19. júní


19. júní - 19.06.1960, Síða 32

19. júní - 19.06.1960, Síða 32
Ne-ei, sagði ég og dró seiminn. Við erum vinir þínir. Finnur þú það ekki? spurðu trén blíðlega. Jú, það fann ég smám saman, því að frá stofn- um þeirra allt um kring streymdi ástúð og mildi inn í sál mína, rak burt leiðann og tómið og fyllti hana fögnuði í staðinn. Mér var það allt i einu Ijóst, að ég var stödd í skjaldborg af lifandi ver- um, sem allar vildu mér vel. —- En ég átti víst að skrifa um það, hvernig garðurinn hér í Bjarka- hlíð varð til. Hann stendur á skjóllausu og hrjóstrugu holti úr landi Bústaða, sem er gömul landnámsjörð i suðausturhluta Reykjavíkurbæjar. Landið er á erfðafestu, en fyrir 20 árum keyptum við húsið af séra Sigurði Einarssyni. Fyrsti landnámsmaður staðarins var þó annar þjóðkunnur maður, Jón Oddgeir Jónsson, og það var hann og fjölskylda hans, er lagði þann hornstein, sem við hin, er á eftir komtnn, höfum leitazt við að byggja ofan á. Sumar konur hafa „blómahendur“, eins og al- kunnugt er. Það er eins og þær hafi í sér hæfi- leika til ræktunar. Skrúðgarðar þeirra eru fjöl- breytilegir, aðdáanlega þróttmiklir og snyrtilegir. Ég fer nú ekki víða, en mér detta í hug þrír garð- ar, þar sem ég hef fundið þessi áhrif: garðurinn í Mtilakoti, garður frú Guðrúnar Erlings við Þing- holtsstræti í Reykjavík, og garður, sem ég sá í haust við sumarbústað Klöru og Jóns Helgasonar kaupmanns. Sá garður liggur rétt fyrir ofan byggð í Mosfellssveit, þar sem áin fellur í fossum niður af heiðinni, og er ég gekk þar um garða, flaug mér einmitt í hug, hve skemmtilegt það gæti verið fyr- ir hópa, eins og til dæmis kvenfélög á yfirreið, að fá að koma við í Hlíð og sjá suðræna paradís í úthaga á okkar berangurslega landi. Þetta var víst nokkuð langur útúrdúr, það er varla, að ég finni þráðinn á ný, en við vorum að tala um garðinn héma í Bjarkahlíð, hvernig hann hefði orðið til. Fyrir 20 ámm stóðu nokkur ein- mana skógartré uppi á brekkubrúninni fyrir ofan húsið, nokkur ung og smá ribs- og sólberjatré höll- uðu sér upp að reiðveginum, sem einu sinni var þjóðbrautin til bæjarins. Svo fundum við rósa- mnna og rabarbara, og ýmis fjölær blóm stungu upp kollinum allt í kring um húsið, þegar voraði. Hvað var hægt að gera annað en að hlúa að þess- um gróðri og reyna að halda áfram því landnámi, sem þegar var hafið? Hvernig var líka hægt að búa við alfaraveg án þess að sýna einhvern lit á því að fegra landið, var maður ekki skyldugur til þess að veita þeim vegfarendum, er fram hjá færu, eitthvert augna- yndi, átti að láta þá aka fram hjá húsi, sem var eins og eldspýtnastokkur í laginu, og stóð á hekt- ara lands í auðn og órækt? Þá mundu þeir hugsa sem svo, að Bjarkahlíð væri of kostulegt nafn á stað sem þessum, hann ætti miklu fremur skilið að heita Kotungshlíð. Þú hlýtur að sjá, kæri lesandi, að hér var í rauninni ekki um neitt að velja. Það hefur hvarflað að mér, hve glæsilegur þessi staður væri nú, ef hann hefði notið umönnunar konunnar, sem vígði hann, frú Fanneyjar Jóns- dóttur. Konur, sem hafa „blómahendur“, skapa töfrandi umhverfi á örfáum árum, að því er virð- ist áreynslulítið. Við hinar, sem ekki höfum með- fædda hæfileika til þessa starfs, verðum að notast við viljann, og í stuttu máli er það hann, ásamt lönguninni til þess að skapa fegurð, sem verið hefur minn „páll og reka“ hér í garðinum í Bjarka- hlíð. öðrum til uppörvunar get ég vottað það, að þrátt fyrir fullkomið áhugaleysi á samsetningu jarðvegarins, þrátt fyrir algera vanþekkingu á áburðarþörf hinna ýmsu tegunda og þrátt fyrir andúð og hræðslu við orma og pöddur — hefur skógurinn risið, eldspýtnastokkurinn hefur teygt úr sér og stendur nú í skjóli hundraða trjáa. „Er ekki fallegt hérna, væri ekki gaman að búa hérna?“ Þessa og svipaðar athugasemdir heyrum við stundum hjá krökkunum, þegar þau þeysa fram hjá Bjarkahlíð á reiðhjólum, og þá finnst mér alltaf sem eitthvað hafi þó áunnizt. Ef hinir ungu borgarar fá löngun til þess að búa innan um tré og runna, skyldu þeir þá ekki reyna að láta þann draum rætast seinna meir, skyldu þeir þá sætta sig við að lifa á berangri að óþörfu allt sitt líf? „Allar eignar smalinn sér kindurnar, þótt hann eigi enga þeirra sjálfur“, dettur mér í hug, þegar ég lít yfir framanskráð greinarkorn. Það er rétt eins og ég hafi gróðursett hvert tré hér í garðin- um og það hjálparlaust, eins og ég hafi vegið upp björg úr holtinu og sótt mold og sand í holurnar langar leiðir á þungum hjólbörum, eins og ég hafi ekið kúamykjuvögnum frá Bústöðum vor eft- ir vor handa birki og greni, sótt hænsnadrit frá Áshól handa runnum og rósum, flutt þung tré langar leiðir, þegar þrengdi að á uppvaxtarstaðn- um, nei, því fer víðs fjarri, allt þetta hefur minn elskulegi eiginmaður gert, ég hef aðeins horft á 30 19. JtJNl

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.