19. júní


19. júní - 19.06.1964, Blaðsíða 9

19. júní - 19.06.1964, Blaðsíða 9
— þ. e. a. s. húsmæður — hafa til þessa verið af- skiptar rétti til sjúkradagpeninga. l.janúar 1964 gengu í gildi endurskoðuð almannatryggingalög. Þar er sýnd viðleitni til að rétta hlut húsmæðra. En dagpeningarnir, sem húsmæðurnar eiga að fá, eru næstum helmingi lægri en annarra sjúklinga, af þvi að lögin miða vinnuverðmæti húsmóður við upphæð ellilauna eða örorkubóta. Kvenréttinda- félag Islands gerði athugasemd við þessa viðmið- un og krafðist jafnréttis húsmæðra við annað fólk. 4. Slysatryggingar. Slysatryggingarrétt eiga húsmæður alls ekki. Á vinnuvettvangi húsmóðurinnar eru slys þó alltið. Smábændum og atvinnurekendum litilla fyrirtækja er nú með breytingum almannatryggingalaganna gefinn kostur á slysatryggingum, og er undarlegt, að þær skuli ekki einnig geta náð til húsmæðra. 5. örorkubœtur. örorkubætur til húsmæðra fara ekki eftir sömu reglum og til annarra öryrkja. Samkv. gildandi reglugjörð (27.nóv. 1961) „skal ekki úrskurða hús- móður örorkustyrk, nema sannað þyki, að um veru- legan aukakostnað sé að ræða við heimilishaldið vegna örorku hennar, svo sem aðkeypta húshjálp, eða atvinnuleysi fyrirvinnunnar af þeim sökum.“ Verulegur aukakostnaður er óeðlileg viðmiðun og segir litið til um þörfina fyrir hjálp. Hjálpsöm fjölskylda gæti auðveldlega orðið orsök þess, að húsmóðir fengi ekki örorkubætur. Þetta er rétt- indaskerðing. Með orðalagi reglugerðarinnar er húsmæðrum óvirðing sýnd, einkum með orðinu fyrirvinna, réttara væri að tala um heimilisföður, þar Sem hjónunum ber báðum skylda til að fram- færa fjölskylduna. 6. Ekkjubœtur. Samkv. ákvæðum almannatryggingalaga eiga konur rétt á nokkrum styrk við fráfall eiginmanns og auk þess árlegum styrk, ef þær eru 50 ára eða eldri, er þær verða ekkjur. Þessar bætur hækkuðu dálítið við síðustu endurskoðun laganna. Kona, sem er 65 ára við lát eiginmanns síns, fær fullar ekkjubætur, en þær eru jafnháar ellilaununum, sem hún fær 67 ára gömul, en um leið eru ekkju- bæturnar tir sögunni. Karlmenn fá ekki ekkilsbætur hjá almannatrygg- ingalögumnn. Það er aðeins í tryggingum opin- berra starfsmanna, sem slíkt jafnrétti á sér stað, enda er þar launajafnrétti að lögum. 7. Orlof. Orlof — hvíld frá störfum — þ. e. a. s. hvíld frá launuðum störfum — eru talin sjálfsögð mann- réttindi. Konur, sem vinna við svonefnd atvinnu- störf,eru þvi jafnréttháar körlum í því efni. 1 samn- ingum atvinnurekenda og launþega og reglugerð- um um réttindi og skyldur starfsmanna rikisins eru ákvæði um orlof starfsfólks. Yfirleitt er orlof ekki styttra en 3 vikur á ári. Stærsta stétt þjóðfélagsins — húsmæðurnar — er enn þá að mestu leyti afskipt orlofsréttindum. Að vísu eru til lög um orlof húsmæðra, en í fram- kvæmd bera þau svipmót góðgerðastarfsemi. Senni- lega er langt í land, þar til allar húsmæður fá ár- legt þriggja vikna orlof. 8. FæSingarorlof. fsland hefur enn þá ekki getað fullgilt alþjóða- samþykkt um mæðravemd (nr. 103), vegna þess að engin lög eru til, sem tryggja öllum konum, sem starfa í atvinnulifinu, eins og það er kallað, hvíld frá störfum vegna barnsburðar án þess að verða fyrir tekjumissi. Aðeins konur, sem em starfsmenn rikisins, njóta «ð lögum fæðingarorlofa, sem með reglugerð er ákveðið samtals 90 dagar fyrir og eftir bamsburð. Að öðru leyti eru slik orlof samningsatriði, t. d. hefur Starfstúlknafélaginu Sókn tekizt að ná samn- ingum um, að félagskonur, sem starfað -hafa 4 ár eða lengur hjá sama atvinnurekanda, skuli fá 3 mánaða fæðingarorlof á fullu kaupi. Árið 1960 var fmmvarp um fæðingarorlof til handa konum, sem em launþegar, flutt á Alþingi. Fmmvarp þetta, ef að lögum hefði orðið, hefði ver- ið mikið framfaraspor, enda þótt það næði ekki til allra mæðra. En að því ber að stefna, að allar kon- ur geti fengið nauðsynlega hvíld frá störfum vegna barnsburðar. Lögunum um heimilishjálp í viölögum mætti vel breyta á þann veg, að öllum konum væri tryggð heimilishjálp fyrir og eftir bamsburð, en ekki eins og nú, þar sem sú hjálp er veitt, í hæsta lagi 14 daga. Einnig mætti samræma þessa heimilishjálp lögum um orlof húsmæðra. 9. Mœðralaun, fjölskyldubœtur og barnalífeyrir. Mæðralaun, f jölskyldubætur og bamalifeyrir eru þau atriði í tryggingalöggjöfinni, sem Kvenrétt- indafélag Islands og konur yfirleitt hafa látið sig einna mest varða. Þó eru þau fyrst og fremst réttindamál barna. 19. JtJNl 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.