19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1964, Qupperneq 13

19. júní - 19.06.1964, Qupperneq 13
Etna á Sikiley. gosinu árið 1669, sem áður er minnzt á. Smám saman varð landið hrjóstrugra og gróðurinn fá- skrúðugri, og að lokum tóku við svartir, gróður- lausir öskuflákar. Bílvegurinn endaði í 1800 metra hæð, en þá tók lyfta við. Við áttum klukkutíma hið framundan, þar til röðin kæmi að okkur í lyft- unni, svo að við notuðum tímann til þess að lit- ast um. Hér var miklum mun kaldara en niðri við hafið. Þar voru 30° í skugganum, en hér um það bil 10°. Við sáum Kataníu óglöggt i hitamóð- unni langt fyrir neðan okkur, og Miðjarðarhafið var ekki lengur blátt, heldur hjúpað silfurlitaðri slikju. Hér við endann á bílveginum er Hótel Etna og veitingastofa. Einnig er hér minjagripasala, þar sem kaupa má myndir af Etnu, auk ýmissa smá- hluta, sem fást í flestum minjagripaverzlunum hvar sem er í heiminum, aðeins með mismunandi áletrunum. Hér voru margir erlendir ferðamenn auk okkar, en mest bar á Þjóðverjum. Það er sama hvar er farið, alls staðar eru Þjóðverjar fyxir. Að lokum kom röðin að okkur að fara með lyft- unni. Hún er þannig útbúin, að gildir vírar eru strengdir milli hárra járnstólpa, og neðan í virana eru hengd eins konar búr, sem taka 8—10 manns hvert. Þessi búr eru svo send upp með vissu milli- bili. Satt að segja eru lyftur af þessu tagi þau farartæki, sem mér er einna minnst gefið um. Meðan við höngum svona í algjörri óvissu milli himins og jarðar og dinglum til og frá lilustandi á urgið og sargið í vírunum, vakna óþægilegar spurningar í huga minum. Hverstu strangt skyldi öryggiseftirlitið vera hér á Ítalíu með svona far- artækjum? Hvað gerist, ef hvessir skyndilega meir en lyftan þolir? Hvað skyldi vera langt niður að jörð? O. s. frv. Hlíðar Etnu eru brattar að ofan- verðu, og svona búr mundi kútveltast mörg liundr- uð metra niður — við fengjum fljótt að vita vissu okkar um, hvað við tæki eftir þetta vort jarðlíf, ef . . ., en hugsum ekki meir um það. Ég hét því með sjálfri mér að stíga aldrei fæti mínum inn í þetta apparat framar, ef ég kæmist lifs af. Það heit hef ég haldið dyggilega. Við stigum úr lyftunni í 3 þúsund metra hæð. Þar er heldur eyðilegt um að litast, ekkert nema 19. JONI 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.