19. júní


19. júní - 19.06.1960, Síða 12

19. júní - 19.06.1960, Síða 12
Francis Wormald, þáverandi yfirmaður handrita- deildarinnar í British Museum. Hjá þessum mönn- um fékk ég sérstaklega góða þjálfun í vísindaleg- um rannsóknum. Annars hef ég haft gaman að grúski, allt frá því að ég var unglingur i Borgarnesi. Heima var gott bókasafn og safn af klassiskum hljómplötum. Áhuga minn á myndlist fékk ég líka heima; jóla- gjafirnar frá föður mínum voru oft listaverka- bækur. Þegar ég hafði lokið námi í verzlunarskólanum 1935, fór ég til Þýzkalands og tók þátt í nám- skeiðum í Hamborg og við háskólann í Heidel- berg; lagði stund á þýzku og þýzkar bókmenntir. Á árunum 1937 til 1939 var ég í Borgarnesi við verzlunarstörf og las þá mikið. Svo ætlaði ég út aftur til náms um haustið 1939, en stríðið kom í veg fyrir það. Haustið 1941 varð það að ráði, að ég færi til Ameriku að læra listasögu. Fyrst var ég í háskól- anum í Berkeley í Kaliforníu, byrjaði strax á lista- sögu, en varð um leið að lesa stærðfræði og nátt- úrufræði, því að ég átti eftir að taka stúdentspróf. En þetta gekk allt vel. Seinna skipti ég um, fór í þann háskóla, sem beztur var talinn fyrir lista- sögu, Columbia háskólann í New York. Það var ævintýralegt að stunda þar nám í listasögu á stríðs- árunum. Við vorum oft aðeins þrjú í fyrirlestrum — nú eru þar oft mörg hundruð — svo að kenn- arinn gat betur sinnt hverjum nemanda og áhuga- málum hans. Auk listasögu las ég heimspeki, mannfræði og ýmislegt fleira. Auðvitað skoðuðum við oft söfnin í New York, auk þess sem við fór- um með prófessorunum til Fíladelfíu, Boston og Baltimore og skoðuðum stóru söfnin þar. Ég var í háskólanum allt árið, eins og siður var á stríðs- árunum, og var fljótari fyrir það, tók Bachelors- próf 1944. —- Og svo hélztu áfram til Mastersprófs? — Já, ég lauk nauðsynlegum prófum við Col- umbia háskólann ári síðar, fór síðan til Englands og vann að mastersritgerðinni við Warburg Insti- tute í London. Ég hef alltaf haft yndi af miðalda- list, og verkefni mitt var um einn þátt rómanskr- ar höggmyndalistar í Englandi. Það reyndist erf- iðara en ætlað var í fyrstu, og það tók mig þrjú ár að leysa það af hendi. Ég skoðaði öll vestræn mynd- skreytt handrit í British Museum frá árunum 700 til 1200 og blaðaði gegnum hverja einustu bók um miðaldalist í bókasöfnum Warburgstofnunarinnar og Victoria & Albert safnsins. Árið 1949 hafði ég lokið ritgerðinni og lauk Master of Arts prófi frá Columbia háskólanum. Ritgerðin heitir: „The Por- tal of Kilpeck Church; its place in English roman- esque Sculpture“, og kom út í The Art Bulletin í september 1950. — Nú skil ég betur, að þér skyldi takast að ráða gátu Flatatungufjalanna. Ekki hefur það verið fyrir tilviljun, heldur hefur sú þjálfun, sem þú hlauzt við undirbúning mastersritgerðar þinnar, átt sinn stóra þátt í því. — Já, ég kynntist mjög vel miðaldalist á þess- um árum í London, og ég fékk mikla þjálfun í að skoða listaverk og bera þau saman. Og sjálf reynsl- an að glima við verkefnið, aginn, sem verður að beygja sig undir, og vandvirknin, sem verður að temja sér, er mikils virði. — Viltu segja eitthvað um doktorsritgerðina eða efni hennar nú, þegar nokkuð er um liðið, siðan þú laukst henni? — Ég er þeirrar skoðunar, að hér hljóti að finn- ast einhverjar fleiri minjar um byzönsk áhrif á ll.öld. Annars get ég ekki nógsamlega dáðst að því, hve hér hafa verið miklir höfðingjar á þeim tíma og hvað þeir hafa verið í nánum tengslum við umheiminn og opnir fyrir nýjungum. Mér finnst ég sjá það betur og betur, hve hann hefur verið merkur maður, þessi mikli bóndi eða höfð- ingi í Flatatungu, sem óhræddur lét gera slíka stórmynd sem þessa, nýja bæði að efni og stíl. Ilver hefði til dæmis viljað setja upp stóra ab- strakt veggmynd hér í Reykjavík fyrir 20—30 árum? Og þar er Selma komin að sínu hjartans máli, framgangi nútíma myndlistar á Islandi. Ég hætti mér ekki út í umræður um það, enda er komið fast að hádegi og mál að kveðja. Við verðum samferða niður úr turninum, og ég spyr Selmu að lokum, hvað fram undan sé, hvort hún haldi ekki áfram listsögulegum rannsóknum. — Jú, það segi ég satt. Ég er alltaf að leita. Hér heima eru svo mörg listsöguleg verkefni, sem fróð- legt er að fást við. Það væri til dæmis skemmtilegt að finna fleiri tengsl við byzanska list. Annars er ég mjög hrifin af nútímalist. Það er svo gaman að fylgjast með því, sem verið er að gera i dag; öllu því nýja, sem kemur fram hjá myndlistamönnum nútímans, bæði heima og er- lendis. Ef til vill er tímabil nútímalistar hið eftir- tektarverðasta í allri listasögunni. E. E. G. 10 19. JtJNl

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.