19. júní


19. júní - 19.06.1964, Blaðsíða 15

19. júní - 19.06.1964, Blaðsíða 15
Islenzkt brúðkaup á Grœnlandi Eftir Karen Plovgaard Enda þótt því sé oft haldið fram, að sorgarat- burðir geymist lengst í minni og sagnfræðin leggi meiri alúð við þá en hina, sem haft hafa hamingju í för með sér, þá hendir það þó einnig, að annálar geta um gleðistundir og varðveita um leið nöfn þeirra frá gleymsku, sem þar koma við sögu. Hið gamla latneska orðtæki: fátt er kyrru betra, á vafalaust við rök að styðjast; en brúðkaupið, sem haldið var á Hvalsey á Grænlandi 1408, stað- festir þó, að engin regla er án undantekningar. Brúðkaup þetta varð víðfrægt, og ekki verður annað séð, en gæfan hafi fylgt brúðhjónunum bæði þá og síðar. Þótt hin íslenzka byggð, sem staðið hafði með blóma, væri að nálgast endalok sín á Grænlandi um þessar mundir, virðist sem þetta fyrrnefnda brúðkaup hafi farið fram af mikilli reisn og við- höfn. Æðstu embættismenn kirkjunnar framkvæmdu vígsluna. Allir sem eitthvað máttu sín í landinu voru samankomnir í Hvalseyjarkirkju þennan dag, þegar, eins og sagt er í samtíma heimildum: „Þor- steinn Ólafsson festi Sigríði Björnsdóttur sér til eiginkvinnu“. Auk þess voru vottar að vígslunni nokkur íslenzk stórmenni, sem komið höfðu til Grænlands tveim árum áður, eða árið 1406. Að þetta brúðkaup varð svo eftirminnilegt, sem raun ber vitni, stafar að nokkru leyti af því, að ekki færri en þrjú vottföst skjöl gera það óvefengj- anlegt síðari tímum, að það hafi átt sér stað og einnig greina aðrar sögulegar heimildir frá þeim heiðri og hamingju, sem brúðhjónunum og afkom- endum þeirra féll í skaut. Þess er getið um ætt og uppruna brúðhjónanna, 19. JÚNl Frú Plovgaard er danskur rithöfundur, hefur samið skáld- sögur og skrifað fjölda af smásögum og greinum, sem birzt hafa í blöðum og tímaritum. Einnig hefur hún skrifað harna- hækur, meðal annars Sanne-hækumar, sem 1960 fengu verð- laun menntamálaráðuneytisins danska sem bezta bamabók ársins. Hefur hún verið ]>Ý(ld á fjölda tungumála. Greinin, sem hér birtist, var flutt af höf. í danska út- varpið i júlí s. 1. sumar. að Þorsteinn Ólafsson væri kominn af auðugri is- lenzkri ætt. Faðir hans, Ólafur Björnsson, ætti jörðina Akra í Skagafirði, og hefði hún komið í arfahluta Þorsteins og skyldi þar verða hans fram- tíðarheimili og arinn ættarinnar. Sagan segir, að Þorsteinn hafi sem ungur maður komið til Grænlands 1406, ásamt hinum íslenzku stórmennum, sem fyrr er getið. Sennilegt er, að þeir hafi lent í hafvillum og straumar og stormar borið þá af leið, þar sem hin norsk-danska ein- okun á Grænlandssiglingum -—- á tímum Mar- grétar drottningar — var enn í fullu gildi. En þar sem þáverandi konungsveldi hafði ekki árum saman hirt um að endurreisa hið hnignandi sam- band við þetta fjarlæga skattland sitt, hefur hverri tilviljunarkenndri skipskomu án efa verið tekið með fögnuði af íslendingum þar. Skip Þorsteins, sem sagt er að hafi lagt út frá Noregi og ætlað til fslands, hefur sjálfsagt ekki verið þar nein undantekning, þegar það hafnaði við strendur Grænlands. Um ætt Sigriðar Björnsdóttur er ekki mikið vit- að. Hún mun sennilega vera fædd á Grænlandi og er sögð vera komin af göðu fólki. Tengsl henn- ar við hið auðuga Hvalseyjarhérað virðist einnig benda til að svo sé. Hún er „gefin í hjónaband“ af frænda sinum, Sæmundi Oddssyni, sem virðist 13 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.