gerði það. Á meðan sat madama Þóra
með hendur í kjöltu sér.
Ungu stúlkunni fannst nú lítið eftir af fornri
fegurð hennar. Fölnaðar voru hinar „brosandi
blómvarir", þreyta lífsins og vonbrigði höfðu dapr-
að blik augnanna. En yfir svip hennar hvíldi heið-
ríkja og ró. Um hana hefði mátt segja:
„að bjartast hreint skín hjarta
úr hálfslokknum augum.“
Þetta var á allra síðustu æviárum Þóru.
Árið 1881 selur Benedikt, sonur Jóns Benedikts-
sonar, Hóla með Hofi, en jarðir þessar hafði séra
Benedikt afi hans gefið honum, og voru þær seld-
ar seinast úr þessari ætt. Var þar síðan stofnaður
bændaskóli 1882.
Nú varð madama Þóra að víkja úr gamla bæn-
um. En þá var hún orðin svo sjúk, að styðja varð
hana á hesti upp í Nýja bæ. Síðasta ferðin var
hafin. Hún andaðist eftir stutta legu 9. júní 1882
og hlaut hvíld í Hólakirkjugarði.
Hér lauk vegferð ungu stúlkunnar, sem endur
fyrir löngu hafði ferðazt með Jónasi Hallgrímssyni
sunnan yfir fjöll í blárri vorbirtu, þegar ástin
kviknar í hjörtunum.
Þessi fornhelgi staður breiðir nú frið sinn og
fegurð yfir leiði hennar.
Þó finnst mér stundum, er ég geng fram hjá
gröf hennar, að þar gráti enn í lautu góðir blóm-
álfar.
Sigrún Ingólfsdóttir.
Frarnar aldrei gleðin geð
geislum vermir sínum,
því hún gekk til grafar með
góðvininum mínum.
Ingibjörg Gísladóttir,
Galtarholti.
Svo nefnist lítið kver, sem Menningarsjóður gaf
út á liðnu hausti. Eru það ljóðaþýðingar Jakobínu
Johnson, ljóð íslenzkra skálda þýdd á ensku.
Bókin hefst á nokkrum inngangsorðum eftir
skáldið sjálft. Þar segir hún, að þýðingar sínar
hafi ekki komið út áður í bókarformi, en birzt í
ýmsum ritum vestra, þetta hafi verið sér mjög
kært verkefni og tómstundaiðja um langt árabil
að þýða ljóð af máli ættlands síns á mál fóstur-
landsins.
Þá er bókinni einnig fylgt úr hlaði með stutt-
um formála eftir Henry Goddard Leach, fyrrv. for-
mann Ljóðskáldafélags Ameríku. Segir hann Jak-
obínu vera þar mikilsmetinn félaga og lýkur miklu
lofsorði á verk hennar.
Bókin er 90 blaðsíður og flytur 54 ljóðaþýðingar
eftir 30 höfunda og eitt þjóðkvæði, Ólaf liljurós.
Fimm höfundanna eru Vestur-lslendingar.
Við hér heima höfum lengi haft spurnir af ljóða-
þýðingum Jakobínu án þess að eiga þess kost að
sjá þær nema endrum og eins á stangli. Það mun
því mörgum þykja fengur að fá loks þessar ágætu
þýðingar í einni bók, og er það lofsvert framtak
af Menningarsjóði.
My grandmother thus cautioned me —
on Sundays never go
In play to yonder churchill, when the sun
is sinking low.
You might disturb the service where the elves
at vespers pray.
Their church is up in pynder knoll and in my
youthful day
I seemed to hear the fairy-hymns floating out
at sunset.
Þetta er upphafið að Kirkjuhvoli Guðmundar
Guðmundssonar í þýðingu Jakobínu Johnson.
Fá skáld munu ástsælli en Jakobína. Ljóð henn-
ar sameina mildi hjartans og heiðríkju hugans, og
öll þau fegurstu vitna um falslausa ást og tryggð
til íslands, draumalandsins, sem hún hefur dvalið
fjarri langa ævi. Og hún hefur verið slíkur menn-
ingarfulltrúi vestan hafs, að við munum seint fá
fullþakkað henni, allt sem hún hefur gert til að
kynna Island og íslenzka menningu. Og vonandi
eigum við eftir að sjá hana ennþá hér heima.
H.B.B.
8
19. JtJNl