19. júní


19. júní - 19.06.1960, Side 30

19. júní - 19.06.1960, Side 30
að. Þær áttu langt tal saman, sem lauk svo, að frú Eva Jacobsen tók sjálf að sér að kenna henni og kom eftir það annan hvern dag á sjúkrahúsið, þar til námskeiðunum var lokið og Ólöf hafði fengið ágætan vitnisburð. Heilsan var samt ekki sem bezt, því að á meðan hún dvaldist þarna, lamaðist Ólöf á vinstri hendi, og lauk þar með draumi hennar um að verða handavinnukennari, sem lengi hafði búið með henni. Ólöf var nú send heim aftur, og í þriðja sinni hafnaði hún á stofu 4 í Landsspítalanum. Kjarkinn missti hún þó ekki. Eitt sinn um haust- ið slæddist ég inn á Landsspítalaganga og settist hjá Ólöfu. Hún trúði mér þá fyrir því, að hún ætl- aði nú að fara að kenna orðblindum börnum að lesa. Hún hafði talað við Helga Elíasson fræðslu- málastjóra og Brand Jónsson skólastjóra málleys- ingjaskólans. Þeir höfðu börn undir höndum, sem þörfnuðust sérstakrar kennslu til lestrarnáms. Nú vantaði Ólöfu kennslustofu í kjallara, þar sem hægt væri að aka hjólastólnum beint inn. Hún vissi til þess, að lögreglan flutti stundum lamað fólk og gerði sér vonir um að geta fengið hana til þess að flytja sig til og frá. Ég var svo lánsöm að búa einmitt í slíkum kjallara, svo að við sömdum um húsnæðið, og lögreglan tók að sér flutninginn á Ólöfu og stólnum. Allan þann vetur kenndi hún börnum í einka- tímum, með þeim aðferðum, sem hún hafði lært í Orðblindraskóla Evu Jacobsens og Erik Dedlev- sens. Þegar hún fór að kenna, tók hún upp bréfa- samband við kennara sinn í Kaupmannahöfn, sem studdi hana með ráðum og dáð. Þessi vetur var þó mjög erfiður Ólöfu, því að allan morguninn var hún í æfingum, nuddi og böðum, en kenndi svo frá kl. 1—4 úti í bæ. Reynslan varð henni líka mikils virði. Nú fann hún, að hve vel sem henni gengi að kenna hverju einstöku barni, þá hefði hún ekki kennararéttindi, og yrði henni því ómögulegt að fá kennslustörf við skóla. Hún yrði því að taka kennarapróf. Að fengnu leyfi lækna Landsspítalans fékk hún að ganga undir inntöku- próf í Kennaraskólann haustið 1957 og stóðst það með ágætum. Nú settist hún í Kennaraskólann og fór oftast ein í lijólastólnum yfir túnið í skól- ann. I vondu veðri fylgdi einhver hjúkrunarnem- inn henni. Þegar þangað kom, beið hún, þar til einhverjir nemendur báru hana upp i kennslu- stofuna, og eins báru þeir hana aftur niður að kennslu lokinni á daginn. Upp túnið til baka voru alltaf einhverjir samferða, sem ýttu stólnum upp í spítalann aftur. I þrjá vetur hefur þetta gengið. Á hverju vori lauk hún tilskildu prófi og hóf aft- ur nám að hausti. Hinn 27. maí í vor lauk Ólöf kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands með ágætri einkunn. Nú er hún orðin kennari með fullum réttindum og sérnámi í lestrarkennslu orðblindra barna. Auk þess hefur nú aftur komið máttur í vinstri höndina, svo að það má segja, að í vor hafi hún unnið marga sigra. „Ég óska þér til hamigju með sigurinn, Lóa. Ertu ekki glöð að hafa nú lokið náminu?" spyr ég, þegar ég sezt hjá henni á ganginum, þar sem hún situr í stólnum, svolítið þreytuleg eftir prófin. „Jú, sannarlega. En ég get aldrei nægilega þakk- að læknunum hér, hvað þeir hafa verið mér góðir. Án þeirra hjálpar og skilnings hefði mér verið þetta ómögulegt. Og nú á ég að fara í nudd og ef til vill eitthvað fleira til þess að geta hafið kennslu í haust. P. J. Ama bundin út viS sjó auma grund ég byggi. Finnst þér undur á mér þó illa stundum liggi? Indíana Albertsdóttir. Ýmsir fást þar um og slást, óska, þjást og dreyma, rúnir mást, er ristir ást, ráS er skást aS gleyma. Þóra Jónsdóttir. ÁSur þrátt ég yndis naut, illt viS mátti glíma, lifi í sátt viS liSna þraut, HSur aS háttatíma. Rakel Bessadóttir. Þegar fjúkiS felur sýn, fennir á hnúka daga langa, hlýja, mjúka höndin þín, hún á aS strjúka mína vanga. Lára Árnadóttir. •28 19. JÚNÍ

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.