19. júní


19. júní - 19.06.1964, Síða 13

19. júní - 19.06.1964, Síða 13
Etna á Sikiley. gosinu árið 1669, sem áður er minnzt á. Smám saman varð landið hrjóstrugra og gróðurinn fá- skrúðugri, og að lokum tóku við svartir, gróður- lausir öskuflákar. Bílvegurinn endaði í 1800 metra hæð, en þá tók lyfta við. Við áttum klukkutíma hið framundan, þar til röðin kæmi að okkur í lyft- unni, svo að við notuðum tímann til þess að lit- ast um. Hér var miklum mun kaldara en niðri við hafið. Þar voru 30° í skugganum, en hér um það bil 10°. Við sáum Kataníu óglöggt i hitamóð- unni langt fyrir neðan okkur, og Miðjarðarhafið var ekki lengur blátt, heldur hjúpað silfurlitaðri slikju. Hér við endann á bílveginum er Hótel Etna og veitingastofa. Einnig er hér minjagripasala, þar sem kaupa má myndir af Etnu, auk ýmissa smá- hluta, sem fást í flestum minjagripaverzlunum hvar sem er í heiminum, aðeins með mismunandi áletrunum. Hér voru margir erlendir ferðamenn auk okkar, en mest bar á Þjóðverjum. Það er sama hvar er farið, alls staðar eru Þjóðverjar fyxir. Að lokum kom röðin að okkur að fara með lyft- unni. Hún er þannig útbúin, að gildir vírar eru strengdir milli hárra járnstólpa, og neðan í virana eru hengd eins konar búr, sem taka 8—10 manns hvert. Þessi búr eru svo send upp með vissu milli- bili. Satt að segja eru lyftur af þessu tagi þau farartæki, sem mér er einna minnst gefið um. Meðan við höngum svona í algjörri óvissu milli himins og jarðar og dinglum til og frá lilustandi á urgið og sargið í vírunum, vakna óþægilegar spurningar í huga minum. Hverstu strangt skyldi öryggiseftirlitið vera hér á Ítalíu með svona far- artækjum? Hvað gerist, ef hvessir skyndilega meir en lyftan þolir? Hvað skyldi vera langt niður að jörð? O. s. frv. Hlíðar Etnu eru brattar að ofan- verðu, og svona búr mundi kútveltast mörg liundr- uð metra niður — við fengjum fljótt að vita vissu okkar um, hvað við tæki eftir þetta vort jarðlíf, ef . . ., en hugsum ekki meir um það. Ég hét því með sjálfri mér að stíga aldrei fæti mínum inn í þetta apparat framar, ef ég kæmist lifs af. Það heit hef ég haldið dyggilega. Við stigum úr lyftunni í 3 þúsund metra hæð. Þar er heldur eyðilegt um að litast, ekkert nema 19. JONI 11

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.