19. júní


19. júní - 19.06.1960, Page 38

19. júní - 19.06.1960, Page 38
Auður Proppé hafði áður lokið prófi í Verzlun- arskólanum og stundað skrifstofustörf 7 ár. —• Hvers vegna vildir þú breyta til um atvinnu, Auður? —• Það var fyrst og fremst vegna þess, að ég vildi fá atvinnu, þar sem ég hefði réttindi til að fá „sömu laun fyrir sömu vinnu“, eins og það er kallað, en um það er tæplega að ræða við skrif- stofustörf. Námstíminn var þá 9 mánuðir, en mun nú vera tveggja vetra nám. — Þið hafið strax fengið atvinnu? — Já, þá voru uppgangstímar. íslendingar voru að taka við loftskeytaþjónustu, sem Bretar höfðu áður annazt í sambandi við herflugvélar, milli- landaflug að byrja, nýsköpunartogararnir að koma og ný kaupskip, sem öll þurftu á loftskeytamönn- um að halda. Veðurstofan var einnig að auka sína starfsemi og þurfti að fá loftskeytamenn, annars efast ég um, að við Elísabet hefðum fengið atvinnu. — Þú hefur alltaf starfað við stöðina í Gufu- nesi? — Já, en starfið hefur breytzt mjög mikið á þessum 14 árum, sem liðin eru, síðan ég byrjaði að vinna þar. Nú hafa vélar eða talviðskipti að mestu tekið við Morse-viðskiptum. — Mundir þú þá ekki álíta heillavænlegt fyr- ir konur að sækjast eftir þessu starfi? — Ekki mundi ég mæla með því. Atvinnumögu- leikar eru ekki miklir, eins og nú er. Við erum tvær í Gufunesi, ein er símritari í Hrútafirði og önnur loftskeytamaður á togara. I landi virðast allar dyr lokaðar konum í þessu starfi, og eru dæmi þess, að konur með loftskeytaprófi fá ekki at- vinnu samkvæmt sinni menntun. Annars álít ég, að starfið sjálft sé við hæfi kvenna engu síður en karla. S.J.M. Stjórnar- og forinannaliindnr Alþjóða kvenréttindafélagsins (International Alliance of Women) verður haldinn í Teheran i sumar, en vegalengdin þangað er of mikil, til þess að formaður K.R.F.I. treysti sér til að sækja hann. Aftur á móti er í ráði, að alþjóðafundur félagsins verði haldinn á næsta ári í írlandi, og væri æskilegt, að íslenzkar konur gætu fjölmennt þangað. Málari. Fyrsta apríl 1960 lauk Helga Magnúsdóttir sveinsprófi í málaraiðn. — Hvernig stóð á því, að þú valdir þessa at- vinnugrein? — Ég var ákveðin í þvi að læra einhverja iðn- grein. Eiginlega ætlaði ég í hárgreiðslu, en ég heyrði á föður mínum, að honum fannst það hálf- leiðinlegt fag. Ég breytti því ákvörðun, þegar ég fór að innrita mig í skólann. Ég hafði málað her- bergið heima hjá mér og þótti það skemmtilegt. — Varð námið þér erfitt? — Nei, mér þótti strax skemmtileg flatarmáls-, rúmmáls- og fríhendisteikningin og þó skemmti- legust vinnan sjálf, þegar ég komst að sem nemi. Ég var Svo lánsöm að vera ekki lofthrædd, svo að mér stóð á sama, þótt ég væri á húsaþökum eða gluggum hátt uppi. — Þarf ekki málaranemi að læra sérstaklega litafræði og litameðferð? — Jú, en það lærum við á námskeiðum, sem meistarafélagið heldur og kostar. Aðallega lærist það þó við sjálfa vinnuna. — Hugsarðu þér eitthvert sémám í viðbót? — Nei, en það er hentugt fyrir stúlkur, sem læra málaraiðn, að fara í skreytingar, auglýsingar eða þess háttar. Ég gifti mig á miðjum námstím- anum og bætti þá á mig húsverkum, en það vor- kenni ég engri stúlku, sem er heilbrigð. Maðurinn minn var lika við iðnnám. Hann er nú rafvirki. — Hvað hefur þú hugsað þér að gera nú? — Við hjónin ætlum að flytja norður á Húsa- 36 19. JtJNl

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.