19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1960, Qupperneq 11

19. júní - 19.06.1960, Qupperneq 11
99 EG ER AELTAF AÐ LEITA 99 Viðtal viS dr. Selmu Jónsdóttur listfrœSing. Hinn 16. janúar síðastliðinn urðu merk tímamót í íslenzkri menningarsögu, en þá hlaut Selma Jóns- dóttir listfræðingur, fyrst islenzkra kvenna, dokt- orsnafnbót við Háskóla íslands. Doktorsritgerð frú Selmu fjallar sem kunnugt er um myndskurð á þrettán fjalabútum úr Skaga- firði, leifar stórrar veggmyndar, sem mun hafa verið í skála í Flatatungu. Sannar frú Selma í rit- gerð sinni, að myndskurður þessi sé hluti af hyz- anskri dómsdagsmynd, og færir mjög sterk rök að því, að hún sé, hvað stíl snertir, nátengd þeirri list, sem þróaðist i Monte Cassino klaustrinu á Suður-ltalíu eftir miðja 11. öld. Þá setur Selma fram þá tilgátu og rökstyður, að fyrirmynd þess- arar myndar hafi borizt til Islands með hinum ermsku biskupum, sem Ari fróði nefnir í Islend- ingabók, og að þeir hafi verið grisk-kaþólskir munk- ar. En listamaðurinn skurðhagi álítur Selma, að verið hafi Islendingur. Vísindastörf sín hefur dr. Selma unnið í kyrr- þey, og kom því mörgum á óvart, er hún lagði fram doktorsritgerð sína seinni hluta vetrar 1959. Bjartan vormorgun í apríl sl. heimsæki ég Selmu á skrifstofu Listasafns rikisins í tumi Þjóðminja- safnshússins, en Listasafninu hefur Selma veitt forstöðu frá stofnun þess 1951. Tilgangur heim- sóknarinnar er að spyrja hana nokkurra spurninga um vísindastörf hennar og aðdraganda þeirra. Að góðum íslenzkum sið er mér boðið kaffi, — það skerpir lika hugsunina, um það erum við sam- mála — og síðan hefst samtalið. — Þú komst víst mörgum á óvart, Selma, þegar þú lagðir fram ritgerðina í fyrra. — Það er þá aðeins vegna þess, að svo fáir vissu, hvað á undan var gengið. Ég vann mastersritgerð mina undir handleiðslu þriggja merkra listfræð- inga, en þeir voru dr. Meyer Schapiro, prófessor við Columbia háskólann í New York, dr. Fritz Saxl, forstöðumaður og prófessor við Warburg In- stitute og Courtauld Instiute i London, og dr. 19. JtJNl 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.