19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1960, Qupperneq 15

19. júní - 19.06.1960, Qupperneq 15
Ekki verður mikið ráðið af fornsögunum um matarhæfi þjóðar vorrar yfirleitt. Þó má finna þar ýmis dæmi, sem benda til þess, að skyrgerð og skyrneyzla hafi tiðkazt með Islendingum, allt siðan land byggðist. Almennt mun talið, að skyr hafi verið einn af meginþáttunum i matarhæfi lands- manna á öllum öldum. Enn í dag er það dagleg fæða á flestum eða öllum sveitaheimilum og mun yfirleitt haft á borðum — oft eða sjaldan — á hverju heimili á landinu. Talið er, að með öllum þjóðum, sem kvikfjár- rækt stunda, tíðkist einhvers konar skyr- eða súr- mjólkurgerð, en ekki er vitað, að nokkur þjóð geri skyr á líkan hátt og Islendingar, nema ef vera kynnu Ungverjar. fslenzka skyrið er því í raun og veru þjóðarréttur fslendinga. Er gott til þess að vita, að læknar og heilsufræðingar telja það hina hollustu fæðu ungum og gömlum, enda fer það saman við reynslu þjóðarinnar. Litlar eða engar heimildir er að finna um það, hvernig skyr var gert hérlendis í upphafi eða fyrr á öldum. í íslenzkum þjóðháttum segir, að skyr- gerð hafi að öllu farið eins fram frá ómunatíð. Hins vegar telur Gísli Guðmundsson gerlafræð- ingur í bæklingi um íslenzka og erlenda skyr- gerð, að upphaflega muni hér hafa verið notað sjálfgert skyr, er hann svo nefnir. Yar það búið til á þann hátt, að lítið eitt af skyri var sett á botn ílátsins, sem gera átti skyrið í. Síðan var mjólk hellt í ílátdð, eftir því, sem hún féllst til. Þegar mjólkin súrnaði og hljóp, skildist mysan frá. Var henni rennt undan eða ausið ofan af, en eftir varð þá samfellt skyr. Þessi aðferð var kölluð uppsteypa. Hún mun alltaf hafa þekkzt hér, en einkum ver- ið notuð af þeim, sem litla höfðu mjólk, nytkuðu kannske aðeins örfáar ær að sumrinu. HólmfríSur Pétursdóttir Hér verður sagt frá skyrgerð, eins og hún fór fram á Norðausturlandi á síðari hluta 19. aldar eftir minni og samkvæmt eigin reynslu manna, sem nú eru á áttræðis- og níræðisaldri. Skyr var þá ekki gert á vetrum eða mjög óvíða. Bændur bjuggu aðallega við sauðfé, og þótti lítill búhnykkur að hafa margar kýr, því að af sauð- fénu fengust þær afurðir, sem markaður var fyrir, svo sem kjöt, skinn, ull og tólg. Og mjólk til skyr- gerðar og smjör lögðu ásauðirnir til með fráfær- unum, þegar lömbin voru tekin undan og rekin á fjall, en ærnar mjólkaðar heima. Fráfærur fóru fram 9 vikur af sumri eða í 10. vikunni. Þegar leið að þeim tíma, varð allt að vera vel undirbúið, svo að skyrgerðin gæti tekizt vel. Kom þar þrennt til greina: áS gera hleypi, sem þá var ætíð nefndur kœsir, aS búa til þétta og síð- ast, en ekki sízt, að hafa öll mjólkurilát í lagi, svo að aðskilin mjólk, undanrennan, fengist ósúr til skyrgerðarinnar. Hleypir var gerður af kálfsiðri (þ. e. kálfsmaga). Maginn var tekinn úr kálfi, sem líflátinn var, áður en hann hafði nærzt á öðru en mjólk. Var bundið fyrir bæði magaopin. Síðan var maginn þurrkaður úti eða, sem oftar var, hengdur í reyk í eldhúsi með öllu innihaldi og geymdur til sumars. (Kýr báru þá víðast að haustinu eða snemma vetrar). Nokkru fyrir fráfærur var maginn tekinn og þveginn vel, látinn í ask, en þó öllu fremur í leir- 19. JÚNl 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.