19. júní


19. júní - 19.06.1960, Side 19

19. júní - 19.06.1960, Side 19
mjólkin var sett og geymd, til þess að renna trog- unum. Þar stóðu 16—20 trog á bekkjum, sem lógu með fram þrem veggjum skemmunnar, sinn bekk- urinn fyrir hvert mál. Hún renndi trogunum með elztu mjólkina. Undanrennuna setti hún i stóru föturnar, en rjómann í litla fötu, sem til þess var ætluð. Því næst bar hún trogin inn í eldhús og skolaði úr þeim mjólkina. Þá sauð búverkavatnið. Tók hún þá til við að baka trogin og önnur mjólk- urílát yfir gufunni, en jafnframt sótti hún út und- anrennuna, bar fótafitu við flóunarpottinn, sem stóð á stærstu hlóðunum, og færði undir hann eld. Hún var jafnan vön að setja þykka taðflögu yfir eldinn undir miðjum pottinum, svo að logann legði upp með honum, en ekki á botninn eingöngu. Brann þá síður við. Gluggi var á austursúð eldhússins. Man ég vel, að hún sagði við mig: „Ég verð alltaf að hafa lok- ið ílátasuðunni, komið upp suðunni á kaffikatlin- um í glóðinni og tekið til plöggin handa piltun- um, þegar morgunsólin fellur á markið í stoð- inni vestan við hlóðastóna. Þá er klukkan 7, ráðs- konan komin fram að renna upp á könnuna og skenkja morgunkaffið fólkinu, sem risið er úr rekkju.“ Þá þurfti hún að mjólka ærnar um 100 að tölu ásamt annarri stúlku. Ég hafði alltaf gaman af að fara með henni á kvíarnar á kvöldin. Þá var hún líka búin að renna kveldtrogunum. Þótti mér alltaf svo skemmtilegt að horfa á það og gott að fá mér ofurlítinn rjómaspón af troggöflunum. Hún þekkti ærnar, vissi hverjar mjólkuðu bezt og hverjar voru óþægastar í hjásetunni, því að sonur hennar sat þær á sumrin — allt frá 10—13 ára aldurs. Að morgunmjöltum loknum fór hún að gera upp. Það var mikið verk, þegar gert var upp í keraldi og bera þurfti 6—8 fötur af mjólk milli eldhúss og búrs, enda hafði hún jafnan hjálp við það. Man ég hún sagði, að skyrið yrði fínna, ef lileypir og þétti væru notaðir mjög í hófi. Reyndist mér það rétt, þegar ég löngu seinna þurfti á að halda. Oft þurfti hún að búa til og baka brauð síðari hluta dagsins, stundum 30—40 kökur í einu af flatbrauði. Það voru minar beztu stundir að sitja hjá henni við hlóðimar og hlusta. Hún hafði frá mörgu að segja og kunni margt kvæða. Ég held hún hafi verið hrifnust af Svanhvít og Friðþjófs- sögu Tegnérs. Enn heyri ég kvæðin í Svanhvít með hennar rómi. Ljóðlinur Burns: „Því skal ei bera höfuð hátt í heiðursfátækt, þrátt fyrir allt“, gæti vel verið hennar eftirmæli. Hún sagði mér frá liðnum tímum og lifnaðar- háttum fólksins. Flest af því er gleymt. En sumt gleymist aldrei, svo sem frásögnin af tengdaföður hennar, sem átti svo illt í uppvextinum, að eitt sinn á sjálfri jólanóttunni var hann svo svangur, að hann breiddi upp yfir höfuð, þegar hann var háttaður, og borðaði jólakertið sitt undir brekán- inu. Aðra man ég vel, sem einmitt var um skyrið. Hún sagði einu sinni við mig: „Þegar Kristjana langamma þín lifði og bjó hér, bjó Árni bróðir hennar á Sveinsströnd. Hann hélt mjög fé sínu til beitar, þótt veður væru hörð, og stóð hjá því sjálfur — oft hérna á ásnum austan við lækinn. Gekk hann þá stundum heim hingað að hitta syst- ur sína. En hún bar honum í góðgerðaskyni hnaus- þykkt, súrt skyr í aski og stakk vænni sköfu af smjöri ofan í. Þetta taldi hann þær beztu góð- gerðir, sem hægt væri að kjósa sér. — Hann þurfti ekki að hita sér á kaffi,“ bætti hún við og brosti. (Þó fjdgdi sögunni, að hann hefði klæðzt svell- þæfðum prjónabrókum einum saman, hvernig sem viðraði.) fslenzka skyrgerðin er arfur frá liðnum kyn- slóðum íslenzkra kvenna, kvenna, sem með hug- kvæmni, skynsamlegri athugun og kostgæfni gerðu skvrið að þeirri kostafæðu, sem raun hefur á orð- ið, og lögðu um leið mikilvægan skerf til varð- veizlu hreysti og viðnámsþróttar íslenzka kyn- stofnsins á liðnum öldum. Nú hafa íslenzkar konur skilað þessum arfi af höndum sér. Réttara væri þó að segja, að breyttir atvinnu-og þjóðlífshættir hefðu hrifið hann úr höndum þeirra. Vonandi ber þó þjóðin gæfu til að varðveita hann enn um aldir fram. HólmfríÖur Pétursdóttir. Blundi hrindir hugraun sver, harmar lyndisgrónir. Stundir yndis eru mér or'Snar skyndisjónir. Ingiinn Hallgrímsdátlir, Kmiðiiiskriðiii (inóðir Baldvins skálda). 19. JtJNl 17

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.